„Það hafa kraftaverk gerst á þessum velli áður“ Jón Már Ferro skrifar 10. júní 2023 11:59 Það var mikið um dýrðir í aðdraganda úrslitaleiks Meistarardeildar Evrópu eins og alltaf. vísir/getty „Stemningin verður frábær á vellinum og hún hefur verið frábær hér í borginni síðasta sólahringinn,“ segir Guðmundur Benediktsson. Hann mun lýsa úrslitaleik Meistaradeildarinnar frá Ólympíuvellinum í Ataturk. „Í gær virtust allir stuðningsmenn vera komnir. Stuðningsmenn Manchester City virðast yfirgnæfa borgina hér. Stuðningsmenn Inter líta út fyrir að vera færri. Það lítur allt út fyrir að það verði mikið fjör á Ataturk vellinum í kvöld,“ segir Guðmundur. Manchester City er líklegri aðilinn fyrir leikinn en það getur allt gerst í kvöld. „Allir nokkuð heilbrigðir knattspyrnu áhugamenn hafa trú á að Manchester City muni vinna þennan leik. Þeir eru með betra fótboltalið heldur en Inter. En það skemmtilega við þessa íþrótt að það er ómögulegt að segja til um hvað gerist í einum leik. Ég tala nú ekki um á hlutlausum velli. Það hafa kraftaverk gerst á þessum velli áður. Maður heyrir það mjög á ítölum að þeir séu að gæla við að það verði annað kraftaverk hér átján árum eftir að Liverpool snéri við töpuðum leik gegn AC Milan,“ segir Guðmundur. Hann verður á vellinum og fær stemninguna beint í æð. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Guðmundur lýsir úrslitaleik Meistaradeildarinnar frá leikvanginum sjálfum. Það gerði hann fyrst fyrir tíu árum þegar þýska stórveldið vann 2-1 sigur á erkiféndum sínum í Dortmund. „Ég get allavega sagt þér það að það er himin og haf á milli. Að sjálfsögðu forréttindi að fá að vera viðstaddur. Þetta er þriðji úrslitaleikurinn sem ég fer og lýsi. Ég var á Wembley þegar Bayern Munich vann Dortmund. Svo í Madríd þegar Liverpool vann Tottenham. Við erum í fjölmennustu borg Evrópu og það snýst allt um fótbolta hér. Þau eru óteljandi liðin í borginni hér. Maður smitast við þetta. Undirbúningurinn í dag er lokaundirbúningur því. Maður er búinn að undirbúa allt með liðin og leikmenn áður en maður kom út,“ segir Guðmundur. „Núna er maður að sjúga í sig loftið. Svo verður maður kominn á völlinn fjórum tímum áður en að leikur hefst. Leikurinn hefst seint á tyrkneskum tíma,“ segir Guðmundur að lokum. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram í dag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 og leikurinn sjálfur klukkan 19:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Á ögurstundu sést hvað liðið vill raunverulega gera“ Ruben Dias verður í eldlínunni í kvöld þegar Manchester City og Inter Milan mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. 10. júní 2023 11:35 De Bruyne og Haaland með einstaka tengingu Það mun mikið mæða á Kevin De Bruyne og Erling Haaland í kvöld þegar lið þeirra, Manchester City mætir Inter Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 10. júní 2023 08:05 Fyrrum leikmaður Arsenal og United á bekknum á morgun Samkvæmt ítalska miðlinum Gazzetta dello sport verður sóknarsinnaði miðjumaður Inter Milan, Henrikh Mkhitaryan, á bekknum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á morgun. Mkhitaryan er fyrrum leikmaður Arsenal og Manchester United. 9. júní 2023 22:56 Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Sjá meira
„Í gær virtust allir stuðningsmenn vera komnir. Stuðningsmenn Manchester City virðast yfirgnæfa borgina hér. Stuðningsmenn Inter líta út fyrir að vera færri. Það lítur allt út fyrir að það verði mikið fjör á Ataturk vellinum í kvöld,“ segir Guðmundur. Manchester City er líklegri aðilinn fyrir leikinn en það getur allt gerst í kvöld. „Allir nokkuð heilbrigðir knattspyrnu áhugamenn hafa trú á að Manchester City muni vinna þennan leik. Þeir eru með betra fótboltalið heldur en Inter. En það skemmtilega við þessa íþrótt að það er ómögulegt að segja til um hvað gerist í einum leik. Ég tala nú ekki um á hlutlausum velli. Það hafa kraftaverk gerst á þessum velli áður. Maður heyrir það mjög á ítölum að þeir séu að gæla við að það verði annað kraftaverk hér átján árum eftir að Liverpool snéri við töpuðum leik gegn AC Milan,“ segir Guðmundur. Hann verður á vellinum og fær stemninguna beint í æð. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Guðmundur lýsir úrslitaleik Meistaradeildarinnar frá leikvanginum sjálfum. Það gerði hann fyrst fyrir tíu árum þegar þýska stórveldið vann 2-1 sigur á erkiféndum sínum í Dortmund. „Ég get allavega sagt þér það að það er himin og haf á milli. Að sjálfsögðu forréttindi að fá að vera viðstaddur. Þetta er þriðji úrslitaleikurinn sem ég fer og lýsi. Ég var á Wembley þegar Bayern Munich vann Dortmund. Svo í Madríd þegar Liverpool vann Tottenham. Við erum í fjölmennustu borg Evrópu og það snýst allt um fótbolta hér. Þau eru óteljandi liðin í borginni hér. Maður smitast við þetta. Undirbúningurinn í dag er lokaundirbúningur því. Maður er búinn að undirbúa allt með liðin og leikmenn áður en maður kom út,“ segir Guðmundur. „Núna er maður að sjúga í sig loftið. Svo verður maður kominn á völlinn fjórum tímum áður en að leikur hefst. Leikurinn hefst seint á tyrkneskum tíma,“ segir Guðmundur að lokum. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram í dag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 og leikurinn sjálfur klukkan 19:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Á ögurstundu sést hvað liðið vill raunverulega gera“ Ruben Dias verður í eldlínunni í kvöld þegar Manchester City og Inter Milan mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. 10. júní 2023 11:35 De Bruyne og Haaland með einstaka tengingu Það mun mikið mæða á Kevin De Bruyne og Erling Haaland í kvöld þegar lið þeirra, Manchester City mætir Inter Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 10. júní 2023 08:05 Fyrrum leikmaður Arsenal og United á bekknum á morgun Samkvæmt ítalska miðlinum Gazzetta dello sport verður sóknarsinnaði miðjumaður Inter Milan, Henrikh Mkhitaryan, á bekknum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á morgun. Mkhitaryan er fyrrum leikmaður Arsenal og Manchester United. 9. júní 2023 22:56 Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Sjá meira
„Á ögurstundu sést hvað liðið vill raunverulega gera“ Ruben Dias verður í eldlínunni í kvöld þegar Manchester City og Inter Milan mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. 10. júní 2023 11:35
De Bruyne og Haaland með einstaka tengingu Það mun mikið mæða á Kevin De Bruyne og Erling Haaland í kvöld þegar lið þeirra, Manchester City mætir Inter Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 10. júní 2023 08:05
Fyrrum leikmaður Arsenal og United á bekknum á morgun Samkvæmt ítalska miðlinum Gazzetta dello sport verður sóknarsinnaði miðjumaður Inter Milan, Henrikh Mkhitaryan, á bekknum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á morgun. Mkhitaryan er fyrrum leikmaður Arsenal og Manchester United. 9. júní 2023 22:56