Til bjargar hitaveitum landsins Sveinn Áki Sverrisson skrifar 12. júní 2023 08:01 Orkumálaráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson á hrós skilið fyrir að kalla eftir ástandsskýrslu fyrir hitaveitur landsins. Við lestur skýrslu er það ljóst að staðan er alvarleg. Ég bý í Hafnarfirði og Veitur er mitt veitufyrirtæki. Veitan er sjálfbær en eftirspurn er mikil og ágeng. Ég hef áhyggjur af þessu. Eftir að hafa unnið við orkumál bygginga í 40 ár fór ég að hugsa hvað væri hægt að gera. Ég fann það sem Samorka og hitaveitufólk er að boða: hita húsin með gólfhita til að spara orku minnka pottaferðir fara í sturtu í stað þess að fara í bað hætta að hita gangstéttar á sumrin menn kvarta undan að bætt einangrun húsa hafi ekki skilað neinu tæknivæðing hafi ekki dregið úr notkun fleiri fermetrar á bakvið hvern íbúa Ég held að það liggi ekki mikil rannsóknarvinna til grundvallar þessum tillögum frá Samorku. Eru hús með baðkari eða pottum með hærra rennsli. Hverjir eru að hita gangstéttar á sumrin? Breytingar á einangrun húsa hefur ekki verið að neinu marki síðan 1984 og eru þær löngu komnar fram. Eina breyting sem gerð hefur verið á kerfum er lækkun á heita neysluvatnsins í nýbyggingum með því að setja upp varmaskipti. Það var árið 2007. Tæknivæðing liggur mest í stjórnun gólfhita. Áður en við byrjum að breyta hönnun og atferli fólksins sem er alltaf erfitt þá skulum við líta til baka. Áður en hitakerfi er afhent EIGANDA til reksturs þarf að ljúka verkinu með jafnvægisstillingu. Ef þessum verkþætti er sleppt þá vinnur kerfið ekki með hámars nýtni, ofnlokar eru ekki að vinna á besta vinnslusviði. Suð í ofnum og bakrás skilar frekar heitu vatni til baka. Kerfið notar >15% meiri orku (vatn). Þarna er komið verkfæri til að auka afköst dreifikerfis hitaveitu. Ég get fullyrt það að í öll þessi ár sem ég starfaði við lagnahönnun þá get ég talið á fingrum annarrar handar þá pípulagnameistara sem kunnu og gengi í það að jafnvægisstilla hitakerfi. Í Evrópu er sama vandamál að koma upp (markaðs brestur). 80% hitakerfa í Þýskalandi hafa ekki verið jafnvægisstillt. Hugsum okkur að við jafnvægistillum hitakerfi í opinberri stofnun sem er t.d. 10.000m2. Það gefur 3.300 m3 í aðra hönd fyrir ríkið og kannski minnkum við rennslistopp um 0,3l/s sem er 50kW eða 4-5 einbýlishús. Ef við jafnvægisstillum 5-6 einbýli þá gefum við pláss fyrir eitt einbýlishús. Það verður spennandi að sjá hvernig landið liggur þegar Veitur hafa tengt alla snjallmæla við eftirlitshugbúnað. Þá geta Veitur séð hvar hitakerfi hafa slaka nýtingu og látið húseiganda vita og boðið honum 5% afslátt af næstu 6 reikningum ef hann fær fagmann til að JAFNVÆGISSTILLA HITAKERFIÐ. Prófið að skrúfa hitanemann á ofnlokunum (Danfoss ofnlokum) af. Ef ofninn sjóðhitnar alveg niður, þá hefur píparinn ekki klárað verkið og þú er að borga of háan hitareikning. Byrjum á réttum enda – spyrjum píparann um stilliskýrslu fyrir jafnvægisstillingu! Höfundur er véltæknifræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Orkumálaráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson á hrós skilið fyrir að kalla eftir ástandsskýrslu fyrir hitaveitur landsins. Við lestur skýrslu er það ljóst að staðan er alvarleg. Ég bý í Hafnarfirði og Veitur er mitt veitufyrirtæki. Veitan er sjálfbær en eftirspurn er mikil og ágeng. Ég hef áhyggjur af þessu. Eftir að hafa unnið við orkumál bygginga í 40 ár fór ég að hugsa hvað væri hægt að gera. Ég fann það sem Samorka og hitaveitufólk er að boða: hita húsin með gólfhita til að spara orku minnka pottaferðir fara í sturtu í stað þess að fara í bað hætta að hita gangstéttar á sumrin menn kvarta undan að bætt einangrun húsa hafi ekki skilað neinu tæknivæðing hafi ekki dregið úr notkun fleiri fermetrar á bakvið hvern íbúa Ég held að það liggi ekki mikil rannsóknarvinna til grundvallar þessum tillögum frá Samorku. Eru hús með baðkari eða pottum með hærra rennsli. Hverjir eru að hita gangstéttar á sumrin? Breytingar á einangrun húsa hefur ekki verið að neinu marki síðan 1984 og eru þær löngu komnar fram. Eina breyting sem gerð hefur verið á kerfum er lækkun á heita neysluvatnsins í nýbyggingum með því að setja upp varmaskipti. Það var árið 2007. Tæknivæðing liggur mest í stjórnun gólfhita. Áður en við byrjum að breyta hönnun og atferli fólksins sem er alltaf erfitt þá skulum við líta til baka. Áður en hitakerfi er afhent EIGANDA til reksturs þarf að ljúka verkinu með jafnvægisstillingu. Ef þessum verkþætti er sleppt þá vinnur kerfið ekki með hámars nýtni, ofnlokar eru ekki að vinna á besta vinnslusviði. Suð í ofnum og bakrás skilar frekar heitu vatni til baka. Kerfið notar >15% meiri orku (vatn). Þarna er komið verkfæri til að auka afköst dreifikerfis hitaveitu. Ég get fullyrt það að í öll þessi ár sem ég starfaði við lagnahönnun þá get ég talið á fingrum annarrar handar þá pípulagnameistara sem kunnu og gengi í það að jafnvægisstilla hitakerfi. Í Evrópu er sama vandamál að koma upp (markaðs brestur). 80% hitakerfa í Þýskalandi hafa ekki verið jafnvægisstillt. Hugsum okkur að við jafnvægistillum hitakerfi í opinberri stofnun sem er t.d. 10.000m2. Það gefur 3.300 m3 í aðra hönd fyrir ríkið og kannski minnkum við rennslistopp um 0,3l/s sem er 50kW eða 4-5 einbýlishús. Ef við jafnvægisstillum 5-6 einbýli þá gefum við pláss fyrir eitt einbýlishús. Það verður spennandi að sjá hvernig landið liggur þegar Veitur hafa tengt alla snjallmæla við eftirlitshugbúnað. Þá geta Veitur séð hvar hitakerfi hafa slaka nýtingu og látið húseiganda vita og boðið honum 5% afslátt af næstu 6 reikningum ef hann fær fagmann til að JAFNVÆGISSTILLA HITAKERFIÐ. Prófið að skrúfa hitanemann á ofnlokunum (Danfoss ofnlokum) af. Ef ofninn sjóðhitnar alveg niður, þá hefur píparinn ekki klárað verkið og þú er að borga of háan hitareikning. Byrjum á réttum enda – spyrjum píparann um stilliskýrslu fyrir jafnvægisstillingu! Höfundur er véltæknifræðingur.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar