Gerði undantekningu og endaði með ælu í handtöskuna hjá móður Grealish Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2023 15:00 Drekkur almennt ekki áfengi og ætti bara að sleppa því. Tom Flathers/Getty Images Rúben Dias, miðvörður Manchester City, drekkur ekki áfengi en gerði undantekningu fyrst lið hans varð Englands-, Evrópu og bikarmeistari nýverið. Það endaði vægast sagt illa fyrir bæði hann sem og handtöskuna sem móðir Jack Grealish var með. Manchester City fullkomnaði þrennuna með sigri á Inter frá Mílanó í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Eftir leik var þrennunni fagnað vel og innilega áður en leikmenn þurftu flestir hverjir að skottast í verkefni með landsliðum sínum. Eftir langt og strembið tímabil ákváðu leikmenn liðsins að sletta örlítið úr klaufunum, sumir meira en aðrir. Meira að segja þeir leikmenn sem ekki drekka venjulega ekki áfengi gerðu undantekningu að þessu sinni. Rúben Dias hefði eflaust átt að sleppa því. Let's spare a thought for Jack Grealish's mum's bag pic.twitter.com/jEycEkupGV— Match of the Day (@BBCMOTD) June 16, 2023 Markvörðurinn Ederson var á blaðamannafundi fyrir brasilíska landsliðið og ræddi þar fagnaðarlæti liðsins, þá sérstaklega varnarmannsins. „Það gekk ekki upp hjá Dias. Hann fékk sér tvö skot og ældi svo. Þið trúið því kannski ekki en það fór allt ofan í handtöskuna hjá mömmu Jack Grealish,“ sagði Ederson hlæjandi á blaðamannafundinum. Grealish sjálfur fagnaði titlinum manna best en viðurkenndi þó að það væri farið að taka sinn toll þegar hann var spurður hvort hann vildi vera gestur í spjallþætti hjá talkSPORT. Leikmenn Man City skemmtu sér fyrst í Istanbúl, þar sem úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fór fram, svo á Ibiza og loks í Manchester þar sem haldin var skrúðganga þeim til heiðurs. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Guardiola gaf starfsfólki City rúmlega 130 milljóna bónus sinn Pep Guardiola gaf starfsfólki Manchester City veglegan bónus sem hann fékk fyrir að stýra liðinu til sigurs í ensku úrvalsdeildinni. 15. júní 2023 11:31 Haaland hættur að fagna og lentur í Noregi Erling Haaland er kominn heim til Noregs eftir stíf fagnaðarhöld Manchester City í kjölfar þess að liðið tryggði sér þrennuna með sigri á Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardag. 13. júní 2023 15:01 Utan vallar: Mannlegur Grealish ber af hjá Evrópumeisturunum Jack Grealish var ekki meðal þeirra sjö leikmanna Manchester City sem komst í lið ársins í Meistaradeild Evrópu. Það er samt eitthvað svo mannlegt við Grealish að það er ekki annað hægt en að líka vel við hann, þó þú haldir með rauða liðinu í Manchester-borg. 12. júní 2023 09:01 Sjö Evrópumeistarar í liði ársins | Rodri leikmaður ársins Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur opinberað lið ársins í Meistaradeild Evrópu. Þá var tilkynnt hver hefði verið valinn bestur sem og besti ungi leikmaðurinn. Það kemur ekki á óvart að Evrópumeistarar Manchester City á flesta leikmenn í liði ársins. 11. júní 2023 23:31 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjá meira
Manchester City fullkomnaði þrennuna með sigri á Inter frá Mílanó í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Eftir leik var þrennunni fagnað vel og innilega áður en leikmenn þurftu flestir hverjir að skottast í verkefni með landsliðum sínum. Eftir langt og strembið tímabil ákváðu leikmenn liðsins að sletta örlítið úr klaufunum, sumir meira en aðrir. Meira að segja þeir leikmenn sem ekki drekka venjulega ekki áfengi gerðu undantekningu að þessu sinni. Rúben Dias hefði eflaust átt að sleppa því. Let's spare a thought for Jack Grealish's mum's bag pic.twitter.com/jEycEkupGV— Match of the Day (@BBCMOTD) June 16, 2023 Markvörðurinn Ederson var á blaðamannafundi fyrir brasilíska landsliðið og ræddi þar fagnaðarlæti liðsins, þá sérstaklega varnarmannsins. „Það gekk ekki upp hjá Dias. Hann fékk sér tvö skot og ældi svo. Þið trúið því kannski ekki en það fór allt ofan í handtöskuna hjá mömmu Jack Grealish,“ sagði Ederson hlæjandi á blaðamannafundinum. Grealish sjálfur fagnaði titlinum manna best en viðurkenndi þó að það væri farið að taka sinn toll þegar hann var spurður hvort hann vildi vera gestur í spjallþætti hjá talkSPORT. Leikmenn Man City skemmtu sér fyrst í Istanbúl, þar sem úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fór fram, svo á Ibiza og loks í Manchester þar sem haldin var skrúðganga þeim til heiðurs.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Guardiola gaf starfsfólki City rúmlega 130 milljóna bónus sinn Pep Guardiola gaf starfsfólki Manchester City veglegan bónus sem hann fékk fyrir að stýra liðinu til sigurs í ensku úrvalsdeildinni. 15. júní 2023 11:31 Haaland hættur að fagna og lentur í Noregi Erling Haaland er kominn heim til Noregs eftir stíf fagnaðarhöld Manchester City í kjölfar þess að liðið tryggði sér þrennuna með sigri á Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardag. 13. júní 2023 15:01 Utan vallar: Mannlegur Grealish ber af hjá Evrópumeisturunum Jack Grealish var ekki meðal þeirra sjö leikmanna Manchester City sem komst í lið ársins í Meistaradeild Evrópu. Það er samt eitthvað svo mannlegt við Grealish að það er ekki annað hægt en að líka vel við hann, þó þú haldir með rauða liðinu í Manchester-borg. 12. júní 2023 09:01 Sjö Evrópumeistarar í liði ársins | Rodri leikmaður ársins Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur opinberað lið ársins í Meistaradeild Evrópu. Þá var tilkynnt hver hefði verið valinn bestur sem og besti ungi leikmaðurinn. Það kemur ekki á óvart að Evrópumeistarar Manchester City á flesta leikmenn í liði ársins. 11. júní 2023 23:31 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjá meira
Guardiola gaf starfsfólki City rúmlega 130 milljóna bónus sinn Pep Guardiola gaf starfsfólki Manchester City veglegan bónus sem hann fékk fyrir að stýra liðinu til sigurs í ensku úrvalsdeildinni. 15. júní 2023 11:31
Haaland hættur að fagna og lentur í Noregi Erling Haaland er kominn heim til Noregs eftir stíf fagnaðarhöld Manchester City í kjölfar þess að liðið tryggði sér þrennuna með sigri á Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardag. 13. júní 2023 15:01
Utan vallar: Mannlegur Grealish ber af hjá Evrópumeisturunum Jack Grealish var ekki meðal þeirra sjö leikmanna Manchester City sem komst í lið ársins í Meistaradeild Evrópu. Það er samt eitthvað svo mannlegt við Grealish að það er ekki annað hægt en að líka vel við hann, þó þú haldir með rauða liðinu í Manchester-borg. 12. júní 2023 09:01
Sjö Evrópumeistarar í liði ársins | Rodri leikmaður ársins Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur opinberað lið ársins í Meistaradeild Evrópu. Þá var tilkynnt hver hefði verið valinn bestur sem og besti ungi leikmaðurinn. Það kemur ekki á óvart að Evrópumeistarar Manchester City á flesta leikmenn í liði ársins. 11. júní 2023 23:31