Lefty þögull sem gröfin um samrunann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júní 2023 13:00 Phil Mickelson er einn þeirra kylfinga sem þáði gylliboð Sádanna um að taka þátt á LIV-mótaröðinni. Hún heyrir núna væntanlega sögunni til. getty/Rob Carr Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson hefur ekkert viljað tjá sig um samrunann stóra í golfheiminum. Um fátt annað hefur verið rætt í golfheiminum en samruna PGA-mótaraðarinnar og DP-heimsmótaraðarinnar við Þjóðarsjóð Sádi-Arabíu (PIF) sem setti á laggirnar sína eigin golfmótaröð til höfuðs PGA í fyrra og síðan þá hafa þær eldað grátt silfur saman. LIV-mótaröðin lokkaði til sín margar af skærustu stjörnum golfheimsins, þar á meðal Mickelson. Síðan hann gekk til liðs við LIV hefur hann verið ötull talsmaður mótaraðarinnar. Daginn sem tilkynnt var um samrunann birti Mickelson færslu á Twitter þar sem hann sagði daginn vera stórkostlegan. En síðan hefur ekkert heyrst í honum varðandi samrunann. Awesome day today https://t.co/qUwVJiydym— Phil Mickelson (@PhilMickelson) June 6, 2023 Mickelson hefur leik á sínu 32. Opna bandaríska meistaramóti í dag. Fyrir það var hann skiljanlega spurður út í samrunann en vildi lítið segja. „Ég tala glaður við ykkur síðar. Ég vil bara ekki eyða orku í þetta núna í byrjun vikunnar,“ sagði Mickelson. „Við höfðum talað um að gera eitthvað en ég vil helst ekki gera það í þessari viku. Ekkert er á döfinni á næstu dögum.“ Enn liggur ekki fyrir hvað verður um LIV-mótaröðina, hvort hún leggist af eða sameinist PGA-mótaröðinni. Mickelson er fyrirliði HyFlyers, eins af tólf liðum á LIV. Hann átti fjórðungshlut í því eins og aðrir fyrirliðar liðanna á LIV. Golf Opna bandaríska LIV-mótaröðin Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Um fátt annað hefur verið rætt í golfheiminum en samruna PGA-mótaraðarinnar og DP-heimsmótaraðarinnar við Þjóðarsjóð Sádi-Arabíu (PIF) sem setti á laggirnar sína eigin golfmótaröð til höfuðs PGA í fyrra og síðan þá hafa þær eldað grátt silfur saman. LIV-mótaröðin lokkaði til sín margar af skærustu stjörnum golfheimsins, þar á meðal Mickelson. Síðan hann gekk til liðs við LIV hefur hann verið ötull talsmaður mótaraðarinnar. Daginn sem tilkynnt var um samrunann birti Mickelson færslu á Twitter þar sem hann sagði daginn vera stórkostlegan. En síðan hefur ekkert heyrst í honum varðandi samrunann. Awesome day today https://t.co/qUwVJiydym— Phil Mickelson (@PhilMickelson) June 6, 2023 Mickelson hefur leik á sínu 32. Opna bandaríska meistaramóti í dag. Fyrir það var hann skiljanlega spurður út í samrunann en vildi lítið segja. „Ég tala glaður við ykkur síðar. Ég vil bara ekki eyða orku í þetta núna í byrjun vikunnar,“ sagði Mickelson. „Við höfðum talað um að gera eitthvað en ég vil helst ekki gera það í þessari viku. Ekkert er á döfinni á næstu dögum.“ Enn liggur ekki fyrir hvað verður um LIV-mótaröðina, hvort hún leggist af eða sameinist PGA-mótaröðinni. Mickelson er fyrirliði HyFlyers, eins af tólf liðum á LIV. Hann átti fjórðungshlut í því eins og aðrir fyrirliðar liðanna á LIV.
Golf Opna bandaríska LIV-mótaröðin Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira