Fagmennska Landsvirkjunar við eyðingu Íslenskrar náttúru Jón Árni Vignisson skrifar 13. júní 2023 07:01 Hugtakið „Revolving Door“ á við það þegar fólk fer úr starfi í opinbera geiranum sem er ráðgefandi og/eða annast eftirlit, yfir í starf í einkageiranum sem aðilinn ráðlagði áður eða hafði eftirlit með. T.d. stjórnmálamaður sem fer yfir í það að vinna sem hagsmunagæsluvörður fyrir mengandi iðnað, og reynir í gegnum starf sitt að hafa áhrif á lög og reglur um hag iðnaðarins. Annað dæmi væri ef forstjóri ráðgefandi vísindastofnunar færi að vinna hjá stórfyrirtæki sem er bundið af ráðgöf þeirrar vísindastofnunar. Þetta er þekkt aðferð hjá stóriðnaði sem vill fá sitt í gegn, sama hvað það kostar. Því miður eru svona dæmi til í íslensku samfélagi. Forseti Alþingis fór að vinna sem hagsmunagæsluvörður fyrir sjókvíaeldisiðnaðinn. Forstjóri Hafrannsóknarstofnunar er orðin starfsmaður Landsvirkjunar. Náttúran er það dýrmætasta sem við Íslendingar eigum. Náttúran hefur alltaf verið hér og það er skylda okkar allra að gæta hennar. Í fjölda ára hefur verið reynt að hafa áhrif á undirbúning Hvammsvirkjunar af hálfu Veiðifélags Þjórsár, náttúruverndarsamtaka o.fl í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að óvandaðar lausnir Landsvirkjunar verði framkvæmdar. Mikið hefur verið skrifað undanfarnar vikur um málið og ekki er skortur á viðvörunarbjöllum. Framkvæmdin getur stórskaðað villta laxastofna og lífríki Þjórsár. Það virðist vera sú niðurstaða sem sérfræðingar og aðrir sem hafa áhuga á málinu komast að, nema auðvitað þeir sérfræðingar sem starfa hjá Landsvirkjun eða fyrir Landsvirkjun. Núna í vikunni munu sveitarstjórnir Rangárþings Ytra og Skeiða og Gnúpverjahrepps líklega veita framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Framkvæmdaleyfið er ekki gefið út af þeirri ástæðu að öll kurl séu komin til grafar, en lög gera ráð fyrir að svo sé við útgáfu framkvæmdaleyfis. Það er gefið út til að þóknast Landsvirkjun, með léttvægum fyrirvörum Fiskistofu og sveitarstjórna. Landsvirkjun hefur gert lítið úr varnaðarorðum og byggt rök sín á áliti fyrrverandi forstjóra Hafrannsóknarstofnunar. Fyrrnefndur forstjóri Hafrannsóknarstofnunnar hefur í öllu undirbúningsferli Hvammsvirkjunar, umhverfismati meðtöldu, stýrt stofnun sem gefið hefur álit og birt niðurstöður um Hvammsvirkjun sem eru hliðhollar Landvirkjun. Á sama tíma hafa aðrir sérfræðingar, hlutlausir og alvanir að fást við verkefni eins og Hvammsvirkjun, komist að þveröfugum niðurstöðum, þ.e. að Hvammsvirkjun muni valda mjög alvarlegum skaða á laxastofni og lífríki Þjórsár. Svo miklum skaða, að ekki sé réttlætanlegt að ráðast í framkvæmdina. Það er því pínlegt þegar viðkomandi er allt í einu ekki lengur starfsmaður Hafrannsóknarstofnunnar, heldur Landsvirkjunar. Þegar framkvæma á í stórum stíl á kostnað náttúrunnar þarf að hafa fólk með sér í liði sem getur greitt leið stórfyrirtækja. Þá er gott að notast við „Revolving Door“ aðferðina, og það er einmitt það sem er að eiga sér stað með leyfisveitingu fyrir Hvammsvirkjun. Höfundur er stjórnarmaður í Veiðifélagi Þjórsár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Umhverfismál Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Hugtakið „Revolving Door“ á við það þegar fólk fer úr starfi í opinbera geiranum sem er ráðgefandi og/eða annast eftirlit, yfir í starf í einkageiranum sem aðilinn ráðlagði áður eða hafði eftirlit með. T.d. stjórnmálamaður sem fer yfir í það að vinna sem hagsmunagæsluvörður fyrir mengandi iðnað, og reynir í gegnum starf sitt að hafa áhrif á lög og reglur um hag iðnaðarins. Annað dæmi væri ef forstjóri ráðgefandi vísindastofnunar færi að vinna hjá stórfyrirtæki sem er bundið af ráðgöf þeirrar vísindastofnunar. Þetta er þekkt aðferð hjá stóriðnaði sem vill fá sitt í gegn, sama hvað það kostar. Því miður eru svona dæmi til í íslensku samfélagi. Forseti Alþingis fór að vinna sem hagsmunagæsluvörður fyrir sjókvíaeldisiðnaðinn. Forstjóri Hafrannsóknarstofnunar er orðin starfsmaður Landsvirkjunar. Náttúran er það dýrmætasta sem við Íslendingar eigum. Náttúran hefur alltaf verið hér og það er skylda okkar allra að gæta hennar. Í fjölda ára hefur verið reynt að hafa áhrif á undirbúning Hvammsvirkjunar af hálfu Veiðifélags Þjórsár, náttúruverndarsamtaka o.fl í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að óvandaðar lausnir Landsvirkjunar verði framkvæmdar. Mikið hefur verið skrifað undanfarnar vikur um málið og ekki er skortur á viðvörunarbjöllum. Framkvæmdin getur stórskaðað villta laxastofna og lífríki Þjórsár. Það virðist vera sú niðurstaða sem sérfræðingar og aðrir sem hafa áhuga á málinu komast að, nema auðvitað þeir sérfræðingar sem starfa hjá Landsvirkjun eða fyrir Landsvirkjun. Núna í vikunni munu sveitarstjórnir Rangárþings Ytra og Skeiða og Gnúpverjahrepps líklega veita framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Framkvæmdaleyfið er ekki gefið út af þeirri ástæðu að öll kurl séu komin til grafar, en lög gera ráð fyrir að svo sé við útgáfu framkvæmdaleyfis. Það er gefið út til að þóknast Landsvirkjun, með léttvægum fyrirvörum Fiskistofu og sveitarstjórna. Landsvirkjun hefur gert lítið úr varnaðarorðum og byggt rök sín á áliti fyrrverandi forstjóra Hafrannsóknarstofnunar. Fyrrnefndur forstjóri Hafrannsóknarstofnunnar hefur í öllu undirbúningsferli Hvammsvirkjunar, umhverfismati meðtöldu, stýrt stofnun sem gefið hefur álit og birt niðurstöður um Hvammsvirkjun sem eru hliðhollar Landvirkjun. Á sama tíma hafa aðrir sérfræðingar, hlutlausir og alvanir að fást við verkefni eins og Hvammsvirkjun, komist að þveröfugum niðurstöðum, þ.e. að Hvammsvirkjun muni valda mjög alvarlegum skaða á laxastofni og lífríki Þjórsár. Svo miklum skaða, að ekki sé réttlætanlegt að ráðast í framkvæmdina. Það er því pínlegt þegar viðkomandi er allt í einu ekki lengur starfsmaður Hafrannsóknarstofnunnar, heldur Landsvirkjunar. Þegar framkvæma á í stórum stíl á kostnað náttúrunnar þarf að hafa fólk með sér í liði sem getur greitt leið stórfyrirtækja. Þá er gott að notast við „Revolving Door“ aðferðina, og það er einmitt það sem er að eiga sér stað með leyfisveitingu fyrir Hvammsvirkjun. Höfundur er stjórnarmaður í Veiðifélagi Þjórsár.
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun