Úkraínumaðurinn Zinchenko vill banna allt íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2023 10:00 Í leik með Úkraínu. Getty Images/Stanislav Vedmid Úkraínumaðurinn Oleksandr Zinchenko, vinstri bakvörður enska knattspyrnufélagsins Arsenal, vill banna allt íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Þá segist hann tilbúinn að berjast fyrir land sitt. Þetta kom fram í viðtali Piers Morgan við Zinchenko sem fór í loftið á fimmtudag. Zinchenko hefur verið duglegur að gagnrýna Rússland síðan hersveitir landsins réðust inn í Úkraínu í febrúar á síðasta ári. Í viðtalinu segir hinn 26 ára gamli Zinchenko að hann hafi verið „týndur“ fyrstu vikurnar eftir að innrásin átti sér stað. "I don't even want to say his name."Watch Piers Morgan's full interview with Arsenal and Ukraine star Oleksandr Zinchenko about Putin, the war and more.@piersmorgan | @TalkTV | #PMU— Piers Morgan Uncensored (@PiersUncensored) June 15, 2023 „Ég skal vera hreinskilinn, það var ekki auðvelt að aðlagast þessu. Því miður fyrir okkur, úkraínska knattspyrnumenn sem búa erlendis, þá er ekki auðvelt að vera langt í burtu og sjá þessa ógnvænlegu hluti eiga sér stað.“ „Man að fyrstu vikurnar, ég var týndur. Vissi ekki hvar ég var, hvert ég var að fara, var eins og ég væri út í geim,“ bætti Zinchenko við. Zinchenko klæddist fána þjóðar sinnar er hann tók á móti Englandsmeistaratitlinum vorið 2022.Tom Flathers/Getty Images Leikmaðurinn hefur gert sitt besta til að vekja athygli á því sem á sér stað og reynt að sýna stuðning í verki. Til að mynda með því að umvefja sig úkraínska fánanum þegar Manchester City varð Englandsmeistari vorið 2022. Zinchenko er mjög ósáttur með þá þögn sem hefur einkennt íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi síðan innrásin átti sér stað. Í kjölfarið kallaði hann eftir því að íþróttafólk frá löndunum tveimur væri bannað frá íþróttum. „Ég mun aldrei samþykkja viðbrögð þeirra. Þau gerðu ekki neitt, sýndu engin viðbrögð. Ef þú ert með 10 milljónir fylgjanda á samfélagsmiðlum og segir „Hættið þessu“ þá mun ákveðinn fjöldi af þessum tíu milljónum dreifa skilaboðunum áleiðis. Það mun á endanum skila sér.“ „En ef enginn segir neitt af því þau eru hrædd, þá vil ég aldrei aftur heyra þau tala um okkur sem bræður. Það á ekki að leyfa þeim að keppa, hrversu mörgum sprengjum hefur verið skotið á Úkraínu frá Hvíta-Rússlandi?“ TONIGHT: Arsenal and Ukraine star Oleksandr Zinchenko calls for all Russian and Belarusian athletes to be banned from top level sport, including Wimbledon.Watch more of Piers Morgan's interview with him tonight at 8pm.@piersmorgan | @TalkTV | #PMU pic.twitter.com/RBnYSseYOe— Piers Morgan Uncensored (@PiersUncensored) June 14, 2023 „Það kemur tími þar sem allir verða þar [í Úkraínu]. Það verður síðasta ákallið eða eitthvað svoleiðis. Það verður hringt og við förum öll, allir munu fara. Maður veit aldrei hvað gerist. Hversu mikið fólk hefur verið drepið í þessari innrás? Ég sé mig ekki fyrir mér fela mig einhverstaðar á meðan,“ sagði Zinchenko aðspurður hvort hann myndi ganga til liðs við úkraínska herinn. Að lokum vildi Zinchenko nýta viðtalið til að senda skilaboð til umheimsins. Hann veit að fólk er þreytt en það er mikilvægt að halda áfram og standa saman til að sigrast á þessari innrás hryðjuverkamanna. Fótbolti Enski boltinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Fleiri fréttir „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali Piers Morgan við Zinchenko sem fór í loftið á fimmtudag. Zinchenko hefur verið duglegur að gagnrýna Rússland síðan hersveitir landsins réðust inn í Úkraínu í febrúar á síðasta ári. Í viðtalinu segir hinn 26 ára gamli Zinchenko að hann hafi verið „týndur“ fyrstu vikurnar eftir að innrásin átti sér stað. "I don't even want to say his name."Watch Piers Morgan's full interview with Arsenal and Ukraine star Oleksandr Zinchenko about Putin, the war and more.@piersmorgan | @TalkTV | #PMU— Piers Morgan Uncensored (@PiersUncensored) June 15, 2023 „Ég skal vera hreinskilinn, það var ekki auðvelt að aðlagast þessu. Því miður fyrir okkur, úkraínska knattspyrnumenn sem búa erlendis, þá er ekki auðvelt að vera langt í burtu og sjá þessa ógnvænlegu hluti eiga sér stað.“ „Man að fyrstu vikurnar, ég var týndur. Vissi ekki hvar ég var, hvert ég var að fara, var eins og ég væri út í geim,“ bætti Zinchenko við. Zinchenko klæddist fána þjóðar sinnar er hann tók á móti Englandsmeistaratitlinum vorið 2022.Tom Flathers/Getty Images Leikmaðurinn hefur gert sitt besta til að vekja athygli á því sem á sér stað og reynt að sýna stuðning í verki. Til að mynda með því að umvefja sig úkraínska fánanum þegar Manchester City varð Englandsmeistari vorið 2022. Zinchenko er mjög ósáttur með þá þögn sem hefur einkennt íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi síðan innrásin átti sér stað. Í kjölfarið kallaði hann eftir því að íþróttafólk frá löndunum tveimur væri bannað frá íþróttum. „Ég mun aldrei samþykkja viðbrögð þeirra. Þau gerðu ekki neitt, sýndu engin viðbrögð. Ef þú ert með 10 milljónir fylgjanda á samfélagsmiðlum og segir „Hættið þessu“ þá mun ákveðinn fjöldi af þessum tíu milljónum dreifa skilaboðunum áleiðis. Það mun á endanum skila sér.“ „En ef enginn segir neitt af því þau eru hrædd, þá vil ég aldrei aftur heyra þau tala um okkur sem bræður. Það á ekki að leyfa þeim að keppa, hrversu mörgum sprengjum hefur verið skotið á Úkraínu frá Hvíta-Rússlandi?“ TONIGHT: Arsenal and Ukraine star Oleksandr Zinchenko calls for all Russian and Belarusian athletes to be banned from top level sport, including Wimbledon.Watch more of Piers Morgan's interview with him tonight at 8pm.@piersmorgan | @TalkTV | #PMU pic.twitter.com/RBnYSseYOe— Piers Morgan Uncensored (@PiersUncensored) June 14, 2023 „Það kemur tími þar sem allir verða þar [í Úkraínu]. Það verður síðasta ákallið eða eitthvað svoleiðis. Það verður hringt og við förum öll, allir munu fara. Maður veit aldrei hvað gerist. Hversu mikið fólk hefur verið drepið í þessari innrás? Ég sé mig ekki fyrir mér fela mig einhverstaðar á meðan,“ sagði Zinchenko aðspurður hvort hann myndi ganga til liðs við úkraínska herinn. Að lokum vildi Zinchenko nýta viðtalið til að senda skilaboð til umheimsins. Hann veit að fólk er þreytt en það er mikilvægt að halda áfram og standa saman til að sigrast á þessari innrás hryðjuverkamanna.
Fótbolti Enski boltinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Fleiri fréttir „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Sjá meira