„Ég vil ekki segja að ég sé sá besti“ Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2023 15:31 Novak Djokovic með bikarinn eftir að hafa unnið sitt 23. risamót á ferlinum, sem er met. EPA-EFE/MOHAMMED BADRA Serbinn Novak Djokovic segir að aðrir verði að dæma um það hvort að hann sé merkasti tennisspilari allra tíma. Staðreyndin er þó að minnsta kosti sú að enginn hefur unnið eins mörg risamót í tennis karla. Djokovic, sem er 36 ára gamall, vann Opna franska mótið á sunnudag þar sem hann hafði betur gegn Norðmanninum Casper Ruud í úrslitaleik. Þar með hefur hann unnið 23 risamót, einn karla, og er jafnframt sá eini sem unnið hefur risamótin fjögur að minnsta kosti þrisvar sinnum hvert. Hann sló metið sem hann deildi með Spánverjanum Rafael Nadal. HISTORY #RolandGarros pic.twitter.com/5d4r8keSE6— Roland-Garros (@rolandgarros) June 11, 2023 Djokovic hefur nú unnið jafnmörg risamót og Serena Williams og er einum titli frá því að jafna met Margaret Court, sem hann gæti náð að gera á Wimbledon-mótinu í næsta mánuði. „Ég vil ekki taka þátt í þessum umræðum. Ég er að skrifa mína eigin sögu,“ sagði Djokovic eftir sigurinn í gær, þegar hann var spurður út í það hvort að hann væri orðinn sá besti í sögunni. „Ég vil ekki segja að ég sé sá besti. Ég eftirlæt öðrum þær umræður,“ sagði Djokovic. Í fyrsta sinn í tvo áratugi Djokovic hefur helst glímt við þá Rafael Nadal og Roger Federer í gegnum árin en Federer lagði spaðann á hilluna í fyrra, eftir að hafa unnið tuttugu risatitla. Nadal er svo kominn niður fyrir 100. sæti á heimslistanum, í fyrsta sinn síðan árið 2003 þegar hann var aðeins 16 ára gamall. Nadal hefur glímt við langvinn meiðsli sem komu í veg fyrir að þessi 37 ára Spánverji gæti varið titilinn sinn á Opna franska mótinu í ár. Nadal er nú númer 136 á heimslistanum. Tennis Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Galin mistök kostuðu Bears væntanlega leikinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Sjá meira
Djokovic, sem er 36 ára gamall, vann Opna franska mótið á sunnudag þar sem hann hafði betur gegn Norðmanninum Casper Ruud í úrslitaleik. Þar með hefur hann unnið 23 risamót, einn karla, og er jafnframt sá eini sem unnið hefur risamótin fjögur að minnsta kosti þrisvar sinnum hvert. Hann sló metið sem hann deildi með Spánverjanum Rafael Nadal. HISTORY #RolandGarros pic.twitter.com/5d4r8keSE6— Roland-Garros (@rolandgarros) June 11, 2023 Djokovic hefur nú unnið jafnmörg risamót og Serena Williams og er einum titli frá því að jafna met Margaret Court, sem hann gæti náð að gera á Wimbledon-mótinu í næsta mánuði. „Ég vil ekki taka þátt í þessum umræðum. Ég er að skrifa mína eigin sögu,“ sagði Djokovic eftir sigurinn í gær, þegar hann var spurður út í það hvort að hann væri orðinn sá besti í sögunni. „Ég vil ekki segja að ég sé sá besti. Ég eftirlæt öðrum þær umræður,“ sagði Djokovic. Í fyrsta sinn í tvo áratugi Djokovic hefur helst glímt við þá Rafael Nadal og Roger Federer í gegnum árin en Federer lagði spaðann á hilluna í fyrra, eftir að hafa unnið tuttugu risatitla. Nadal er svo kominn niður fyrir 100. sæti á heimslistanum, í fyrsta sinn síðan árið 2003 þegar hann var aðeins 16 ára gamall. Nadal hefur glímt við langvinn meiðsli sem komu í veg fyrir að þessi 37 ára Spánverji gæti varið titilinn sinn á Opna franska mótinu í ár. Nadal er nú númer 136 á heimslistanum.
Tennis Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Galin mistök kostuðu Bears væntanlega leikinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Sjá meira