Tony Snell greindist með einhverfu 31 árs | Stofnar góðgerðasamtök og vill vera fyrirmynd Siggeir Ævarsson skrifar 18. júní 2023 12:46 Tony Snell fagnað af liðsfélögum sínum eftir sigurkörfu hans í leik með Atlanta Hawks 2021 Vísir/Getty Tony Snell, sem lék í NBA deildinni níu tímabil, greindist með einhverfu í fyrra, þá 31 árs að aldri. Hann segir að greiningin hafi varpað ljósi á uppvaxtar ár hans og persónuleika og að líta til baka núna með þessa vitneskju sé eins og að setja upp þrívíddargleraugu. Snell og eiginkona hans, Ashely Snell, eignuðust soninn Karter 2021 en þegar hann var 18 mánaða var hann ekki farinn að tala og var í kjölfarið greindur með einhverfu. Snell opnaði sig um málið í fyrsta sinn í viðtali á NBC sjónvarpsstöðinni í fyrradag. Sagði hann greiningu sonar síns hafa opnað augu sín fyrir því að mögulega væri hann sjálfur einhverfur. „Ég var alltaf sjálfstæður þegar ég var að alast upp, ég hef alltaf verið einn. Ég náði bara aldrei að tengjast við annað fólk á persónulegum nótum. Ég hugsaði með mér, ef Karter fékk þessa greiningu þá held ég að sé líka með einhverfu. Það gaf mér hugrekkið til að fara sjálfur í greiningu.“ Snell sagði að greiningin hefði ekki komið honum á óvart, hún hefði einfaldlega verið léttir og útskýrt svo margt um barnæsku hans og uppvaxtár. Ætlar að berjast gegn fordómum Aðspurður hvort líf hans hefði farið á annan veg ef hann hefði fengið greiningu sem barn sagði Snell að það hefði örugglega haft neikvæð áhrif vegna fordóma, sem hefðu sem betur fer breyst og markmið hans í dag væri að vera fyrirmynd. „Ég vil bara breyta lífum og vera fyrirmynd fyrir aðra. Ég vil að sonur minn viti að ég mun alltaf vera til staðar fyrir hann og styðja hann. Þegar ég var barn leið mér eins og ég væri öðruvísi.“ Snell og fjölskylda hans hafa stofnað góðgerðasamtök, Tony Snell Foundation, sem hafa það að markmiði að auka skilning á einhverfu, með sérstaka áherslu á að styðja einstaklinga úr minnihlutahópum með einhverfu. Snell lék eins og áður sagði níu tímabil í NBA deildinni. Hann var valinn af Chicago Bulls í nýliðavalinu 2013 með 20. valrétt. Hann lék með Bulls í þrjú tímabil en síðar með Bucks, Pistons, Hawks, Trail Blazers og Pelicans. Hann leikur í dag með Maine Celtics í G-deildinni. NBA Körfubolti Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Snell og eiginkona hans, Ashely Snell, eignuðust soninn Karter 2021 en þegar hann var 18 mánaða var hann ekki farinn að tala og var í kjölfarið greindur með einhverfu. Snell opnaði sig um málið í fyrsta sinn í viðtali á NBC sjónvarpsstöðinni í fyrradag. Sagði hann greiningu sonar síns hafa opnað augu sín fyrir því að mögulega væri hann sjálfur einhverfur. „Ég var alltaf sjálfstæður þegar ég var að alast upp, ég hef alltaf verið einn. Ég náði bara aldrei að tengjast við annað fólk á persónulegum nótum. Ég hugsaði með mér, ef Karter fékk þessa greiningu þá held ég að sé líka með einhverfu. Það gaf mér hugrekkið til að fara sjálfur í greiningu.“ Snell sagði að greiningin hefði ekki komið honum á óvart, hún hefði einfaldlega verið léttir og útskýrt svo margt um barnæsku hans og uppvaxtár. Ætlar að berjast gegn fordómum Aðspurður hvort líf hans hefði farið á annan veg ef hann hefði fengið greiningu sem barn sagði Snell að það hefði örugglega haft neikvæð áhrif vegna fordóma, sem hefðu sem betur fer breyst og markmið hans í dag væri að vera fyrirmynd. „Ég vil bara breyta lífum og vera fyrirmynd fyrir aðra. Ég vil að sonur minn viti að ég mun alltaf vera til staðar fyrir hann og styðja hann. Þegar ég var barn leið mér eins og ég væri öðruvísi.“ Snell og fjölskylda hans hafa stofnað góðgerðasamtök, Tony Snell Foundation, sem hafa það að markmiði að auka skilning á einhverfu, með sérstaka áherslu á að styðja einstaklinga úr minnihlutahópum með einhverfu. Snell lék eins og áður sagði níu tímabil í NBA deildinni. Hann var valinn af Chicago Bulls í nýliðavalinu 2013 með 20. valrétt. Hann lék með Bulls í þrjú tímabil en síðar með Bucks, Pistons, Hawks, Trail Blazers og Pelicans. Hann leikur í dag með Maine Celtics í G-deildinni.
NBA Körfubolti Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira