Mosfellsbær reynir aftur að koma Erling inn á hjúkrunarheimili Kristinn Haukur Guðnason skrifar 15. júní 2023 12:41 Öryrkjabandalagið lýsti því sem miklu réttlætismáli þegar Erling vann mál gegn Mosfellsbæ um að fá NPA þjónustu. ÖBÍ/Alda Lóa Mosfellsbær hefur leitast eftir því að koma Erling Smith aftur í varanlega búsetu á hjúkrunarheimili. Erling lýsti vist þriggja ára vist sinni á Hömrum sem varðhaldi og sigraði dómsmál til að fá NPA þjónustu. Eiríkur Smith, réttargæslumaður Erling, segir að Mosfellsbær hafi leitast eftir þessu á þriðjudag. Það var eftir að Erling hafði óskaði eftir að komast í nokkurra vikna hvíldarinnlögn. Sjúkratryggingar Íslands niðurgreiða dvalargjöld á hjúkrunarheimilum en sveitarfélög greiða NPA samninga að stærstum hluta. „Vandamálið er þó að hluta tengt málsmeðferð Færni- og heilsumatsnefndar fyrir hvíldarinnlögnum, þar sem fólk getur auðveldlega verið platað til að sækja um varanlega búsetu,“ segir Eiríkur. Nefnir hann álit Umboðsmanns Alþingis í máli Erling frá árinu 2018. Þar hafi verið bent á þessa annmarka. Í álitinu segir að með áherslu á mikilvægi sjálfsákvörðunarréttar fatlaðs fólks samkvæmt alþjóðasamningum hafi nefndinni borið að tryggja að fyrir lægi hvað bjó að baki umsókn Erling á Hömrum. Mosfellsbæ hafi borið að skrá samskipti nefndarinnar og Erling í aðdraganda ákvörðunar um að senda inn umsókn og endurnýja hana. Meðferð nefndarinnar hafi ekki samrýmst stjórnsýslulögum. „Ég kem því á framfæri við framangreind stjórnvöld að þau geri viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að framvegis verði gætt að þessum atriðum,“ segir í áliti Umboðsmanns. „Það hefur hins vegar ekkert breyst,“ segir Eiríkur. Ógreidd dvalargjöld Erling er lamaður eftir vélhjólaslys og með MS taugahrörnunarsjúkdóminn. Hann dvaldi á hjúkrunarheimilinu Hömrum til ársins 2020 þegar hann vann dómsmál gegn Mosfellsbæ um að fá NPA þjónustu. Sagðist hann aldrei hafa samþykkt langtímavistun og líkti vistinni við varðhald. Hamrar hafa hins vegar krafið Erling um ógreidd dvalargjöld og hljóðar nýjasta rukkunin upp á tæplega milljón krónur eins og Vísir greindi frá í gær. Í heildina hafa Hamrar rukkað Erling um hátt í þriðju milljón króna. Flóki Ásgeirsson, lögmaður Erling, telur málið snúið enda eigi eftir að skera úr um bótaábyrgð Mosfellsbæjar. Erfitt sé fyrir Erling að verja sig þar sem heilsu hans og getu til að tjá sig versnar sífellt. --------- Uppfært: Eins og greint var frá síðar í dag var um mistök ráðgjafa að ræða þegar Mosfellsbær leitaðist eftir að Erling færi aftur í varanlega búsetu á hjúkrunarheimili. Beðist var afsökunar á þessu og málið leyst í góðu. Mosfellsbær Málefni fatlaðs fólks Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Það hlustar enginn á fatlaðan mann Allt breyttist eftir mótorhjólaslysið. 2. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Enginn geti tekið að sér verkefni reynsluboltanna sem var sagt upp Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Sjá meira
Eiríkur Smith, réttargæslumaður Erling, segir að Mosfellsbær hafi leitast eftir þessu á þriðjudag. Það var eftir að Erling hafði óskaði eftir að komast í nokkurra vikna hvíldarinnlögn. Sjúkratryggingar Íslands niðurgreiða dvalargjöld á hjúkrunarheimilum en sveitarfélög greiða NPA samninga að stærstum hluta. „Vandamálið er þó að hluta tengt málsmeðferð Færni- og heilsumatsnefndar fyrir hvíldarinnlögnum, þar sem fólk getur auðveldlega verið platað til að sækja um varanlega búsetu,“ segir Eiríkur. Nefnir hann álit Umboðsmanns Alþingis í máli Erling frá árinu 2018. Þar hafi verið bent á þessa annmarka. Í álitinu segir að með áherslu á mikilvægi sjálfsákvörðunarréttar fatlaðs fólks samkvæmt alþjóðasamningum hafi nefndinni borið að tryggja að fyrir lægi hvað bjó að baki umsókn Erling á Hömrum. Mosfellsbæ hafi borið að skrá samskipti nefndarinnar og Erling í aðdraganda ákvörðunar um að senda inn umsókn og endurnýja hana. Meðferð nefndarinnar hafi ekki samrýmst stjórnsýslulögum. „Ég kem því á framfæri við framangreind stjórnvöld að þau geri viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að framvegis verði gætt að þessum atriðum,“ segir í áliti Umboðsmanns. „Það hefur hins vegar ekkert breyst,“ segir Eiríkur. Ógreidd dvalargjöld Erling er lamaður eftir vélhjólaslys og með MS taugahrörnunarsjúkdóminn. Hann dvaldi á hjúkrunarheimilinu Hömrum til ársins 2020 þegar hann vann dómsmál gegn Mosfellsbæ um að fá NPA þjónustu. Sagðist hann aldrei hafa samþykkt langtímavistun og líkti vistinni við varðhald. Hamrar hafa hins vegar krafið Erling um ógreidd dvalargjöld og hljóðar nýjasta rukkunin upp á tæplega milljón krónur eins og Vísir greindi frá í gær. Í heildina hafa Hamrar rukkað Erling um hátt í þriðju milljón króna. Flóki Ásgeirsson, lögmaður Erling, telur málið snúið enda eigi eftir að skera úr um bótaábyrgð Mosfellsbæjar. Erfitt sé fyrir Erling að verja sig þar sem heilsu hans og getu til að tjá sig versnar sífellt. --------- Uppfært: Eins og greint var frá síðar í dag var um mistök ráðgjafa að ræða þegar Mosfellsbær leitaðist eftir að Erling færi aftur í varanlega búsetu á hjúkrunarheimili. Beðist var afsökunar á þessu og málið leyst í góðu.
Mosfellsbær Málefni fatlaðs fólks Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Það hlustar enginn á fatlaðan mann Allt breyttist eftir mótorhjólaslysið. 2. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Enginn geti tekið að sér verkefni reynsluboltanna sem var sagt upp Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Sjá meira