Inter Miami reynir einnig fá Di María og Busquets Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júní 2023 15:31 Inter Miami vill fá þá Ángel Di María og Sergio Busquets til liðs við sig. Hér mætast þeir félagar í El Clasico árið 2011. Jasper Juinen/Getty Images Inter Miami ætlar sér greinilega stóra hluti í bandarísku MLS-deildinni í knattspyrnu á komandi mánuðum. Lionel Messi er á leið til félagsins og nú berast fréttir af því að liðið ætli sér einnig að klófesta þá Ángel Di María og Sergio Busquets. Bæði Di María og Busquets þekkja það vel að spila með Messi. Di María á að baki 131 leik fyrir argentínska landsliðið og gera má ráð fyrir því að flestir þeirra hafi verið með Messi og Busquets hefur leikið með Barcelona frá árinu 2008 þar sem hann var liðsfélagi argentínska töframannsins til ársins 2021. Það er félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem greinir frá áhuga Inter Miami á því að fá þá Di María og Busquets til liðs við sig. Inter Miami are considering a move for Ángel Di Maria as free agent, as called by @CLMerlo — understand they are informed on conditions of the deal. 🇺🇸🇦🇷 #MLSEurope remains the priority, Benfica are on it. Meanwhile, Inter Miami are still insisting to sign Sergio Busquets. pic.twitter.com/kSMnIzsZRp— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 8, 2023 Þrátt fyrir áhuga Inter Miami greinir Romano þó frá því að Di María vilji helst halda kyrru fyrir í Evrópu. Bæði Di María og Busquets eru samningslausir og geta því ákveðið framtíð sína sjálfir. Ákveði þeir félagar að ganga til liðs við Inter Miami er ekki beint hægt að segja að liðið sé að safna í ungan og efnilegan leikmannahóp. Di María og Busquets verða báðir 35 ára gamlir á árinu og Messi er árinu eldri. Inter Miami situr í neðsta sæti Austurdeildar MLS-deildarinnar með 15 stig eftir 16 leiki, átta stigum á eftir Guðlaugi Victori Pálssyni og félögum í DC United sem sitja í sjöunda og seinasta örugga úrslitakeppnissætinu. Það er því ljós að liðið hefur verk að vinna. Bandaríski fótboltinn Tengdar fréttir Messi staðfestir skiptin til Inter Miami Lionel Messi hefur nú staðfest að hann sé orðinn leikmaður Inter Miami. Bandaríska liðið hefur sömuleiðis staðfest komu Messi á Twitter. 7. júní 2023 20:27 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Bæði Di María og Busquets þekkja það vel að spila með Messi. Di María á að baki 131 leik fyrir argentínska landsliðið og gera má ráð fyrir því að flestir þeirra hafi verið með Messi og Busquets hefur leikið með Barcelona frá árinu 2008 þar sem hann var liðsfélagi argentínska töframannsins til ársins 2021. Það er félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem greinir frá áhuga Inter Miami á því að fá þá Di María og Busquets til liðs við sig. Inter Miami are considering a move for Ángel Di Maria as free agent, as called by @CLMerlo — understand they are informed on conditions of the deal. 🇺🇸🇦🇷 #MLSEurope remains the priority, Benfica are on it. Meanwhile, Inter Miami are still insisting to sign Sergio Busquets. pic.twitter.com/kSMnIzsZRp— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 8, 2023 Þrátt fyrir áhuga Inter Miami greinir Romano þó frá því að Di María vilji helst halda kyrru fyrir í Evrópu. Bæði Di María og Busquets eru samningslausir og geta því ákveðið framtíð sína sjálfir. Ákveði þeir félagar að ganga til liðs við Inter Miami er ekki beint hægt að segja að liðið sé að safna í ungan og efnilegan leikmannahóp. Di María og Busquets verða báðir 35 ára gamlir á árinu og Messi er árinu eldri. Inter Miami situr í neðsta sæti Austurdeildar MLS-deildarinnar með 15 stig eftir 16 leiki, átta stigum á eftir Guðlaugi Victori Pálssyni og félögum í DC United sem sitja í sjöunda og seinasta örugga úrslitakeppnissætinu. Það er því ljós að liðið hefur verk að vinna.
Bandaríski fótboltinn Tengdar fréttir Messi staðfestir skiptin til Inter Miami Lionel Messi hefur nú staðfest að hann sé orðinn leikmaður Inter Miami. Bandaríska liðið hefur sömuleiðis staðfest komu Messi á Twitter. 7. júní 2023 20:27 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Messi staðfestir skiptin til Inter Miami Lionel Messi hefur nú staðfest að hann sé orðinn leikmaður Inter Miami. Bandaríska liðið hefur sömuleiðis staðfest komu Messi á Twitter. 7. júní 2023 20:27