Tengslin við Alfreð Finnboga komu Friðriki að hjá Nottingham Forest Stefán Árni Pálsson skrifar 13. júní 2023 08:31 Friðrik var úti í ellefu vikur hjá Nottingham Forest. Hann var aðeins í fríi í sjö daga. Vísir/sigurjón Hann fékk starf í ensku úrvalsdeildinni á þessu ári og hjálpaði Nottingham Forest að halda sæti sínu í vinsælustu deild heims. Friðrik Ellert Jónsson er nú kominn heim eftir skemmtilegar vikur við frábærar aðstæður. Friðrik er einn af okkar færustu sjúkraþjálfurum sem hefur áður unnið fyrir íslenska landsliðið og nú síðast Stjörnuna hér á landi. Í mars var Friðrik ráðinn til enska félagsins sem var lengi vel í mikilli fallbaráttu en liðið hafnaði í 16. sæti deildarinnar og verður þar af leiðandi áfram í deild þeirra bestu. „Þetta var stórt tækifæri og gaman að vera í stærstu deild í heimi og bara einstakt tækifæri að fá að vera í kringum svona stórt lið og svona flotta umgjörð,“ segir Friðrik í kvöldfréttum Stöðvar 2 og heldur áfram. „Leikmennirnir sjálfir eru ekkert öðruvísi en okkar strákar sem við eigum hérna heima. Þetta eru allt yndislegir gaurar og líta ekkert of stórt á sig eða neitt svoleiðis. En vissulega finnur maður fyrir stærðinni og pressunni frá þjálfarateymi að leikmenn eiga að vera klárir. Og svo þegar þú mætir á völlinn þá er allt gríðarlega stórt í kringum alla þessa leiki. Sviðið getur ekki verið stærra í heiminum en þetta.“ Hann segir að félagið hafi beðið hann um að koma til liðsins vegna mikilla meiðsla á leikmönnum liðsins. Þegar Frikki mætti út voru tólf leikmenn meiddir. Sömu eigendur „Þeir vildu að ég myndi semja í eitt til tvö ár en fyrst þeir samþykktu að semja í aðeins þrjá mánuði, og að ég myndi bara klára tímabilið, þá gekk þetta. Geggjað tækifæri fyrir mig,“ segir Friðrik sem starfar sem sjúkraþjálfari í Kringlunni hjá Sjúkraþjálfun Íslands. Á þeim ellefu vikum sem hann var úti fékk hann aðeins sjö daga í frí og var vinnan því gríðarlega mikil. Hann ætlar ekki að semja við félagið á nýjan leik en útilokar ekki að fara aftur út í nokkrar vikur. Friðrik segir að það hafi í raun verið samband hans við Alfreð Finnbogason sem skilaði honum starfinu hjá Forest. „Þegar ég hitti á Alfreð Finnbogason úti þegar hann var hjá Olympiacos þá skoðaði ég ákveðinn leikmann hjá þeim aukalega. Þeir voru ofboðslega ánægðir með hvað ég fann út varðandi hann. Þannig að yfirsjúkraþjálfarinn hjá félaginu vildi strax fá mig í vinnu. Það eru sömu eigendur af Nottingham Forest og Olympiacos og það er í rauninni þessi sjúkraþjálfari sem bendir þeim á að fá mig til sín,“ sagði Friðrik Ellert að lokum. Sjá má viðtalið í frétt Stöðvar 2 í spilaranum hér að ofan. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Sjá meira
Friðrik Ellert Jónsson er nú kominn heim eftir skemmtilegar vikur við frábærar aðstæður. Friðrik er einn af okkar færustu sjúkraþjálfurum sem hefur áður unnið fyrir íslenska landsliðið og nú síðast Stjörnuna hér á landi. Í mars var Friðrik ráðinn til enska félagsins sem var lengi vel í mikilli fallbaráttu en liðið hafnaði í 16. sæti deildarinnar og verður þar af leiðandi áfram í deild þeirra bestu. „Þetta var stórt tækifæri og gaman að vera í stærstu deild í heimi og bara einstakt tækifæri að fá að vera í kringum svona stórt lið og svona flotta umgjörð,“ segir Friðrik í kvöldfréttum Stöðvar 2 og heldur áfram. „Leikmennirnir sjálfir eru ekkert öðruvísi en okkar strákar sem við eigum hérna heima. Þetta eru allt yndislegir gaurar og líta ekkert of stórt á sig eða neitt svoleiðis. En vissulega finnur maður fyrir stærðinni og pressunni frá þjálfarateymi að leikmenn eiga að vera klárir. Og svo þegar þú mætir á völlinn þá er allt gríðarlega stórt í kringum alla þessa leiki. Sviðið getur ekki verið stærra í heiminum en þetta.“ Hann segir að félagið hafi beðið hann um að koma til liðsins vegna mikilla meiðsla á leikmönnum liðsins. Þegar Frikki mætti út voru tólf leikmenn meiddir. Sömu eigendur „Þeir vildu að ég myndi semja í eitt til tvö ár en fyrst þeir samþykktu að semja í aðeins þrjá mánuði, og að ég myndi bara klára tímabilið, þá gekk þetta. Geggjað tækifæri fyrir mig,“ segir Friðrik sem starfar sem sjúkraþjálfari í Kringlunni hjá Sjúkraþjálfun Íslands. Á þeim ellefu vikum sem hann var úti fékk hann aðeins sjö daga í frí og var vinnan því gríðarlega mikil. Hann ætlar ekki að semja við félagið á nýjan leik en útilokar ekki að fara aftur út í nokkrar vikur. Friðrik segir að það hafi í raun verið samband hans við Alfreð Finnbogason sem skilaði honum starfinu hjá Forest. „Þegar ég hitti á Alfreð Finnbogason úti þegar hann var hjá Olympiacos þá skoðaði ég ákveðinn leikmann hjá þeim aukalega. Þeir voru ofboðslega ánægðir með hvað ég fann út varðandi hann. Þannig að yfirsjúkraþjálfarinn hjá félaginu vildi strax fá mig í vinnu. Það eru sömu eigendur af Nottingham Forest og Olympiacos og það er í rauninni þessi sjúkraþjálfari sem bendir þeim á að fá mig til sín,“ sagði Friðrik Ellert að lokum. Sjá má viðtalið í frétt Stöðvar 2 í spilaranum hér að ofan.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Sjá meira