Grótta náði jafntefli gegn toppliðinu | Víkingskonur töpuðu sínum fyrstu stigum Smári Jökull Jónsson skrifar 8. júní 2023 21:12 Pétur Theodór Árnason skoraði fyrir Gróttu. Jafntefli varð í báðum leikjum kvöldsins í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Þá vann Afturelding góðan sigur á Víkingi í Lengjudeild kvenna en Víkingar voru með fullt hús stiga fyrir leiki kvöldsins. Fyrir leik Fjölnis og Gróttu í dag var Fjölnir í efsta sæti Lengjudeildar karla en Grótta í sjötta sæti eftir fimm umferðir. Liðin mættust á heimavelli Fjölnis í Grafarvogi og það voru gestirnir sem gerðu fyrsta markið þegar Pétur Theodór Árnason skoraði á 10. mínútu. Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks tókst Fjölni að jafna, þar var að verki Axel Freyr Harðarson fyrrum leikmaður Gróttu. Staðan í hálfleik 1-1. Tómas Jóhannessen kom Gróttu í forystu á ný á 54. mínútu en Máni Austmann Hilmarsson jafnaði fyrir Fjölni þremur mínútum síðar. Lokatölur 1-1 og Fjölnir nú eitt í efsta sæti deildarinnar. Í Njarðvík tóku heimamenn á móti Selfyssingum. Guðmundur Tyrfingsson kom gestunum yfir á 17. mínútu en Luqman Shamsudin jafnaði fyrir Njarðvík sex mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 1-1 og Selfoss jafnar því Grindavík að stigum í 3. - 4. sæti deildarinnar en Njarðvík lyftir sér upp um eitt sæti og í það sjöunda. Afturelding fyrstar til að vinna Víkinga Í Lengjudeild kvenna tapaði Víkingur sínum fyrstu stigum þegar liðið beið lægri hlut gegn Aftureldingu á heimavelli. Sigdís Eva Bárðardóttir kom Aftueldingu yfir í fyrri hálfleik en Hlín Heiðarsdóttir jafnaði skömmu síðar. Hildur Karítas Gunnarsdóttir skoraði svo tvö mörk fyrir Mosfellinga sitt hvoru megin við hálfleikinn en Bergdís Sveinsdóttir klóraði í bakkann fyrir Víkinga. Lokatölur 3-2 og fyrsta tap Víkinga staðreynd sem voru með fullt hús stiga fyrir leikinn í kvöld. HK rótburstaði KR á heimavelli sínum í Kópavogi. Arna Sól Sævarsdóttir skoraði þrennu fyrir HK og þær Eva Stefánsdóttir, Eva Sól Aradóttir og Ísabella Eva Aradóttir bættu mörkum í sarpinn fyrir Kópavogsliðið. Lokatölur 6-1 eftir að Jewel Boland minnkaði muninn fyrir KR í uppbótartíma. Þá vann Fylkir 5-0 sigur á Augnablik. Þórhildur Þórhallsdóttir, Guðrún Karítas Sigurðardóttir og Helga Guðrún Kristinsdóttir komu Fylki í 5-0 í fyrri hálfleik og Helga Guðrún bætti öðru marki við á 61. mínútu leiksins. Tijana Krstic setti svo punktinn yfir i-ið á 87. mínútu og tryggði HK 5-0 sigur. Lengjudeild karla Íslenski boltinn Lengjudeild kvenna Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Fleiri fréttir Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sjá meira
Fyrir leik Fjölnis og Gróttu í dag var Fjölnir í efsta sæti Lengjudeildar karla en Grótta í sjötta sæti eftir fimm umferðir. Liðin mættust á heimavelli Fjölnis í Grafarvogi og það voru gestirnir sem gerðu fyrsta markið þegar Pétur Theodór Árnason skoraði á 10. mínútu. Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks tókst Fjölni að jafna, þar var að verki Axel Freyr Harðarson fyrrum leikmaður Gróttu. Staðan í hálfleik 1-1. Tómas Jóhannessen kom Gróttu í forystu á ný á 54. mínútu en Máni Austmann Hilmarsson jafnaði fyrir Fjölni þremur mínútum síðar. Lokatölur 1-1 og Fjölnir nú eitt í efsta sæti deildarinnar. Í Njarðvík tóku heimamenn á móti Selfyssingum. Guðmundur Tyrfingsson kom gestunum yfir á 17. mínútu en Luqman Shamsudin jafnaði fyrir Njarðvík sex mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 1-1 og Selfoss jafnar því Grindavík að stigum í 3. - 4. sæti deildarinnar en Njarðvík lyftir sér upp um eitt sæti og í það sjöunda. Afturelding fyrstar til að vinna Víkinga Í Lengjudeild kvenna tapaði Víkingur sínum fyrstu stigum þegar liðið beið lægri hlut gegn Aftureldingu á heimavelli. Sigdís Eva Bárðardóttir kom Aftueldingu yfir í fyrri hálfleik en Hlín Heiðarsdóttir jafnaði skömmu síðar. Hildur Karítas Gunnarsdóttir skoraði svo tvö mörk fyrir Mosfellinga sitt hvoru megin við hálfleikinn en Bergdís Sveinsdóttir klóraði í bakkann fyrir Víkinga. Lokatölur 3-2 og fyrsta tap Víkinga staðreynd sem voru með fullt hús stiga fyrir leikinn í kvöld. HK rótburstaði KR á heimavelli sínum í Kópavogi. Arna Sól Sævarsdóttir skoraði þrennu fyrir HK og þær Eva Stefánsdóttir, Eva Sól Aradóttir og Ísabella Eva Aradóttir bættu mörkum í sarpinn fyrir Kópavogsliðið. Lokatölur 6-1 eftir að Jewel Boland minnkaði muninn fyrir KR í uppbótartíma. Þá vann Fylkir 5-0 sigur á Augnablik. Þórhildur Þórhallsdóttir, Guðrún Karítas Sigurðardóttir og Helga Guðrún Kristinsdóttir komu Fylki í 5-0 í fyrri hálfleik og Helga Guðrún bætti öðru marki við á 61. mínútu leiksins. Tijana Krstic setti svo punktinn yfir i-ið á 87. mínútu og tryggði HK 5-0 sigur.
Lengjudeild karla Íslenski boltinn Lengjudeild kvenna Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Fleiri fréttir Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sjá meira