128 ára met slegið tvisvar með 22 mínútna millibili á US Open Siggeir Ævarsson skrifar 15. júní 2023 23:01 Rickie Fowler hélt metinu í 22 mínútu Getty Bandaríski kylfingurinn Rickie Fowler átti sannkallaðan draumahring á US Open í kvöld þegar hann fór völlinn á 62 höggum. Var þetta í fyrsta sinn í 128 ára sögu mótsins sem kylfingi tekst að klára völlinn á færri en 63 höggum. Fowler var þó ekki lengi í paradís því aðeins 22 mínútum seinni kláraði landi hans Xander Schauffele völlinn á nákvæmlega sama skori. Þetta er aðeins í þriðja skipti í sögunni sem kylfingur klárar völlinn á 62 höggum í stórmóti. Það gerðist í fyrsta sinn árið 2017 þegar Brendan Grace frá S-Afríku náði sama árangri á Opna meistaramótinu á Royal Birkdale. Að slíkt hið sama gerist tvisvar á sama mótinu með 22 mínútna millibili verður að teljast ansi magnað. Rickie setti í leiðinni annað US Open met, sem hann á einn og óstuddur, en hann náði tíu fuglum þegar hann kláraði þennan draumahring. Áður höfðu fjórir kylfingar mest náð níu á einum og sama hringnum. Það voru ekki bara met sem glöddu augu áhorfenda á mótinu í dag. Hinn franski Matthieu Pavon gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 15. braut, sem er par þrjú hola. ACE ALERT @MatthieuPavon cards a 1 on No. 15 @USOpenGolf! pic.twitter.com/rBQnqynVC1— PGA TOUR (@PGATOUR) June 15, 2023 Opna bandaríska Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Fowler var þó ekki lengi í paradís því aðeins 22 mínútum seinni kláraði landi hans Xander Schauffele völlinn á nákvæmlega sama skori. Þetta er aðeins í þriðja skipti í sögunni sem kylfingur klárar völlinn á 62 höggum í stórmóti. Það gerðist í fyrsta sinn árið 2017 þegar Brendan Grace frá S-Afríku náði sama árangri á Opna meistaramótinu á Royal Birkdale. Að slíkt hið sama gerist tvisvar á sama mótinu með 22 mínútna millibili verður að teljast ansi magnað. Rickie setti í leiðinni annað US Open met, sem hann á einn og óstuddur, en hann náði tíu fuglum þegar hann kláraði þennan draumahring. Áður höfðu fjórir kylfingar mest náð níu á einum og sama hringnum. Það voru ekki bara met sem glöddu augu áhorfenda á mótinu í dag. Hinn franski Matthieu Pavon gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 15. braut, sem er par þrjú hola. ACE ALERT @MatthieuPavon cards a 1 on No. 15 @USOpenGolf! pic.twitter.com/rBQnqynVC1— PGA TOUR (@PGATOUR) June 15, 2023
Opna bandaríska Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira