Ræðukóngurinn ekki þekktur fyrir málgleði utan þingsalarins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. júní 2023 13:13 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, varði samtals um 32 klukkustundum í ræðuhöld á Alþingi og hélt 293 ræður á nýafstöðnu þingi. Hann talaði manna mest. Vísir/Vilhelm Ræðukóngur liðins þingvetrar segir það ekki vera sérstakt markmið að tala sem mest í ræðupúlti Alþingis. Það hafi einfaldlega verið svo oft sem tilefni hafi verið til þess að taka til máls. Aðeins eitt þingmannamál stjórnarandstöðunnar var samþykkt á þessu 153. löggjafarþingi. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, varði samtals um 32 klukkustundum í ræðuhöld á Alþingi og hélt 293 ræður á nýafstöðnu þingi. Þessi samantekt eftir þingveturinn virtist koma honum eilítið á óvart. „Oh, þetta er nú ekki sjálfstætt markmið hjá mér, þetta bara einhvern veginn gerist. Fólk sem þekkir mig dagsdaglega myndi ekki giska á að ég myndi enda sem ræðukóngur. Ég er ekki þekktur fyrir að tala endilega neitt rosalega mikið,“ sagði Björn Leví sem svaraði því játandi þegar hann var spurður hvort hann væri frekar hlédrægur þegar hann væri ekki á Alþingi. Þingmenn Pírata verma efstu fjögur sætin á lista yfir þá þingmenn sem vörðu mestum tíma í ræðuhöld á Alþingi en lengsta umræðan var um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra en hún stóð samtals í rúmar 103 klukkustundir og voru þingmenn Pírata þar fremstir í flokki. „Óháð útlendingafrumvarpinu sem skýrir af hverju Píratarnir voru þarna frekar ofarlega þá er þetta svona, ég er ágætlega þekktur fyrir að segja eitthvað ef eitthvað bull er í gangi, þá hef ég mikinn áhuga á að benda á slíkt og með þessa blessuðu ríkisstjórn þá er bara svo mikið sem þarf að benda á að sé ekki alveg í lagi.“ Óhóflegt meirihlutavald liður í lýðræðisþynningu Aðeins eitt frumvarp frá stjórnarandstöðunni var samþykkt á liðnum þingvetri en Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar var framsögumaður frumvarps um að banna svokallaðar bælingarmeðferðir. Samþykkt þingmannamál meirihlutans voru þá síst mörg, annars vegar þingsályktunartillaga Diljár Mistar Einarsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins um hungursneyð í Úkraínu og hins vegar mál forseta Alþingis um ríkisendurskoðanda. Björn Leví segir óhóflegt meirihlutavald vera lið í lýðræðisþynningu. „Mér finnst það frekar óþægilegt einkenni alþingis. Þetta er meirihlutavaldið í hnotskurn eins og það er stundað. Það er hægt að gera þetta öðruvísi en einhvern veginn gefur meirihlutinn sér ekki tíma til að kynna sér þingmannamál stjórnarandstöðu,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Alþingi Píratar Tengdar fréttir Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra lang fyrirferðarmesta málið Alls voru haldnir 123 þingfundir á 153. löggjafarþingi, sem lauk á föstudag. Þingfundadagar voru 105 og stóðu þingfundirnir í samtals 659 og hálfa klukkustund. 12. júní 2023 07:03 Mikilvægt og löngu tímabært skref að banna bælingarmeðferðir Frumvarp sem gerir svokallaðar bælingarmeðferðir refsiverðar var samþykkt með miklum meirihluta á Alþingi í gær. Formaður Samtakanna 78 segir það gríðarlega mikilvægt og löngu tímabært skref. 10. júní 2023 13:37 Fjöldi mála afgreiddur á lokadegi þings fyrir sumarleyfi Sautján mál verða að öllum líkindum að lögum frá Alþingi í dag. Umfangsmesta málið er fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára, frumvarp dómsmálaráðherra um dvalarleyfi útlendinga og frumvarp sem dregur úr launahækkunum æðstu embættismanna. 9. júní 2023 13:30 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Fleiri fréttir Reyna að ráða niðurlögum sinuelds við Apavatn Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, varði samtals um 32 klukkustundum í ræðuhöld á Alþingi og hélt 293 ræður á nýafstöðnu þingi. Þessi samantekt eftir þingveturinn virtist koma honum eilítið á óvart. „Oh, þetta er nú ekki sjálfstætt markmið hjá mér, þetta bara einhvern veginn gerist. Fólk sem þekkir mig dagsdaglega myndi ekki giska á að ég myndi enda sem ræðukóngur. Ég er ekki þekktur fyrir að tala endilega neitt rosalega mikið,“ sagði Björn Leví sem svaraði því játandi þegar hann var spurður hvort hann væri frekar hlédrægur þegar hann væri ekki á Alþingi. Þingmenn Pírata verma efstu fjögur sætin á lista yfir þá þingmenn sem vörðu mestum tíma í ræðuhöld á Alþingi en lengsta umræðan var um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra en hún stóð samtals í rúmar 103 klukkustundir og voru þingmenn Pírata þar fremstir í flokki. „Óháð útlendingafrumvarpinu sem skýrir af hverju Píratarnir voru þarna frekar ofarlega þá er þetta svona, ég er ágætlega þekktur fyrir að segja eitthvað ef eitthvað bull er í gangi, þá hef ég mikinn áhuga á að benda á slíkt og með þessa blessuðu ríkisstjórn þá er bara svo mikið sem þarf að benda á að sé ekki alveg í lagi.“ Óhóflegt meirihlutavald liður í lýðræðisþynningu Aðeins eitt frumvarp frá stjórnarandstöðunni var samþykkt á liðnum þingvetri en Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar var framsögumaður frumvarps um að banna svokallaðar bælingarmeðferðir. Samþykkt þingmannamál meirihlutans voru þá síst mörg, annars vegar þingsályktunartillaga Diljár Mistar Einarsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins um hungursneyð í Úkraínu og hins vegar mál forseta Alþingis um ríkisendurskoðanda. Björn Leví segir óhóflegt meirihlutavald vera lið í lýðræðisþynningu. „Mér finnst það frekar óþægilegt einkenni alþingis. Þetta er meirihlutavaldið í hnotskurn eins og það er stundað. Það er hægt að gera þetta öðruvísi en einhvern veginn gefur meirihlutinn sér ekki tíma til að kynna sér þingmannamál stjórnarandstöðu,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Alþingi Píratar Tengdar fréttir Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra lang fyrirferðarmesta málið Alls voru haldnir 123 þingfundir á 153. löggjafarþingi, sem lauk á föstudag. Þingfundadagar voru 105 og stóðu þingfundirnir í samtals 659 og hálfa klukkustund. 12. júní 2023 07:03 Mikilvægt og löngu tímabært skref að banna bælingarmeðferðir Frumvarp sem gerir svokallaðar bælingarmeðferðir refsiverðar var samþykkt með miklum meirihluta á Alþingi í gær. Formaður Samtakanna 78 segir það gríðarlega mikilvægt og löngu tímabært skref. 10. júní 2023 13:37 Fjöldi mála afgreiddur á lokadegi þings fyrir sumarleyfi Sautján mál verða að öllum líkindum að lögum frá Alþingi í dag. Umfangsmesta málið er fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára, frumvarp dómsmálaráðherra um dvalarleyfi útlendinga og frumvarp sem dregur úr launahækkunum æðstu embættismanna. 9. júní 2023 13:30 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Fleiri fréttir Reyna að ráða niðurlögum sinuelds við Apavatn Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Sjá meira
Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra lang fyrirferðarmesta málið Alls voru haldnir 123 þingfundir á 153. löggjafarþingi, sem lauk á föstudag. Þingfundadagar voru 105 og stóðu þingfundirnir í samtals 659 og hálfa klukkustund. 12. júní 2023 07:03
Mikilvægt og löngu tímabært skref að banna bælingarmeðferðir Frumvarp sem gerir svokallaðar bælingarmeðferðir refsiverðar var samþykkt með miklum meirihluta á Alþingi í gær. Formaður Samtakanna 78 segir það gríðarlega mikilvægt og löngu tímabært skref. 10. júní 2023 13:37
Fjöldi mála afgreiddur á lokadegi þings fyrir sumarleyfi Sautján mál verða að öllum líkindum að lögum frá Alþingi í dag. Umfangsmesta málið er fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára, frumvarp dómsmálaráðherra um dvalarleyfi útlendinga og frumvarp sem dregur úr launahækkunum æðstu embættismanna. 9. júní 2023 13:30