Læknirinn Anastasia Maria Loupis, hefur vakið athygli á Twitter þar sem hún skýtur föstum skotum á trans fólk, sér í lagi trans íþróttafólk. Tíst hennar um regnbogastíginn er nú komið með yfir milljón áhorf.
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynfræðingur, svaraði Loupis á forritinu. „Ímyndaðu þér að vera svona gegnsýrð af hatri að regnbogafánar fylli þig af viðbjóði. Finndu hamingju elskan, og finndu það sem vantar í líf þitt, í stað þess að láta biturð þína og ömurð bitna á fólki sem er bara að lifa lífinu sínu,“ sagði hún.
Imagine being so consumed by hatred that rainbow flags fill you with disgust. Find happiness darling, and find out what's missing in your life, instead of taking your bitterness and misery out on people just trying to live their lives. https://t.co/fS3LHwEd5y
— Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir (@UglaStefania) June 15, 2023
Fyrr í mánuðinum var ákveðið að regnbogastígurinn væri ekki á förum og yrði lagður á ný, nú til frambúðar.