Úrslitaleikurinn gegn Inter verði erfiðari fyrir City en gegn Man United Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. júní 2023 14:02 Manchester City tryggði sér enska bikarmeistaratitilinn síðastliðinn laugardag og freistar þess nú að klára þrennuna gegn Inter í úrslitum Meistaradeildar Evrópu á morgun. James Williamson - AMA/Getty Images Sparkspekingurinn Paul Merson segir að ítalska liðið Inter Milan verði erfiðara próf fyrir Englandsmeistara Manchester City á leið þeirra að þrennunni eftirsóttu. Inter og City mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. Manchester City tryggði sér enska bikarmeistaratitilinn síðastliðinn laugardag með 2-1 sigri gegn Manchester United á Wembley, aðeins tveimur vikum eftir að Englandsmeistaratitillinn var í höfn. Liðið er því aðeins einum sigri frá því að fullkomna stóru þrennuna, að vinna Englandsmeistaratitilinn, enska bikarinn og Meistaradeild Evrópu. Aðeins einu liði í sögunni hefur tekist það, en það voru einmitt nágrannar þeirra í Manchester United sem gerðu það tímabilið 1998-99. Pressan er því mikil á bláa Manchester-liðinu á morgun þegar liðið mætir Inter í Istanbul. Pressan muni hafa mikið að segja Eins og áður segir hefur Paul Merson, sparkspekingur hjá Sky Sports, trú á því að Inter verði mun erfiðari andstæðingur fyrir City en Manchester United var. Hann segir að pressan spili þar stórt hlutverk. „Leikmenn City munu finna fyrir pressunni í úrslitaleiknum. Þeir mættu Chelsea í úrslitum fyrir tveimur árum og fólk bjóst við því að þeir myndu vinna það. Við getum líka skoðað undanúrslitaleiki þar sem fólk bjóst við því að þeir myndu vinna, en gerðu það ekki. Þetta er stór leikur og auðvitað verða þeir stressaðir,“ segir Merson í pistli á Sky Sports. „Þeir munu ekki oft komast í þessa stöðu aftur, sama hversu góðir þeir eru. Deildin sér um sína þar sem eru 38 leikir og þú færð smá slaka, en það þarf ekki nema eitt víti eins og þeir fengu á sig í leiknum á móti United og þá er þetta allt í einu orðinn leikur.“ Inter hafi framherjana sem United skorti Þá segir Merson að stór ástæða þess að leikurinn gegn Inter verði erfiðari en gegn United sé sú að ítalska liðið hafi framherjana sem United vanti. „Ég hef alltaf talið að þetta verði erfiðari leikur en gegn United. Inter er með alvöru framherja sem geta skaðað þig í Lautaro Martinez og Romelu Lukaku. Ég sé það ekki í þessum fremstu þrem hjá United, nema í Marcus Rashford. Það er þeirra vandamál. Þetta verður erfiður leikur og þeir verða stressaðir.“ „Ef bæði lið spila eins vel og þau geta þá vinnur Manchester City. En þeir eru mennskir og við höfum séð leiki þar sem þeir eru ekki á deginum sínum. Ekki oft, en það hefur komið fyrir,“ sagði Merson. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 og leikurinn sjálfur klukkan 19:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Fleiri fréttir Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Sjá meira
Manchester City tryggði sér enska bikarmeistaratitilinn síðastliðinn laugardag með 2-1 sigri gegn Manchester United á Wembley, aðeins tveimur vikum eftir að Englandsmeistaratitillinn var í höfn. Liðið er því aðeins einum sigri frá því að fullkomna stóru þrennuna, að vinna Englandsmeistaratitilinn, enska bikarinn og Meistaradeild Evrópu. Aðeins einu liði í sögunni hefur tekist það, en það voru einmitt nágrannar þeirra í Manchester United sem gerðu það tímabilið 1998-99. Pressan er því mikil á bláa Manchester-liðinu á morgun þegar liðið mætir Inter í Istanbul. Pressan muni hafa mikið að segja Eins og áður segir hefur Paul Merson, sparkspekingur hjá Sky Sports, trú á því að Inter verði mun erfiðari andstæðingur fyrir City en Manchester United var. Hann segir að pressan spili þar stórt hlutverk. „Leikmenn City munu finna fyrir pressunni í úrslitaleiknum. Þeir mættu Chelsea í úrslitum fyrir tveimur árum og fólk bjóst við því að þeir myndu vinna það. Við getum líka skoðað undanúrslitaleiki þar sem fólk bjóst við því að þeir myndu vinna, en gerðu það ekki. Þetta er stór leikur og auðvitað verða þeir stressaðir,“ segir Merson í pistli á Sky Sports. „Þeir munu ekki oft komast í þessa stöðu aftur, sama hversu góðir þeir eru. Deildin sér um sína þar sem eru 38 leikir og þú færð smá slaka, en það þarf ekki nema eitt víti eins og þeir fengu á sig í leiknum á móti United og þá er þetta allt í einu orðinn leikur.“ Inter hafi framherjana sem United skorti Þá segir Merson að stór ástæða þess að leikurinn gegn Inter verði erfiðari en gegn United sé sú að ítalska liðið hafi framherjana sem United vanti. „Ég hef alltaf talið að þetta verði erfiðari leikur en gegn United. Inter er með alvöru framherja sem geta skaðað þig í Lautaro Martinez og Romelu Lukaku. Ég sé það ekki í þessum fremstu þrem hjá United, nema í Marcus Rashford. Það er þeirra vandamál. Þetta verður erfiður leikur og þeir verða stressaðir.“ „Ef bæði lið spila eins vel og þau geta þá vinnur Manchester City. En þeir eru mennskir og við höfum séð leiki þar sem þeir eru ekki á deginum sínum. Ekki oft, en það hefur komið fyrir,“ sagði Merson. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 og leikurinn sjálfur klukkan 19:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Fleiri fréttir Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Sjá meira