Á krossgötum Þórarinn Ingi Pétursson og Stefán Vagn Stefánsson skrifa 11. júní 2023 12:31 Nú er 153. löggjafarþingi lokið, staðan í samfélaginu er vissulega snúin þessa dagana og ekki alveg á þeim stað sem við myndum helst vera. Verkefnið er þó ekki óvinnandi, það krefst þó af okkur aga, ráðdeild og samheldni. Í þeim stormi sem við stöndum í núna megum við þó ekki gleyma þeirri góðu stöðu sem við höfum búið við í samfélaginu síðustu misseri. Ísland þrátt fyrir allt stendur vel sig vel í alþjóðlegum samanburði og heildar- og ráðstöfunartekjur Íslendinga hafa hækkað síðustu ár. Þrátt fyrir að samfélagið hafi svo gott sem stöðvast vegna heimsfaraldurs komumst við í gegnum allar þær áskoranir sem blöstu við, það var vegna þess að ríkissjóður stóð vel og hann stendur vel. Afkoma ríkissjóðs hefur stórbatnað langt umfram fyrri spár, og er um 90 milljarða betri en búist var við þegar fjárlögin fyrir yfirstandandi ár voru samþykkt. Þessi góða staða gerir okkur kleift að takast á við núverandi áskoranir með markvissum hætti. Aðgerðir gegn verðbólgu Samkvæmt efnahagsforsendum fjármálaáætlunar er gert ráð fyrir því að verðbólga verði ekki komin að verðbólgumarkmiði um 2,5% fyrr en á árinu 2026. Stjórnvöld hafa því í fjármálaáætlun birt stefnu um ná tökum á ástandinu með markvissum aðgerðum þannig er mögulegt verði að kveða niður verðbólgudrauginn og lækka vexti. Beita á ráðstöfunum á tekjuhliðinni m.a. með því að sækja nýjar tekjur til sterkra atvinnugreina. Þá verður afkoma ríkissjóðs bætt um 36,2 milljarða króna á næsta ári með sparnaði í rekstri ríkisins, hluti af því eða 3,5 milljarðar eru vegna tímabundinni frestun á framkvæmdum til þess að draga úr þenslu. Auk þess munu fjármálareglur sem stuðla að aðhaldi og ráðdeild verða virkjaðar ári fyrr en gert var ráð fyrir þegar þeim var vikið tímabundið til hliðar. Til þess að ganga fram með fordæmi hefur lögum verið breytt þannig að laun þjóðkjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna ríkisins hækka um 2,5% í stað 6% þann 1. júlí nk. Með þessum aðgerðum er tryggt að laun æðstu embættismanna skapi ekki aukin verðbólguþrýsting. Auk þess til að verja kaupmátt örorku- og ellilífeyrisþega hefur lífeyrir almannatrygginga verið hækkaður um 2,5% frá miðju ári, til viðbótar við 7,4% hækkun í upphafi árs. Þá er unnið að lagabreytingum sem munu bæta réttarstöðu leigjenda á húsnæðismarkaði og mun starfshópur skila tillögum sínum þar að lútandi fyrir 1. júlí næstkomandi. Rétt forgangsröðun Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur markvisst verið forgangsraðað í þágu velferðar með auknu fjárframlagi, þannig hefur rekstrargrunnur Landspítala, Sjúkrahússins á Akureyri og heilsugæslunnar verið styrktur umtalsvert, nú síðast á fjárlögum 2023. Þá hefur viðbótar fjármagni verið veitt til Sjúkratryggingar Íslands til kaupa á heilbrigðisþjónustu fyrir hönd ríkisins í þeim tilgangi að stytta biðtíma eftir þjónustu. Þrátt fyrir aðhald í ríkisfjármálum verður ekki dregið úr fjármagni til heilbrigðiskerfisins. Velferðin og heilbrigðiskerfið þar á meðal á ekki að vera háð hagsveiflum. Stjórnvöld ætla á komandi mánuðum að styrkja húsnæðismarkaðinn enda vitum þau hversu mikilvægt það er að halda áfram við að byggja fleiri íbúðir í takt við aukin fólksfjölda. Það verður gert með því að byggja fleiri íbúðir í almenna kerfinu. Stofnframlög til uppbyggingar leiguíbúða innan almenna íbúðakerfisins verða tvöfölduð og framlög til hlutdeildarlána verða aukin enn frekar þannig að í stað þess að 500 íbúðir verði byggðar árlega árin 2024 og 2025 með stuðningi ríkisins verða þær 1000 á ári. Auk þess verður 250 nýjum íbúðum bætt við fyrri áætlanir þessa árs og verða þá samtals tæplega 800. Þessar aðgerðir koma til með að styðja við framboð á húsnæðismarkaði og veita hinu tekjulægri möguleika á að eignast heimili. Rétta leiðin Við stöndum á krossgötum þessi misserin, því skiptir máli að rétt leið sé valin. Þessar krossgötur tákna þá stöðu sem mun móta ferða okkar áfram og ákvarða áfangastaðinn. Stjórnvöld hafa lagt upp með skynsamlega leið til þess að ná niður verðbólgu og ef vel á að takast til þurfa fyrirtæki, fjármálastofnanir, verkalýðsfélög og almenningur í landinu að ganga þann veg með stjórnvöldum. Rétta leiðin er ekki alltaf sú auðveldasta. Það getur krafist hugrekkis, seiglu og þrautseigju að ganga þá leið en á endanum skilar hún betri ávinningi. Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknar og nefndarmaður í fjárlaganefnd og atvinnuveganefnd. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknar, formaður atvinnuveganefndar og nefndarmaður í fjárlaganefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Ingi Pétursson Stefán Vagn Stefánsson Framsóknarflokkurinn Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Sjá meira
Nú er 153. löggjafarþingi lokið, staðan í samfélaginu er vissulega snúin þessa dagana og ekki alveg á þeim stað sem við myndum helst vera. Verkefnið er þó ekki óvinnandi, það krefst þó af okkur aga, ráðdeild og samheldni. Í þeim stormi sem við stöndum í núna megum við þó ekki gleyma þeirri góðu stöðu sem við höfum búið við í samfélaginu síðustu misseri. Ísland þrátt fyrir allt stendur vel sig vel í alþjóðlegum samanburði og heildar- og ráðstöfunartekjur Íslendinga hafa hækkað síðustu ár. Þrátt fyrir að samfélagið hafi svo gott sem stöðvast vegna heimsfaraldurs komumst við í gegnum allar þær áskoranir sem blöstu við, það var vegna þess að ríkissjóður stóð vel og hann stendur vel. Afkoma ríkissjóðs hefur stórbatnað langt umfram fyrri spár, og er um 90 milljarða betri en búist var við þegar fjárlögin fyrir yfirstandandi ár voru samþykkt. Þessi góða staða gerir okkur kleift að takast á við núverandi áskoranir með markvissum hætti. Aðgerðir gegn verðbólgu Samkvæmt efnahagsforsendum fjármálaáætlunar er gert ráð fyrir því að verðbólga verði ekki komin að verðbólgumarkmiði um 2,5% fyrr en á árinu 2026. Stjórnvöld hafa því í fjármálaáætlun birt stefnu um ná tökum á ástandinu með markvissum aðgerðum þannig er mögulegt verði að kveða niður verðbólgudrauginn og lækka vexti. Beita á ráðstöfunum á tekjuhliðinni m.a. með því að sækja nýjar tekjur til sterkra atvinnugreina. Þá verður afkoma ríkissjóðs bætt um 36,2 milljarða króna á næsta ári með sparnaði í rekstri ríkisins, hluti af því eða 3,5 milljarðar eru vegna tímabundinni frestun á framkvæmdum til þess að draga úr þenslu. Auk þess munu fjármálareglur sem stuðla að aðhaldi og ráðdeild verða virkjaðar ári fyrr en gert var ráð fyrir þegar þeim var vikið tímabundið til hliðar. Til þess að ganga fram með fordæmi hefur lögum verið breytt þannig að laun þjóðkjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna ríkisins hækka um 2,5% í stað 6% þann 1. júlí nk. Með þessum aðgerðum er tryggt að laun æðstu embættismanna skapi ekki aukin verðbólguþrýsting. Auk þess til að verja kaupmátt örorku- og ellilífeyrisþega hefur lífeyrir almannatrygginga verið hækkaður um 2,5% frá miðju ári, til viðbótar við 7,4% hækkun í upphafi árs. Þá er unnið að lagabreytingum sem munu bæta réttarstöðu leigjenda á húsnæðismarkaði og mun starfshópur skila tillögum sínum þar að lútandi fyrir 1. júlí næstkomandi. Rétt forgangsröðun Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur markvisst verið forgangsraðað í þágu velferðar með auknu fjárframlagi, þannig hefur rekstrargrunnur Landspítala, Sjúkrahússins á Akureyri og heilsugæslunnar verið styrktur umtalsvert, nú síðast á fjárlögum 2023. Þá hefur viðbótar fjármagni verið veitt til Sjúkratryggingar Íslands til kaupa á heilbrigðisþjónustu fyrir hönd ríkisins í þeim tilgangi að stytta biðtíma eftir þjónustu. Þrátt fyrir aðhald í ríkisfjármálum verður ekki dregið úr fjármagni til heilbrigðiskerfisins. Velferðin og heilbrigðiskerfið þar á meðal á ekki að vera háð hagsveiflum. Stjórnvöld ætla á komandi mánuðum að styrkja húsnæðismarkaðinn enda vitum þau hversu mikilvægt það er að halda áfram við að byggja fleiri íbúðir í takt við aukin fólksfjölda. Það verður gert með því að byggja fleiri íbúðir í almenna kerfinu. Stofnframlög til uppbyggingar leiguíbúða innan almenna íbúðakerfisins verða tvöfölduð og framlög til hlutdeildarlána verða aukin enn frekar þannig að í stað þess að 500 íbúðir verði byggðar árlega árin 2024 og 2025 með stuðningi ríkisins verða þær 1000 á ári. Auk þess verður 250 nýjum íbúðum bætt við fyrri áætlanir þessa árs og verða þá samtals tæplega 800. Þessar aðgerðir koma til með að styðja við framboð á húsnæðismarkaði og veita hinu tekjulægri möguleika á að eignast heimili. Rétta leiðin Við stöndum á krossgötum þessi misserin, því skiptir máli að rétt leið sé valin. Þessar krossgötur tákna þá stöðu sem mun móta ferða okkar áfram og ákvarða áfangastaðinn. Stjórnvöld hafa lagt upp með skynsamlega leið til þess að ná niður verðbólgu og ef vel á að takast til þurfa fyrirtæki, fjármálastofnanir, verkalýðsfélög og almenningur í landinu að ganga þann veg með stjórnvöldum. Rétta leiðin er ekki alltaf sú auðveldasta. Það getur krafist hugrekkis, seiglu og þrautseigju að ganga þá leið en á endanum skilar hún betri ávinningi. Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknar og nefndarmaður í fjárlaganefnd og atvinnuveganefnd. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknar, formaður atvinnuveganefndar og nefndarmaður í fjárlaganefnd.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun