Fjölnir á toppinn eftir sigur í Grindavík | Auðvelt hjá Fylki í Árbænum Siggeir Ævarsson skrifar 15. júní 2023 21:29 Hans Viktor skoraði eina mark kvöldsins vísir/bára Grindvíkingar töpuðu þremur dýrmætum stigum í toppbaráttu Lengjudeildarinnar í kvöld þegar Fjölnismenn komu í heimsókn á Stakkavíkurvöllinn. Með sigri hefði Grindavík jafnað Fjölni að stigum í 2. sæti. Varnarmaðurinn og fyrirliði Fjölnis skoraði eina mark leiksins á 39. mínútu þar sem hann fór illa með vörn Grindvíkinga og bar sig að eins og þaulvanur framherji. Grindvíkingum gekk illa að skapa sér færi þar til rétt undir lok leiks og munu eflaust naga sig í handabökin næstu daga að hafa ekki sótt sigur á heimavelli í toppbaráttunni. Grindvíkingar voru án tveggja lykilmanna, en Guðjón Pétur Lýðsson tekur út tveggja leikja banna og þá fór Óskar Örn Hauksson meiddur af velli í síðasta leik og var ekki í hóp í dag. Heimamenn vildu fá víti á 53. mínútu, þegar boltinn fór augljóslega í hönd varnarmanns Fjölnis en fengu ekkert fyrir sinn snúð. Fjölnismenn tylla sér því í toppsæti deildarinnar að sinni, einu stigi á undan Aftureldingu. Afturelding á leik til góða, en þeir taka á móti Njarðvík á föstudaginn. Tvö víti á Nesinu, en bara annað í netið Á Seltjarnarnesi vann Grótta 2-1 sigur á botnliði Ægis. Leikurinn var markalaus fram á 65. mínútu, þegar Pétur Árnason skoraði úr víti fyrir heimamenn, en fimm mínútum áður brenndi Renato Punyed Dubon af víti fyrir gestina. Pétur skoraði svo annað mark þremur mínútum seinna sem reyndist sigurmarkið. Brynjólfur Þór Eyþórsson klóraði í bakkann fyrir Ægi en nær komust gestirnir ekki, og sitja áfram á botni deildarinnar, með aðeins eitt stig eftir sjö leiki. Þægilegt kvöld í Árbænum fyrir heimakonur Einn leikur fór fram í Lengjudeild kvenna í kvöld. Fylkir tók á móti Fram í Árbænum og fóru með þægilegan 3-0 sigur af hólmi. Þórhildur Þórhallsdóttir kom heimakonum á bragðið strax á 8. mínútu og Viktoría Diljá Halldórsdóttir kom þeim í 2-0 fyrir hálfleik. Helga Guðrún Kristinsdóttir innsiglaði svo sigurinn með marki á 85. mínútu, eftir að Framarar höfðu bjargað á línu í sömu sókn. Með sigrinum lyftir Fylkir sér upp í þriðja sæti deildarinnar, í bili að minnsta kosti, en Grótta sækir FHL heim í síðasta leik umferðarinnar á sunnudaginn. Lengjudeild kvenna Lengjudeild karla Fótbolti UMF Grindavík Fjölnir Ægir Grótta Fylkir Fram Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Sjá meira
Varnarmaðurinn og fyrirliði Fjölnis skoraði eina mark leiksins á 39. mínútu þar sem hann fór illa með vörn Grindvíkinga og bar sig að eins og þaulvanur framherji. Grindvíkingum gekk illa að skapa sér færi þar til rétt undir lok leiks og munu eflaust naga sig í handabökin næstu daga að hafa ekki sótt sigur á heimavelli í toppbaráttunni. Grindvíkingar voru án tveggja lykilmanna, en Guðjón Pétur Lýðsson tekur út tveggja leikja banna og þá fór Óskar Örn Hauksson meiddur af velli í síðasta leik og var ekki í hóp í dag. Heimamenn vildu fá víti á 53. mínútu, þegar boltinn fór augljóslega í hönd varnarmanns Fjölnis en fengu ekkert fyrir sinn snúð. Fjölnismenn tylla sér því í toppsæti deildarinnar að sinni, einu stigi á undan Aftureldingu. Afturelding á leik til góða, en þeir taka á móti Njarðvík á föstudaginn. Tvö víti á Nesinu, en bara annað í netið Á Seltjarnarnesi vann Grótta 2-1 sigur á botnliði Ægis. Leikurinn var markalaus fram á 65. mínútu, þegar Pétur Árnason skoraði úr víti fyrir heimamenn, en fimm mínútum áður brenndi Renato Punyed Dubon af víti fyrir gestina. Pétur skoraði svo annað mark þremur mínútum seinna sem reyndist sigurmarkið. Brynjólfur Þór Eyþórsson klóraði í bakkann fyrir Ægi en nær komust gestirnir ekki, og sitja áfram á botni deildarinnar, með aðeins eitt stig eftir sjö leiki. Þægilegt kvöld í Árbænum fyrir heimakonur Einn leikur fór fram í Lengjudeild kvenna í kvöld. Fylkir tók á móti Fram í Árbænum og fóru með þægilegan 3-0 sigur af hólmi. Þórhildur Þórhallsdóttir kom heimakonum á bragðið strax á 8. mínútu og Viktoría Diljá Halldórsdóttir kom þeim í 2-0 fyrir hálfleik. Helga Guðrún Kristinsdóttir innsiglaði svo sigurinn með marki á 85. mínútu, eftir að Framarar höfðu bjargað á línu í sömu sókn. Með sigrinum lyftir Fylkir sér upp í þriðja sæti deildarinnar, í bili að minnsta kosti, en Grótta sækir FHL heim í síðasta leik umferðarinnar á sunnudaginn.
Lengjudeild kvenna Lengjudeild karla Fótbolti UMF Grindavík Fjölnir Ægir Grótta Fylkir Fram Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Sjá meira