Sancho til sölu fyrir rétt verð | Pickford orðaður við Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júní 2023 19:46 Verður Sancho ekki lengur Rauðu djöfull næsta vetur? Matthew Ashton/Getty Images Framtíð vængmannsins Jadon Sancho hjá Manchester United virðist í óvissu eftir að greint var frá því að félagið sé tilbúið að hlusta á tilboð í kappann. Þá virðist félagið vilja fá landsliðsmarkvörð Englands, Jordan Pickford, frá Everton. Hinn 23 ára gamli Sancho er samningsbundinn Man United til ársins 2026 en átti erfitt uppdráttar á nýafstöðnu tímabili. Fékk hann lengra leyfi en aðrir leikmenn í kjölfar HM í Katar þó svo að hann hafi ekki farið með enska landsliðinu á mótið. Hann komst aftur í náðina hjá Erik Ten Hag sem tjáði sig þó sem minnst um ástæður þess að leikmaðurinn hefði þurft lengra frí en aðrir leikmenn. Alls tók Sancho þátt í 41 leik, skoraði 7 mörk og gaf 3 stoðsendingar þegar Man United endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, vann deildarbikarinn og fór alla leið í úrslit í ensku bikarkeppninni. Man United festi kaup á Sancho sumarið 2021 og borgaði fyrir hann 73 milljónir punda. Félagið er tilbúið að selja hann fyrir töluvert lægri upphæð en samkvæmt fregnum erlendis er Man Utd tilbúið að selja leikmanninn á 60 milljónir punda. Tottenham Hotspur er talið áhugasamt en hvort félagið sé tilbúið að borga uppsett verð er annað mál. Manchester United want close to £60m in order to consider selling Jadon Sancho in this summer s transfer window, according to reports — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 11, 2023 Sky Sports greinir frá því að Man United vilji fá Jordan Pickford, markvörð Everton og enska landsliðsins, í sínar raðir. Vill félagið bæta við sig markverði þó það sé talið líklegt að David De Gea sé við það að skrifa undir nýjan samning á talsvert lægri kjörum en hann hefur verið á undanfarin ár. Fari svo að De Gea verði áfram og Pickford mæti á Old Trafford þá myndu þeir tveir berjast um stöðuna í marki liðsins á meðan Tom Heaton yrði áfram þriðji markvörður. Dean Henderson er á förum frá félaginu og er talinn við það að skrifa undir hjá Nottingham Forest. Manchester United are ready to move for England No.1 Jordan Pickford whether David De Gea leaves or not, according to reports — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 11, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Sancho er samningsbundinn Man United til ársins 2026 en átti erfitt uppdráttar á nýafstöðnu tímabili. Fékk hann lengra leyfi en aðrir leikmenn í kjölfar HM í Katar þó svo að hann hafi ekki farið með enska landsliðinu á mótið. Hann komst aftur í náðina hjá Erik Ten Hag sem tjáði sig þó sem minnst um ástæður þess að leikmaðurinn hefði þurft lengra frí en aðrir leikmenn. Alls tók Sancho þátt í 41 leik, skoraði 7 mörk og gaf 3 stoðsendingar þegar Man United endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, vann deildarbikarinn og fór alla leið í úrslit í ensku bikarkeppninni. Man United festi kaup á Sancho sumarið 2021 og borgaði fyrir hann 73 milljónir punda. Félagið er tilbúið að selja hann fyrir töluvert lægri upphæð en samkvæmt fregnum erlendis er Man Utd tilbúið að selja leikmanninn á 60 milljónir punda. Tottenham Hotspur er talið áhugasamt en hvort félagið sé tilbúið að borga uppsett verð er annað mál. Manchester United want close to £60m in order to consider selling Jadon Sancho in this summer s transfer window, according to reports — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 11, 2023 Sky Sports greinir frá því að Man United vilji fá Jordan Pickford, markvörð Everton og enska landsliðsins, í sínar raðir. Vill félagið bæta við sig markverði þó það sé talið líklegt að David De Gea sé við það að skrifa undir nýjan samning á talsvert lægri kjörum en hann hefur verið á undanfarin ár. Fari svo að De Gea verði áfram og Pickford mæti á Old Trafford þá myndu þeir tveir berjast um stöðuna í marki liðsins á meðan Tom Heaton yrði áfram þriðji markvörður. Dean Henderson er á förum frá félaginu og er talinn við það að skrifa undir hjá Nottingham Forest. Manchester United are ready to move for England No.1 Jordan Pickford whether David De Gea leaves or not, according to reports — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 11, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjá meira