Segir svör Bjarna yfirgengilega ósvífin og ófullnægjandi Jakob Bjarnar skrifar 14. júní 2023 15:21 Bjarni hefur nú svarað spurningum Skúla Magnússonar umboðsmanns Alþingis um hæfi og fleira, við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til Hafsilfurs ehf., og ráðuneytið afhent gögn. Björn Leví segir fjármálaráðherra koma sé hjá því að svara nokkru um aðalatriði máls. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur nú sent frá sér svör við spurningum um hæfi til Umboðsmanns alþingis. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir ekki standa stein yfir steini í svörum Bjarna. Alveg lygilegt að Bjarni haldi að hann komist upp með þetta,“ segir Björn Leví í samtali við Vísi en hann hefur lesið svörin. Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, óskaði eftir skýringum frá fjármálaráðherra í ljósi þess að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, var meðal kaupenda þegar 22,5 prósenta hluti ríkisins í Íslandsbanka var seldur í fyrra. Skýringarnar voru að mati umboðsmanns ófullnægjandi en þær snúa að hæfi ráðherrans. Hann óskaði því eftir frekari skýringum og birti í gær svörin og lét það fylgja sögunni að framhald málsins sé nú til skoðunar hjá umboðsmanni. „Umboðsmaður hefur verið með álitamál um hæfi ráðherra, vegna kaupa einkahlutafélags föður hans á hlut í bankanum, til skoðunar. Í maí var óskað eftir frekari skýringum á ýmsum atriðum og beðið um öll þau gögn sem fyrir lágu um samskipti við Bankasýslu ríkisins frá því að söluferlið hófst þar til úthlutun hlutabréfa lauk, m.a. tölvupóstsamskiptum, minnisblöðum og símtölum.“ Björn Leví hefur lúslesið svör Bjarna og segir þau brandara. Og það þurfi til að koma mikil meðvirkni, þá meðal annarra þeirra sem Bjarni er í stjórnarsamstarfi við, til að kaupa það að svörin megi teljast greinargóð eða fullnægjandi. Því það eru þau ekki. „Nei. Eða, þau eru greinargóð út frá því þrönga sjónarhorni sem hann gefur sér. En hann getur bara ekki hunsað það að hann átti að vita þetta. Við erum með lög um skráningu á raunverulegum eigendum. Að pabbi hans geti keypt í ríkisbanka án þessa að nokkur viti það er sturlað,“ segir Björn Leví. Hann telur algerlega úr vegi sú afsökun til dæmis að ekki hafi verið nægur tími til að kanna bakgrunn kaupenda. Sér í lagi þegar þeir sem seldu nýttu ekki einu sinni þann tíma sem umboðsferlið segir til um. Sem eru tveir sólarhingar. Björn Leví segir ekki standa stein yfir steini í svörum Bjarna sem reyni koma sér hjá því að svara því sem máli skiptir, öllu er varðar reglur um hæfi.vísir/vilhelm „Þarna stendur ekki steinn yfir steini. Það þarf ekki að skoða þetta mikið til að sjá það og almenn skynsemi er hengd við þetta. Fjármálaráðherra seldi pabba sínum hlut í ríkisbanka. Og það þarf útskýringar á því að það geti fræðilega gerst með einhverjum þeim hætti að sé ásættanlegt. Og það er óralangt frá því að þau skilyrði séu uppfyllt.“ Björn bendir á að ekki sé um að ræða opið og almennt útboð heldur með lokuðu fyrirkomulagi. Þá verði að taka tillit til allra vanhæfisástæðna. „Það er merkilegt að hinir stjórnarflokkarnir séu ekki búnir að gera neitt í þessu,“ segir Björn Leví pirraður. Því þetta sé borðleggjandi þegar allt kemur til alls. „Ég veit ekki hvernig þau ætla að halda því til streitu að þetta sé ekki alvarlegt mál. Sjálfsagt reyna þau að hunsa þetta eins lengi og hægt er, vonast til þess að það komi ekki nægjanlega afgerandi skýr texti frá umboðsmanni sem segir kristalskýrt og tyggur ofan í þau að þetta sé ekki ásættanlegt.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Íslandsbanki Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Alveg lygilegt að Bjarni haldi að hann komist upp með þetta,“ segir Björn Leví í samtali við Vísi en hann hefur lesið svörin. Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, óskaði eftir skýringum frá fjármálaráðherra í ljósi þess að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, var meðal kaupenda þegar 22,5 prósenta hluti ríkisins í Íslandsbanka var seldur í fyrra. Skýringarnar voru að mati umboðsmanns ófullnægjandi en þær snúa að hæfi ráðherrans. Hann óskaði því eftir frekari skýringum og birti í gær svörin og lét það fylgja sögunni að framhald málsins sé nú til skoðunar hjá umboðsmanni. „Umboðsmaður hefur verið með álitamál um hæfi ráðherra, vegna kaupa einkahlutafélags föður hans á hlut í bankanum, til skoðunar. Í maí var óskað eftir frekari skýringum á ýmsum atriðum og beðið um öll þau gögn sem fyrir lágu um samskipti við Bankasýslu ríkisins frá því að söluferlið hófst þar til úthlutun hlutabréfa lauk, m.a. tölvupóstsamskiptum, minnisblöðum og símtölum.“ Björn Leví hefur lúslesið svör Bjarna og segir þau brandara. Og það þurfi til að koma mikil meðvirkni, þá meðal annarra þeirra sem Bjarni er í stjórnarsamstarfi við, til að kaupa það að svörin megi teljast greinargóð eða fullnægjandi. Því það eru þau ekki. „Nei. Eða, þau eru greinargóð út frá því þrönga sjónarhorni sem hann gefur sér. En hann getur bara ekki hunsað það að hann átti að vita þetta. Við erum með lög um skráningu á raunverulegum eigendum. Að pabbi hans geti keypt í ríkisbanka án þessa að nokkur viti það er sturlað,“ segir Björn Leví. Hann telur algerlega úr vegi sú afsökun til dæmis að ekki hafi verið nægur tími til að kanna bakgrunn kaupenda. Sér í lagi þegar þeir sem seldu nýttu ekki einu sinni þann tíma sem umboðsferlið segir til um. Sem eru tveir sólarhingar. Björn Leví segir ekki standa stein yfir steini í svörum Bjarna sem reyni koma sér hjá því að svara því sem máli skiptir, öllu er varðar reglur um hæfi.vísir/vilhelm „Þarna stendur ekki steinn yfir steini. Það þarf ekki að skoða þetta mikið til að sjá það og almenn skynsemi er hengd við þetta. Fjármálaráðherra seldi pabba sínum hlut í ríkisbanka. Og það þarf útskýringar á því að það geti fræðilega gerst með einhverjum þeim hætti að sé ásættanlegt. Og það er óralangt frá því að þau skilyrði séu uppfyllt.“ Björn bendir á að ekki sé um að ræða opið og almennt útboð heldur með lokuðu fyrirkomulagi. Þá verði að taka tillit til allra vanhæfisástæðna. „Það er merkilegt að hinir stjórnarflokkarnir séu ekki búnir að gera neitt í þessu,“ segir Björn Leví pirraður. Því þetta sé borðleggjandi þegar allt kemur til alls. „Ég veit ekki hvernig þau ætla að halda því til streitu að þetta sé ekki alvarlegt mál. Sjálfsagt reyna þau að hunsa þetta eins lengi og hægt er, vonast til þess að það komi ekki nægjanlega afgerandi skýr texti frá umboðsmanni sem segir kristalskýrt og tyggur ofan í þau að þetta sé ekki ásættanlegt.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Íslandsbanki Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira