Eitt félag í stað tveggja gæti verið „áhugaverðari fjárfestingakostur“

Samruni Regins og Eikar gæti ýtt undir meiri áhuga fjárfesta á félögunum, að mati sjóðstjóra lífeyrissjóðs sem fer með stóran hlut í báðum fyrirtækjum, en markaðsvirði fasteignafélaga er langt undir upplausnarvirði þeirra. Ekki kæmi óvart ef fleiri sambærileg tíðindi myndu berast á næstu tólf mánuðum, að sögn hlutabréfagreinenda.