Myndband: Bardagi Mayweather og barnabarns mafíósans Gotti endaði með hópslagsmálum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2023 07:01 Það varð allt vitlaust. Getty Images/Skjáskot Hnefaleikakappinn fyrrverandi Floyd Mayweather og John Gotti III mættust í sýningarbardaga um helgina sem fór algjörlega úr böndunum. Gotti III er barnabarn John Joseph Gotti Jr., alræmds mafíósa frá New York í Bandaríkjunum. Mayweather er einn frægasti hnefaleikakappi síðari ára en hann lagði hanskana á hilluna árið 2017 eftir að hafa unnið alla 50 bardaga sína á ferlinum. Síðan þá hefur hann keppt við hina ýmsu bardagakappa og samfélagsmiðlastjörnur í svokölluðum sýningarbardögum. Dómarinn Kenny Bayliss stöðvaði bardagann í sjöttu lotu, Gotti III til mikils ama. Hann vék sér síðan að hinum 46 ára gamla Mayweather og lét höggin dynja. Starfslið beggja óð inn í hringinn og réð Bayliss ekkert við mannskapinn. Talið er að um 60 manns hafi tekið þátt í slagsmálunum sem náðu alla leið inn í búningsklefa hnefaleikakappanna. Floyd Mayweather and John Gotti III s exhibition fight erupted into a mass brawl after being called off by the referee due to trash-talking and abusive language pic.twitter.com/viQ2ZPj8ap— Sky Sports Boxing (@SkySportsBoxing) June 12, 2023 Lögregla þurfti að tæma leikvanginn og hótaði að leggja fram ákærur ef fólk myndi ekki koma sér hið snarasta. Eftir bardagann – sem fram fór í FLA Live-leikvanginum í Flórída - birti Mayweather myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann sagði að þetta væri ástæðan fyrir því að hann fengi svona mikið borgað, því hann biði alltaf upp á sýningu. Hinn 30 ára gamli Gotti III er barnabarn hins alræmda John Joseph Gotti Jr. Sá tók yfir Gambino-glæpafjölskyldunni árið 1985 eftir að hafa skipulagt morðið á þáverandi stjóra fjölskyldunnar, Paul Castellano. Box Bandaríkin Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira
Mayweather er einn frægasti hnefaleikakappi síðari ára en hann lagði hanskana á hilluna árið 2017 eftir að hafa unnið alla 50 bardaga sína á ferlinum. Síðan þá hefur hann keppt við hina ýmsu bardagakappa og samfélagsmiðlastjörnur í svokölluðum sýningarbardögum. Dómarinn Kenny Bayliss stöðvaði bardagann í sjöttu lotu, Gotti III til mikils ama. Hann vék sér síðan að hinum 46 ára gamla Mayweather og lét höggin dynja. Starfslið beggja óð inn í hringinn og réð Bayliss ekkert við mannskapinn. Talið er að um 60 manns hafi tekið þátt í slagsmálunum sem náðu alla leið inn í búningsklefa hnefaleikakappanna. Floyd Mayweather and John Gotti III s exhibition fight erupted into a mass brawl after being called off by the referee due to trash-talking and abusive language pic.twitter.com/viQ2ZPj8ap— Sky Sports Boxing (@SkySportsBoxing) June 12, 2023 Lögregla þurfti að tæma leikvanginn og hótaði að leggja fram ákærur ef fólk myndi ekki koma sér hið snarasta. Eftir bardagann – sem fram fór í FLA Live-leikvanginum í Flórída - birti Mayweather myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann sagði að þetta væri ástæðan fyrir því að hann fengi svona mikið borgað, því hann biði alltaf upp á sýningu. Hinn 30 ára gamli Gotti III er barnabarn hins alræmda John Joseph Gotti Jr. Sá tók yfir Gambino-glæpafjölskyldunni árið 1985 eftir að hafa skipulagt morðið á þáverandi stjóra fjölskyldunnar, Paul Castellano.
Box Bandaríkin Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira