Methafarnir Fowler og Schauffele með tveggja högga forystu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. júní 2023 09:31 Þeir Rickie Fowler og Xander Schauffele spiluðu frábært golf á fyrsta degi Opna bandaríska. Keyur Khamar/PGA TOUR via Getty Images Þeir Ricky Fowler og Xander Schauffele eru með tveggja högga forystu eftir fyrsta hring Opna bandaríska risamótsins í golfi, US Open. Báðir kláruðu þeir holurnar 18 á aðein 62 höggum, átta höggum undir pari. Fowler varð fyrsti kylfingurinn í 128 ára sögu mótsins til að klára völlinn á færri en 63 höggum og aðein 22 mínútum síðar gerði Schauffele slíkt hið sama. Það var því ólíklegt að nokkur maður myndi stela toppsætinu á fyrsta hring mótsins, þrátt fyrir að margir af bestu kylfingum heims ættu eftir að ljúka sér af þegar Fowler og Schauffele höfðu lokið við sína hringi. Þeir voru þó nokkrir sem gerðu atlögu að því. Bandaríkjamennirnir Dustin Johnson og Wyndham Clark spiluðu báðir á sex höggum undir pari og þeir Brian Harman og Rory McIlroy kláruðu báðir á fimm höggum undir pari. 🎶 I gotta say, it was a good day. 🎶#USOpen pic.twitter.com/G8zqvempWr— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 16, 2023 Hins vegar þurfa menn á borð við Jon Rahm, Phil Mickelson og Viktor Hovland að halda vel á spilunum um helgina til að ná efstu mönnum. Þremenningarnir kláruðu allir á einu höggi undir pari í nótt og eru því, ásamt tíu öðrum kylfingum, jafnir í 25. sæti. Stöðuna í heild sinni má sjá á heimasíðu Opna bandaríska með því að smella hér. Opna bandaríska Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Báðir kláruðu þeir holurnar 18 á aðein 62 höggum, átta höggum undir pari. Fowler varð fyrsti kylfingurinn í 128 ára sögu mótsins til að klára völlinn á færri en 63 höggum og aðein 22 mínútum síðar gerði Schauffele slíkt hið sama. Það var því ólíklegt að nokkur maður myndi stela toppsætinu á fyrsta hring mótsins, þrátt fyrir að margir af bestu kylfingum heims ættu eftir að ljúka sér af þegar Fowler og Schauffele höfðu lokið við sína hringi. Þeir voru þó nokkrir sem gerðu atlögu að því. Bandaríkjamennirnir Dustin Johnson og Wyndham Clark spiluðu báðir á sex höggum undir pari og þeir Brian Harman og Rory McIlroy kláruðu báðir á fimm höggum undir pari. 🎶 I gotta say, it was a good day. 🎶#USOpen pic.twitter.com/G8zqvempWr— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 16, 2023 Hins vegar þurfa menn á borð við Jon Rahm, Phil Mickelson og Viktor Hovland að halda vel á spilunum um helgina til að ná efstu mönnum. Þremenningarnir kláruðu allir á einu höggi undir pari í nótt og eru því, ásamt tíu öðrum kylfingum, jafnir í 25. sæti. Stöðuna í heild sinni má sjá á heimasíðu Opna bandaríska með því að smella hér.
Opna bandaríska Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira