Myndband: Bardagi Mayweather og barnabarns mafíósans Gotti endaði með hópslagsmálum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2023 07:01 Það varð allt vitlaust. Getty Images/Skjáskot Hnefaleikakappinn fyrrverandi Floyd Mayweather og John Gotti III mættust í sýningarbardaga um helgina sem fór algjörlega úr böndunum. Gotti III er barnabarn John Joseph Gotti Jr., alræmds mafíósa frá New York í Bandaríkjunum. Mayweather er einn frægasti hnefaleikakappi síðari ára en hann lagði hanskana á hilluna árið 2017 eftir að hafa unnið alla 50 bardaga sína á ferlinum. Síðan þá hefur hann keppt við hina ýmsu bardagakappa og samfélagsmiðlastjörnur í svokölluðum sýningarbardögum. Dómarinn Kenny Bayliss stöðvaði bardagann í sjöttu lotu, Gotti III til mikils ama. Hann vék sér síðan að hinum 46 ára gamla Mayweather og lét höggin dynja. Starfslið beggja óð inn í hringinn og réð Bayliss ekkert við mannskapinn. Talið er að um 60 manns hafi tekið þátt í slagsmálunum sem náðu alla leið inn í búningsklefa hnefaleikakappanna. Floyd Mayweather and John Gotti III s exhibition fight erupted into a mass brawl after being called off by the referee due to trash-talking and abusive language pic.twitter.com/viQ2ZPj8ap— Sky Sports Boxing (@SkySportsBoxing) June 12, 2023 Lögregla þurfti að tæma leikvanginn og hótaði að leggja fram ákærur ef fólk myndi ekki koma sér hið snarasta. Eftir bardagann – sem fram fór í FLA Live-leikvanginum í Flórída - birti Mayweather myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann sagði að þetta væri ástæðan fyrir því að hann fengi svona mikið borgað, því hann biði alltaf upp á sýningu. Hinn 30 ára gamli Gotti III er barnabarn hins alræmda John Joseph Gotti Jr. Sá tók yfir Gambino-glæpafjölskyldunni árið 1985 eftir að hafa skipulagt morðið á þáverandi stjóra fjölskyldunnar, Paul Castellano. Box Bandaríkin Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Sjá meira
Mayweather er einn frægasti hnefaleikakappi síðari ára en hann lagði hanskana á hilluna árið 2017 eftir að hafa unnið alla 50 bardaga sína á ferlinum. Síðan þá hefur hann keppt við hina ýmsu bardagakappa og samfélagsmiðlastjörnur í svokölluðum sýningarbardögum. Dómarinn Kenny Bayliss stöðvaði bardagann í sjöttu lotu, Gotti III til mikils ama. Hann vék sér síðan að hinum 46 ára gamla Mayweather og lét höggin dynja. Starfslið beggja óð inn í hringinn og réð Bayliss ekkert við mannskapinn. Talið er að um 60 manns hafi tekið þátt í slagsmálunum sem náðu alla leið inn í búningsklefa hnefaleikakappanna. Floyd Mayweather and John Gotti III s exhibition fight erupted into a mass brawl after being called off by the referee due to trash-talking and abusive language pic.twitter.com/viQ2ZPj8ap— Sky Sports Boxing (@SkySportsBoxing) June 12, 2023 Lögregla þurfti að tæma leikvanginn og hótaði að leggja fram ákærur ef fólk myndi ekki koma sér hið snarasta. Eftir bardagann – sem fram fór í FLA Live-leikvanginum í Flórída - birti Mayweather myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann sagði að þetta væri ástæðan fyrir því að hann fengi svona mikið borgað, því hann biði alltaf upp á sýningu. Hinn 30 ára gamli Gotti III er barnabarn hins alræmda John Joseph Gotti Jr. Sá tók yfir Gambino-glæpafjölskyldunni árið 1985 eftir að hafa skipulagt morðið á þáverandi stjóra fjölskyldunnar, Paul Castellano.
Box Bandaríkin Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Sjá meira