Kaupfélag Skagfirðinga eigi ekki að flytja inn kjöt Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. júní 2023 12:10 Skagfirðingabúð á Sauðarkróki er höfuðstöð Kaupfélags Skagfirðinga. Vísir/Vilhelm Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga, haldinn 6. júní, beindi því til stjórnar að Kaupfélagið og dótturfélög þess stæðu ekki í innflutningi á erlendum búvörum. Ályktunin kemur á sama tíma og Alþingi hættir tollfrjálsum innflutningi á úkraínsku kjöti. Bændablaðið greindi fyrst frá aðalfundinum. Ályktunin er sérstaklega áhugaverð í ljósi frétta sem berast af Alþingi. Þar ætla þingmenn ekki að framlengja undanþágu á tollum á innfluttum landbúnaðarafurðum frá Úkraínu vegna andstöðu nokkurra þingmanna. Undanþágan hefur verið ein helsta leið Íslendinga til að styðja við Úkraínu. Fjöldi þingmanna steig upp í pontu til að lýsa yfir vonbrigðum sínum með niðurstöðuna, bæði stjórnarliðar og þingmenn stjórnarandstöðunnar. Þórdís Kolbrún og Guðlaugur Þór lýstu bæði yfir vilja sínum til að framlengja undanþáguna á meðan flokksbræður þeirra, Ásmundur Friðriksson og Birgir Þórarinsson, gerðu lítið úr vægi innflutningsins fyrir Úkraínu. Áður höfðu Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, og þingmenn Viðreisnar sagt að þrýstingur frá hagsmunaöflum landbúnaðarins hafi komið í veg fyrir að undanþágan yrði framlengd. Ísland eigi að framleiða sitt eigið kjöt og merkja það vel Sigurjón R. Rafnsson, aðstoðarkaupfélagsstjóri, sagði ályktun aðalfundarins vera skýr skilaboð um hvað Kaupfélagið og dótturfélög þess eigi að standa fyrir. Þá segir hann að stefna eigi að aukinni innlendri framleiðslu á kjötvörum. Sigurjón R. Rafnsson, aðstoðarkaupfélagsstjóri, segir ályktun aðalfundarins skýr skilaboð.Aðsent „Ísland ætti að framleiða allar sínar kjötafurðir sjálft ef það mögulega getur, líkt og þekkist í Noregi þar sem hlutfall innlendrar framleiðslu er yfir 90 prósent. Við höfum landgæði, vatn og getu til meiri framleiðslu. En til að ná því markmiði þurfa stjórnvöld að koma að því með meiri stuðningi. Stuðningur við íslenskan landbúnað er hættulega lítill í samanburði við stuðning í Evrópu og afurðastöðvarnar geta ekki einar brúað það bil sem vantar upp á,“ hafði Bændablaðið eftir Sigurjóni. Í samþykkt fundarins er því einnig beint til stjórnar að Kaupfélagið og dótturfélög þess selji ekki landbúnaðarvörur nema uppruni þeirra komi fram með skýrum hætti. Stjórn og stjórnendur samstæðufyrirtækja eigi að vinna í því að fá afurðir úr slátrun sinni vottaðar sem íslenskar af þriðja aðila. Þá var í samþykkt aðalfundarins lögð áhersla á að stjórn KS og stjórnendur samstæðufélaga aðstoði sína innleggjendur þannig að starfsskilyrði þeirra verði sem best og að leitast verði við að greiða sem hæst skilaverð fyrir landbúnaðarafurðir til bænda. „Hluti af því er að vinna áfram að því mikilvæga starfi að saman geti fyrirtækin í landbúnaði og bændur tekið saman höndum um að styrkja umgjörð íslensks landbúnaðar,“ segir í samþykktinni. Landbúnaður Skagafjörður Úkraína Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Lítill minnihluti á Alþingi stöðvar stuðning við tollfrelsi Úkraínu Alþingi er á lokametrunum fyrir sumarleyfi þingmanna og voru fjölmörg frumvörp ýmist afgreidd sem lög eða til lokaumræðu á þinginu í dag. Nokkur tími fór hins vegar einnig í umræður um að Alþingi mun ekki framlengja undanþágu á tollum á innfluttum landbúnaðarafurðum frá Úkraínu á þessu þingi vegna andstöðu nokkurra þingmanna. 8. júní 2023 19:31 „Ég neita að trúa að Alþingi Íslendinga ætli að vera svona smátt“ Harðar umræður urðu á Alþingi í dag vegna erindis er varðar undanþágu vegna tollfrjáls innflutnings frá Úkraínu. Þingmenn Viðreisnar flykktust í pontu til að gagnrýna máttleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart hagsmunaöflum íslensks landbúnaðar. 7. júní 2023 14:03 Ólafur segir vinnubrögð íslenskra stjórnvalda til háborinnar skammar Svo virðist sem skyndileg þinglok hafi komið fjölmörgum í opna skjöldu. Fjöldi mála er óafgreiddur, eitt þeirra er tollfrelsi fyrir úkraínskar vörur sem virðist ætla að brenna inni vegna hastarlegra þinglokanna. 7. júní 2023 11:42 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Bændablaðið greindi fyrst frá aðalfundinum. Ályktunin er sérstaklega áhugaverð í ljósi frétta sem berast af Alþingi. Þar ætla þingmenn ekki að framlengja undanþágu á tollum á innfluttum landbúnaðarafurðum frá Úkraínu vegna andstöðu nokkurra þingmanna. Undanþágan hefur verið ein helsta leið Íslendinga til að styðja við Úkraínu. Fjöldi þingmanna steig upp í pontu til að lýsa yfir vonbrigðum sínum með niðurstöðuna, bæði stjórnarliðar og þingmenn stjórnarandstöðunnar. Þórdís Kolbrún og Guðlaugur Þór lýstu bæði yfir vilja sínum til að framlengja undanþáguna á meðan flokksbræður þeirra, Ásmundur Friðriksson og Birgir Þórarinsson, gerðu lítið úr vægi innflutningsins fyrir Úkraínu. Áður höfðu Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, og þingmenn Viðreisnar sagt að þrýstingur frá hagsmunaöflum landbúnaðarins hafi komið í veg fyrir að undanþágan yrði framlengd. Ísland eigi að framleiða sitt eigið kjöt og merkja það vel Sigurjón R. Rafnsson, aðstoðarkaupfélagsstjóri, sagði ályktun aðalfundarins vera skýr skilaboð um hvað Kaupfélagið og dótturfélög þess eigi að standa fyrir. Þá segir hann að stefna eigi að aukinni innlendri framleiðslu á kjötvörum. Sigurjón R. Rafnsson, aðstoðarkaupfélagsstjóri, segir ályktun aðalfundarins skýr skilaboð.Aðsent „Ísland ætti að framleiða allar sínar kjötafurðir sjálft ef það mögulega getur, líkt og þekkist í Noregi þar sem hlutfall innlendrar framleiðslu er yfir 90 prósent. Við höfum landgæði, vatn og getu til meiri framleiðslu. En til að ná því markmiði þurfa stjórnvöld að koma að því með meiri stuðningi. Stuðningur við íslenskan landbúnað er hættulega lítill í samanburði við stuðning í Evrópu og afurðastöðvarnar geta ekki einar brúað það bil sem vantar upp á,“ hafði Bændablaðið eftir Sigurjóni. Í samþykkt fundarins er því einnig beint til stjórnar að Kaupfélagið og dótturfélög þess selji ekki landbúnaðarvörur nema uppruni þeirra komi fram með skýrum hætti. Stjórn og stjórnendur samstæðufyrirtækja eigi að vinna í því að fá afurðir úr slátrun sinni vottaðar sem íslenskar af þriðja aðila. Þá var í samþykkt aðalfundarins lögð áhersla á að stjórn KS og stjórnendur samstæðufélaga aðstoði sína innleggjendur þannig að starfsskilyrði þeirra verði sem best og að leitast verði við að greiða sem hæst skilaverð fyrir landbúnaðarafurðir til bænda. „Hluti af því er að vinna áfram að því mikilvæga starfi að saman geti fyrirtækin í landbúnaði og bændur tekið saman höndum um að styrkja umgjörð íslensks landbúnaðar,“ segir í samþykktinni.
Landbúnaður Skagafjörður Úkraína Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Lítill minnihluti á Alþingi stöðvar stuðning við tollfrelsi Úkraínu Alþingi er á lokametrunum fyrir sumarleyfi þingmanna og voru fjölmörg frumvörp ýmist afgreidd sem lög eða til lokaumræðu á þinginu í dag. Nokkur tími fór hins vegar einnig í umræður um að Alþingi mun ekki framlengja undanþágu á tollum á innfluttum landbúnaðarafurðum frá Úkraínu á þessu þingi vegna andstöðu nokkurra þingmanna. 8. júní 2023 19:31 „Ég neita að trúa að Alþingi Íslendinga ætli að vera svona smátt“ Harðar umræður urðu á Alþingi í dag vegna erindis er varðar undanþágu vegna tollfrjáls innflutnings frá Úkraínu. Þingmenn Viðreisnar flykktust í pontu til að gagnrýna máttleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart hagsmunaöflum íslensks landbúnaðar. 7. júní 2023 14:03 Ólafur segir vinnubrögð íslenskra stjórnvalda til háborinnar skammar Svo virðist sem skyndileg þinglok hafi komið fjölmörgum í opna skjöldu. Fjöldi mála er óafgreiddur, eitt þeirra er tollfrelsi fyrir úkraínskar vörur sem virðist ætla að brenna inni vegna hastarlegra þinglokanna. 7. júní 2023 11:42 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Lítill minnihluti á Alþingi stöðvar stuðning við tollfrelsi Úkraínu Alþingi er á lokametrunum fyrir sumarleyfi þingmanna og voru fjölmörg frumvörp ýmist afgreidd sem lög eða til lokaumræðu á þinginu í dag. Nokkur tími fór hins vegar einnig í umræður um að Alþingi mun ekki framlengja undanþágu á tollum á innfluttum landbúnaðarafurðum frá Úkraínu á þessu þingi vegna andstöðu nokkurra þingmanna. 8. júní 2023 19:31
„Ég neita að trúa að Alþingi Íslendinga ætli að vera svona smátt“ Harðar umræður urðu á Alþingi í dag vegna erindis er varðar undanþágu vegna tollfrjáls innflutnings frá Úkraínu. Þingmenn Viðreisnar flykktust í pontu til að gagnrýna máttleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart hagsmunaöflum íslensks landbúnaðar. 7. júní 2023 14:03
Ólafur segir vinnubrögð íslenskra stjórnvalda til háborinnar skammar Svo virðist sem skyndileg þinglok hafi komið fjölmörgum í opna skjöldu. Fjöldi mála er óafgreiddur, eitt þeirra er tollfrelsi fyrir úkraínskar vörur sem virðist ætla að brenna inni vegna hastarlegra þinglokanna. 7. júní 2023 11:42