Úkraínumaðurinn Zinchenko vill banna allt íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2023 10:00 Í leik með Úkraínu. Getty Images/Stanislav Vedmid Úkraínumaðurinn Oleksandr Zinchenko, vinstri bakvörður enska knattspyrnufélagsins Arsenal, vill banna allt íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Þá segist hann tilbúinn að berjast fyrir land sitt. Þetta kom fram í viðtali Piers Morgan við Zinchenko sem fór í loftið á fimmtudag. Zinchenko hefur verið duglegur að gagnrýna Rússland síðan hersveitir landsins réðust inn í Úkraínu í febrúar á síðasta ári. Í viðtalinu segir hinn 26 ára gamli Zinchenko að hann hafi verið „týndur“ fyrstu vikurnar eftir að innrásin átti sér stað. "I don't even want to say his name."Watch Piers Morgan's full interview with Arsenal and Ukraine star Oleksandr Zinchenko about Putin, the war and more.@piersmorgan | @TalkTV | #PMU— Piers Morgan Uncensored (@PiersUncensored) June 15, 2023 „Ég skal vera hreinskilinn, það var ekki auðvelt að aðlagast þessu. Því miður fyrir okkur, úkraínska knattspyrnumenn sem búa erlendis, þá er ekki auðvelt að vera langt í burtu og sjá þessa ógnvænlegu hluti eiga sér stað.“ „Man að fyrstu vikurnar, ég var týndur. Vissi ekki hvar ég var, hvert ég var að fara, var eins og ég væri út í geim,“ bætti Zinchenko við. Zinchenko klæddist fána þjóðar sinnar er hann tók á móti Englandsmeistaratitlinum vorið 2022.Tom Flathers/Getty Images Leikmaðurinn hefur gert sitt besta til að vekja athygli á því sem á sér stað og reynt að sýna stuðning í verki. Til að mynda með því að umvefja sig úkraínska fánanum þegar Manchester City varð Englandsmeistari vorið 2022. Zinchenko er mjög ósáttur með þá þögn sem hefur einkennt íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi síðan innrásin átti sér stað. Í kjölfarið kallaði hann eftir því að íþróttafólk frá löndunum tveimur væri bannað frá íþróttum. „Ég mun aldrei samþykkja viðbrögð þeirra. Þau gerðu ekki neitt, sýndu engin viðbrögð. Ef þú ert með 10 milljónir fylgjanda á samfélagsmiðlum og segir „Hættið þessu“ þá mun ákveðinn fjöldi af þessum tíu milljónum dreifa skilaboðunum áleiðis. Það mun á endanum skila sér.“ „En ef enginn segir neitt af því þau eru hrædd, þá vil ég aldrei aftur heyra þau tala um okkur sem bræður. Það á ekki að leyfa þeim að keppa, hrversu mörgum sprengjum hefur verið skotið á Úkraínu frá Hvíta-Rússlandi?“ TONIGHT: Arsenal and Ukraine star Oleksandr Zinchenko calls for all Russian and Belarusian athletes to be banned from top level sport, including Wimbledon.Watch more of Piers Morgan's interview with him tonight at 8pm.@piersmorgan | @TalkTV | #PMU pic.twitter.com/RBnYSseYOe— Piers Morgan Uncensored (@PiersUncensored) June 14, 2023 „Það kemur tími þar sem allir verða þar [í Úkraínu]. Það verður síðasta ákallið eða eitthvað svoleiðis. Það verður hringt og við förum öll, allir munu fara. Maður veit aldrei hvað gerist. Hversu mikið fólk hefur verið drepið í þessari innrás? Ég sé mig ekki fyrir mér fela mig einhverstaðar á meðan,“ sagði Zinchenko aðspurður hvort hann myndi ganga til liðs við úkraínska herinn. Að lokum vildi Zinchenko nýta viðtalið til að senda skilaboð til umheimsins. Hann veit að fólk er þreytt en það er mikilvægt að halda áfram og standa saman til að sigrast á þessari innrás hryðjuverkamanna. Fótbolti Enski boltinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali Piers Morgan við Zinchenko sem fór í loftið á fimmtudag. Zinchenko hefur verið duglegur að gagnrýna Rússland síðan hersveitir landsins réðust inn í Úkraínu í febrúar á síðasta ári. Í viðtalinu segir hinn 26 ára gamli Zinchenko að hann hafi verið „týndur“ fyrstu vikurnar eftir að innrásin átti sér stað. "I don't even want to say his name."Watch Piers Morgan's full interview with Arsenal and Ukraine star Oleksandr Zinchenko about Putin, the war and more.@piersmorgan | @TalkTV | #PMU— Piers Morgan Uncensored (@PiersUncensored) June 15, 2023 „Ég skal vera hreinskilinn, það var ekki auðvelt að aðlagast þessu. Því miður fyrir okkur, úkraínska knattspyrnumenn sem búa erlendis, þá er ekki auðvelt að vera langt í burtu og sjá þessa ógnvænlegu hluti eiga sér stað.“ „Man að fyrstu vikurnar, ég var týndur. Vissi ekki hvar ég var, hvert ég var að fara, var eins og ég væri út í geim,“ bætti Zinchenko við. Zinchenko klæddist fána þjóðar sinnar er hann tók á móti Englandsmeistaratitlinum vorið 2022.Tom Flathers/Getty Images Leikmaðurinn hefur gert sitt besta til að vekja athygli á því sem á sér stað og reynt að sýna stuðning í verki. Til að mynda með því að umvefja sig úkraínska fánanum þegar Manchester City varð Englandsmeistari vorið 2022. Zinchenko er mjög ósáttur með þá þögn sem hefur einkennt íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi síðan innrásin átti sér stað. Í kjölfarið kallaði hann eftir því að íþróttafólk frá löndunum tveimur væri bannað frá íþróttum. „Ég mun aldrei samþykkja viðbrögð þeirra. Þau gerðu ekki neitt, sýndu engin viðbrögð. Ef þú ert með 10 milljónir fylgjanda á samfélagsmiðlum og segir „Hættið þessu“ þá mun ákveðinn fjöldi af þessum tíu milljónum dreifa skilaboðunum áleiðis. Það mun á endanum skila sér.“ „En ef enginn segir neitt af því þau eru hrædd, þá vil ég aldrei aftur heyra þau tala um okkur sem bræður. Það á ekki að leyfa þeim að keppa, hrversu mörgum sprengjum hefur verið skotið á Úkraínu frá Hvíta-Rússlandi?“ TONIGHT: Arsenal and Ukraine star Oleksandr Zinchenko calls for all Russian and Belarusian athletes to be banned from top level sport, including Wimbledon.Watch more of Piers Morgan's interview with him tonight at 8pm.@piersmorgan | @TalkTV | #PMU pic.twitter.com/RBnYSseYOe— Piers Morgan Uncensored (@PiersUncensored) June 14, 2023 „Það kemur tími þar sem allir verða þar [í Úkraínu]. Það verður síðasta ákallið eða eitthvað svoleiðis. Það verður hringt og við förum öll, allir munu fara. Maður veit aldrei hvað gerist. Hversu mikið fólk hefur verið drepið í þessari innrás? Ég sé mig ekki fyrir mér fela mig einhverstaðar á meðan,“ sagði Zinchenko aðspurður hvort hann myndi ganga til liðs við úkraínska herinn. Að lokum vildi Zinchenko nýta viðtalið til að senda skilaboð til umheimsins. Hann veit að fólk er þreytt en það er mikilvægt að halda áfram og standa saman til að sigrast á þessari innrás hryðjuverkamanna.
Fótbolti Enski boltinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira