Veiði hófst í Urriðafossi 1. júní og spennan eftir fyrstu löxunum er alltaf mikil. Það hefur gengið ágætlega í Urriðafossi frá opnun og eru kominn 101 lax þar á land frá opnun. Norðurá opnaði næst ánna og opnunin þar gekk mjög vel en í fyrsta hollinu var 35 löxum landað. Heildarveiðin í Norðurá er komin í 71 lax. Þverá Kjarrá er komin með 33 laxa en hún opnaði í síðustu viku, Blanda er svo komin með 12 laxa og Brennan 9 laxa. Straumarnir reka lestina en þar er bara búið að bóka einn lax.
Tala úr Blöndu gefur ekki sérstaklega góðar vonir fyrir ánna á þessu sumri en síðasta sumar var afspyrnu lélegt í henni þegar það veiddust aðeins 577 laxar og það tók þá um tvær vikur til að fá fyrsta laxinn á land. Tólf laxar á land núna miðað við í fyrra er vissulega betra en engu að síður er það langt frá því sem við eigum að venjast úr þessari fornfrægu á.