Laxastofninn í Þjórsá hefur margfaldast að stærð – hvers vegna? Jón Árni Vignisson skrifar 9. júní 2023 09:01 Landsvirkjun /Jóna Bjarnadóttir skrifar 6. júní 2023 inn á Vísir.is Í grein sinni heldur Landsvirkjun því fram að fiskstofnar Þjórsár hafi vaxið og dafnað vegna framkvæmda fyrirtækisins í ánni og sé það fyrst of fremst því að þakka að sex virkjanir Landsvirkjunar í Þjórsá hafi haft þessi jákvæðu áhrif. Í Þjórsá eru tvær virkjanir, Búrfell 1 og Búrfell 2, báðar langt ofan við fiskgenga hluta árinnar. Sultartangavirkjun er enn innar í landinu og er hún knúin áfram af Þjórsá og Tungnaá. Aðrar virkjanir eru ekki í Þjórsá. Framganga Landsvirkjunar við Þjórsárvirkjanirnar tvær var með þeim hætti að eftir gerð Búrfellvirkjunar 1, var á níunda áratug síðustu aldar ráðist í það verkefni að breyta umhverfi virkjunarinnar, með það að markmiði að mögulegt yrði að byggja Búrfell 2. Var staðið þannig að verki að lífríki Þjórsár skaðaðist verulega, aðallega vegna gríðarlegs magns af jarðvegi sem rutt var út í ána. Farvegur Þjórsár var látinn taka við óþekktu magni jarðefna og flytja til sjávar. Á leið sinni niður farveginn lagðist efnið yfir hrigningasvæði í stórum stíl. Í mörg ár á eftir mátti sjá afleiðingar þessa verknaðar. Veiðifélag Þjórsár kom því til leiðar að Landsvirkjun byggði upp fiskstofna árinnar enda skaðinn verulegur sem fyrirtækið hafði valdið. Varð að samkomulagi að Landsvirkjun myndi rækta ána upp með seiðasleppingum og gerð fiskstiga við fossinn Búða, í þeim tilgangi að stækka búsvæði í stað þeirra sem eyðilögðust af völdum Landsvirkjunar. Fiskstiginn var tekinn í notkun árið 1991 og seiðum var sleppt í ána til ársins 2005. Frá árinu 2010 hefur Veiðifélag Þjórsár vakið athygli nefndarsviða Alþingis, Fiskistofu, Orkustofnunar og sveitarstjórna á vanköntum á hugmyndum Landsvirkjunar varðandi Hvammsvirkjun í Þjórsá. Erlendir sérfræðingar í líffræði og fiskifræðingar vara við hugmyndum Landsvirkjunar og telja mýmörg dæmi til um mannvirki af þeirri tegund sem Landsvirkjun telur vera verkfræðilega snilld. Þau mannvirki eiga það flest sameiginlegt að hafa brugðist væntingum að mestu leiti, sérstaklega varðandi seiðaveitingar. Veiðifélag Þjórsár telur skorta verulega á að unnið hafi verið að undirbúningi Hvammsvirkjunar á fullnægjandi hátt. Verði af framkvæmdum eins og hönnunargögn dagsins í dag gera ráð fyrir eru líkur á að lífríki Þjórsár skaðist verulega. Það er merkilegt að sjá starfsmenn Landsvirkjunar ætla að breyta sögunni með þeim hætti að senda frá sér greinar eins og þá sem birt var á Vísi.is 6.júní sl. Landsvirkjun virðist vera heimilt að sólunda fjármunum til að kaupa sér þær niðurstöður sem hentar hverju sinni. Hafa útsendarar Landsvirkjunar verið látnir ganga á milli sveitarfélaga, með alla vasa fulla af fé almennings, í þeim tilgangi að tryggja að réttur íbúa sveitarfélaga til að hafa áhrif á gang mála í sinni heimabyggð sé fótum troðin. Fyrir liggur beiðni Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Í næstu viku mun sveitarstjórnafólk í Rangárþingi ytra og Skeiða og Gnúpverjahrepp ætla að gefa út framkvæmdaleyfi til handa Landsvirkjun að ráðast gegn lífríki Þjórsár í þessum sveitarfélögum. Sú afgreiðsla mun gleðja þann hluta kappsfullra starfsmanna Landsvirkjunar sem unnið hafa þessu máli brautargengi, enda ekki öðru vanir en fá sitt í gegn, sama hvað það kostar. Margt hefur verið sagt og skrifað um vænt neikvæð áhrif fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar í Þjórsá á fiskstofna árinnar. Er það af gefnu tilefni. Höfundur er stjórnarmaður í Veiðfélagi Þjórsár Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Dýr Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Landsvirkjun /Jóna Bjarnadóttir skrifar 6. júní 2023 inn á Vísir.is Í grein sinni heldur Landsvirkjun því fram að fiskstofnar Þjórsár hafi vaxið og dafnað vegna framkvæmda fyrirtækisins í ánni og sé það fyrst of fremst því að þakka að sex virkjanir Landsvirkjunar í Þjórsá hafi haft þessi jákvæðu áhrif. Í Þjórsá eru tvær virkjanir, Búrfell 1 og Búrfell 2, báðar langt ofan við fiskgenga hluta árinnar. Sultartangavirkjun er enn innar í landinu og er hún knúin áfram af Þjórsá og Tungnaá. Aðrar virkjanir eru ekki í Þjórsá. Framganga Landsvirkjunar við Þjórsárvirkjanirnar tvær var með þeim hætti að eftir gerð Búrfellvirkjunar 1, var á níunda áratug síðustu aldar ráðist í það verkefni að breyta umhverfi virkjunarinnar, með það að markmiði að mögulegt yrði að byggja Búrfell 2. Var staðið þannig að verki að lífríki Þjórsár skaðaðist verulega, aðallega vegna gríðarlegs magns af jarðvegi sem rutt var út í ána. Farvegur Þjórsár var látinn taka við óþekktu magni jarðefna og flytja til sjávar. Á leið sinni niður farveginn lagðist efnið yfir hrigningasvæði í stórum stíl. Í mörg ár á eftir mátti sjá afleiðingar þessa verknaðar. Veiðifélag Þjórsár kom því til leiðar að Landsvirkjun byggði upp fiskstofna árinnar enda skaðinn verulegur sem fyrirtækið hafði valdið. Varð að samkomulagi að Landsvirkjun myndi rækta ána upp með seiðasleppingum og gerð fiskstiga við fossinn Búða, í þeim tilgangi að stækka búsvæði í stað þeirra sem eyðilögðust af völdum Landsvirkjunar. Fiskstiginn var tekinn í notkun árið 1991 og seiðum var sleppt í ána til ársins 2005. Frá árinu 2010 hefur Veiðifélag Þjórsár vakið athygli nefndarsviða Alþingis, Fiskistofu, Orkustofnunar og sveitarstjórna á vanköntum á hugmyndum Landsvirkjunar varðandi Hvammsvirkjun í Þjórsá. Erlendir sérfræðingar í líffræði og fiskifræðingar vara við hugmyndum Landsvirkjunar og telja mýmörg dæmi til um mannvirki af þeirri tegund sem Landsvirkjun telur vera verkfræðilega snilld. Þau mannvirki eiga það flest sameiginlegt að hafa brugðist væntingum að mestu leiti, sérstaklega varðandi seiðaveitingar. Veiðifélag Þjórsár telur skorta verulega á að unnið hafi verið að undirbúningi Hvammsvirkjunar á fullnægjandi hátt. Verði af framkvæmdum eins og hönnunargögn dagsins í dag gera ráð fyrir eru líkur á að lífríki Þjórsár skaðist verulega. Það er merkilegt að sjá starfsmenn Landsvirkjunar ætla að breyta sögunni með þeim hætti að senda frá sér greinar eins og þá sem birt var á Vísi.is 6.júní sl. Landsvirkjun virðist vera heimilt að sólunda fjármunum til að kaupa sér þær niðurstöður sem hentar hverju sinni. Hafa útsendarar Landsvirkjunar verið látnir ganga á milli sveitarfélaga, með alla vasa fulla af fé almennings, í þeim tilgangi að tryggja að réttur íbúa sveitarfélaga til að hafa áhrif á gang mála í sinni heimabyggð sé fótum troðin. Fyrir liggur beiðni Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Í næstu viku mun sveitarstjórnafólk í Rangárþingi ytra og Skeiða og Gnúpverjahrepp ætla að gefa út framkvæmdaleyfi til handa Landsvirkjun að ráðast gegn lífríki Þjórsár í þessum sveitarfélögum. Sú afgreiðsla mun gleðja þann hluta kappsfullra starfsmanna Landsvirkjunar sem unnið hafa þessu máli brautargengi, enda ekki öðru vanir en fá sitt í gegn, sama hvað það kostar. Margt hefur verið sagt og skrifað um vænt neikvæð áhrif fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar í Þjórsá á fiskstofna árinnar. Er það af gefnu tilefni. Höfundur er stjórnarmaður í Veiðfélagi Þjórsár
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun