Noel Gallagher ætlar að koma (næstum) nakinn fram ef City verða Evrópumeistarar Siggeir Ævarsson skrifar 8. júní 2023 23:31 Noel Gallagher, oft þekktur sem rólegri Gallagher-bróðirinn. Noel Gallagher ætlar að koma fram á tónleikum á nærbuxunum einum fata ef Manchester City fer með sigur af hólmi í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Inter þann 10. júní. Noel, sem var annar af forsprökkum hinnar bresku rokksveitar Oasis og núverandi frontmaður sveitarinnar Noel Gallagher's High Flying Birds, er einn af hörðustu stuðningsmönnum Manchester City. Noel er einnig mikill aðdáandi Erling Håland en þessi mynd var tekinn af þeim félögum um daginn eftir 4-1 sigur City á Arsenal, og nú hefur Noel lofað að endurskapa myndina á tónleikum, sjálfur í hlutverki Håland. Noel Gallagher and Erling Haaland at the Etihad last night pic.twitter.com/sdwGsPRiFE— Oasis Mania (@OasisMania) April 27, 2023 Alla jafna missir Noel aldrei af úrslitaleik Meistaradeildarinnar og passar vel upp á að vera ekki bókaður í lok maí, en í ár gleymdi hann að gera ráð fyrir að dagsetningin færðist til vegna HM. „Ég er samningsbundinn um að spila á þessum tónleikum og það er í góðu lagi. Ég horfi á leikinn á bar í San Diego. Ef City vinnur og Håland skorar þrennu þá fer ég á svið á brókinni.“ - sagði Noel í samtali við vefsíðu Manchester City. Noel hefur gengið í gegnum súrt og sætt sem aðdáandi City til margra ára, en hann segir að tapið gegn Chelsea í úrslitum Meistaradeildarinnar 2021 sé sennilega það sárasta sem hann hefur upplifað sem aðdáandi liðsins. „Það lá eitthvað í loftinu þennan dag. Þegar ég vaknaði um morguninn hugsaði ég hvað ég þoli ekki þegar ensk lið mætast í úrslitunum, því það er alltaf glatað að horfa á þá leiki.“ Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu á milli Manchester City og Inter, laugardaginn 10. júní, verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og hefst upphitun fyrir leikinn kl. 18:15. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tónlist Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Fleiri fréttir Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Sjá meira
Noel, sem var annar af forsprökkum hinnar bresku rokksveitar Oasis og núverandi frontmaður sveitarinnar Noel Gallagher's High Flying Birds, er einn af hörðustu stuðningsmönnum Manchester City. Noel er einnig mikill aðdáandi Erling Håland en þessi mynd var tekinn af þeim félögum um daginn eftir 4-1 sigur City á Arsenal, og nú hefur Noel lofað að endurskapa myndina á tónleikum, sjálfur í hlutverki Håland. Noel Gallagher and Erling Haaland at the Etihad last night pic.twitter.com/sdwGsPRiFE— Oasis Mania (@OasisMania) April 27, 2023 Alla jafna missir Noel aldrei af úrslitaleik Meistaradeildarinnar og passar vel upp á að vera ekki bókaður í lok maí, en í ár gleymdi hann að gera ráð fyrir að dagsetningin færðist til vegna HM. „Ég er samningsbundinn um að spila á þessum tónleikum og það er í góðu lagi. Ég horfi á leikinn á bar í San Diego. Ef City vinnur og Håland skorar þrennu þá fer ég á svið á brókinni.“ - sagði Noel í samtali við vefsíðu Manchester City. Noel hefur gengið í gegnum súrt og sætt sem aðdáandi City til margra ára, en hann segir að tapið gegn Chelsea í úrslitum Meistaradeildarinnar 2021 sé sennilega það sárasta sem hann hefur upplifað sem aðdáandi liðsins. „Það lá eitthvað í loftinu þennan dag. Þegar ég vaknaði um morguninn hugsaði ég hvað ég þoli ekki þegar ensk lið mætast í úrslitunum, því það er alltaf glatað að horfa á þá leiki.“ Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu á milli Manchester City og Inter, laugardaginn 10. júní, verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og hefst upphitun fyrir leikinn kl. 18:15.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tónlist Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Fleiri fréttir Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn