Kjarabót fyrir öryrkja muni ekki setja þjóðarbúið á hliðina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júní 2023 12:41 Þuríður Harpa Sigurðardóttir er formaður ÖBÍ. Vísir/Vilhelm Formaður ÖBÍ segir pólitískan vilja það eina sem þurfi til að kaupmáttur þeirra sem höllustum fæti standa verði varinn. Aðgerir ríkisstjórnarinnar dugi ekki til. Öryrkjabandalag Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem fyrirhuguð tveggja komma fimm prósenta hækkun á lífeyri almannatrygginga, sem er hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar til að bregðast við verðbólgu, er ekki ekki sögð duga til að verja kaupmátt öryrkja og fatlaðra. Formaður ÖBÍ segir kröfu bandalagsins um fjögurra komma tveggja prósenta hækkun miða að því að raunverulega verja kaupmáttinn. Í fjárlögum sé gert ráð fyrir núll komma fimm prósenta kaupmáttaraukningu hjá fötluðu fólki. „En til þess að þessi kaupmáttur aukist og staðið verði við það, þá þarf lífeyrir að hækka meira en verðlag. Það er ekki að gerast með 2,5 prósenta hækkun sem nú er boðuð. Við settumst niður og skoðuðum þetta og förum fram með mjög hóflegar kröfur þegar við förum fram á 4,2 prósenta hækkun,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ. 2,5 prósent ekki það sama og 2,5 prósent Í aðgerðum ríkisstjórnarinnar felst einnig að dregið verður úr fyrirhugaðri launahækkun æðstu ráðamanna næstu mánaðamót. Launin hækka um tvö komma fimm prósent í stað sex prósenta. Þannig á að hækka lífeyrinn um sama hlutfall og laun ráðamanna. Þuríður bendir á að þarna sé mikill munur á. ÖBÍ bendir á að krónutölumunurinn á 2,5 prósenta hækkun lífeyris annars vegar og launa þingmanna og annarra ráðamanna hins vegar sé mikill.ÖBÍ „Það er bara gríðarlega mikilvægt að fátækasta fólkið í þessu samfélagi, því sé lyft meira. Það ger gríðarlegur munur á því hvort þú ert að fá 7.000 krónur á mánuði eða 33.000 krónur á mánuði, eða meira.“ „Ef það er raunverulegur pólitískur vilji fyrir því að bæta stöðu þess hóps sem verst stendur í samfélaginu, þá er það vel mögulegt og það er ekki eitthvað sem mun setja samfélagið eða þjóðarbúið á annan endann.“ Félagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Segja 2,5 prósent ekki duga til og krefjast hækkunar upp á 4,2 prósent Öryrkjabandalag Íslands krefst þess að lífeyrir almannatrygginga hækki um 4,2 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Þau 2,5 prósent sem ríkisstjórnin leggur til í aðgerðapakka sínum dugi ekki til að vega upp á móti þrálátri verðbólgu og verja kaupmátt. 9. júní 2023 08:32 Verðbólguaðgerðirnar afar litlir plástrar á stór sár Verðbólguaðgerðir ríkisstjórnarinnar eru mikil vonbrigði og afar litlir plástrar á stór sár fyrir fátækasta hópinn segir framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. 6. júní 2023 13:01 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem fyrirhuguð tveggja komma fimm prósenta hækkun á lífeyri almannatrygginga, sem er hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar til að bregðast við verðbólgu, er ekki ekki sögð duga til að verja kaupmátt öryrkja og fatlaðra. Formaður ÖBÍ segir kröfu bandalagsins um fjögurra komma tveggja prósenta hækkun miða að því að raunverulega verja kaupmáttinn. Í fjárlögum sé gert ráð fyrir núll komma fimm prósenta kaupmáttaraukningu hjá fötluðu fólki. „En til þess að þessi kaupmáttur aukist og staðið verði við það, þá þarf lífeyrir að hækka meira en verðlag. Það er ekki að gerast með 2,5 prósenta hækkun sem nú er boðuð. Við settumst niður og skoðuðum þetta og förum fram með mjög hóflegar kröfur þegar við förum fram á 4,2 prósenta hækkun,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ. 2,5 prósent ekki það sama og 2,5 prósent Í aðgerðum ríkisstjórnarinnar felst einnig að dregið verður úr fyrirhugaðri launahækkun æðstu ráðamanna næstu mánaðamót. Launin hækka um tvö komma fimm prósent í stað sex prósenta. Þannig á að hækka lífeyrinn um sama hlutfall og laun ráðamanna. Þuríður bendir á að þarna sé mikill munur á. ÖBÍ bendir á að krónutölumunurinn á 2,5 prósenta hækkun lífeyris annars vegar og launa þingmanna og annarra ráðamanna hins vegar sé mikill.ÖBÍ „Það er bara gríðarlega mikilvægt að fátækasta fólkið í þessu samfélagi, því sé lyft meira. Það ger gríðarlegur munur á því hvort þú ert að fá 7.000 krónur á mánuði eða 33.000 krónur á mánuði, eða meira.“ „Ef það er raunverulegur pólitískur vilji fyrir því að bæta stöðu þess hóps sem verst stendur í samfélaginu, þá er það vel mögulegt og það er ekki eitthvað sem mun setja samfélagið eða þjóðarbúið á annan endann.“
Félagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Segja 2,5 prósent ekki duga til og krefjast hækkunar upp á 4,2 prósent Öryrkjabandalag Íslands krefst þess að lífeyrir almannatrygginga hækki um 4,2 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Þau 2,5 prósent sem ríkisstjórnin leggur til í aðgerðapakka sínum dugi ekki til að vega upp á móti þrálátri verðbólgu og verja kaupmátt. 9. júní 2023 08:32 Verðbólguaðgerðirnar afar litlir plástrar á stór sár Verðbólguaðgerðir ríkisstjórnarinnar eru mikil vonbrigði og afar litlir plástrar á stór sár fyrir fátækasta hópinn segir framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. 6. júní 2023 13:01 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Segja 2,5 prósent ekki duga til og krefjast hækkunar upp á 4,2 prósent Öryrkjabandalag Íslands krefst þess að lífeyrir almannatrygginga hækki um 4,2 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Þau 2,5 prósent sem ríkisstjórnin leggur til í aðgerðapakka sínum dugi ekki til að vega upp á móti þrálátri verðbólgu og verja kaupmátt. 9. júní 2023 08:32
Verðbólguaðgerðirnar afar litlir plástrar á stór sár Verðbólguaðgerðir ríkisstjórnarinnar eru mikil vonbrigði og afar litlir plástrar á stór sár fyrir fátækasta hópinn segir framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. 6. júní 2023 13:01