Missa aðstöðuna rétt fyrir heimsmeistaramót eftir gjaldþrot skólans Bjarki Sigurðsson skrifar 7. júní 2023 21:00 Þær Agnes Elín Davíðsdóttir og Rakel Ósk Arnórsdóttir segjast hafa verið að missa sitt annað heimili með brotthvarfi listdansskólans Plié. Vísir/Arnar Tvær stelpur sem eru á leið á heimsmeistaramótið í dansi segja það ömurlegt að missa æfingahúsnæðið örfáum vikum fyrir mótið. Í kjölfar gjaldþrots dansskóla þeirra vita þær aldrei hvar þær æfa næst. Listdansskólinn Plie hefur verið starfræktur síðan árið 2014. Þar geta nemendur æft margar tegundir dans, til að mynda „acrobat“, stepp og ballett. Á mánudaginn var greint frá því að skólinn hafi neyðst til að skila lyklunum að húsnæði sínu í Víkurhvarfi í Kópavogi. Var í yfirlýsingu frá stjórnendum skólans sagt að bæði væri það vegna hækkandi leigu og vegna skorts á opinberum styrkjum, líkt og aðrar tómstundir hljóta. Nemendur skólans skrifuðu saman á rúðurnar áður en þær sögðu bless.Vísir/Arnar Nokkrir nemendur skólans eru skráðir til leiks á heimsmeistaramótinu í dansi sem fer fram í Portúgal í lok þessa mánaðar. Þeir hafa hins vegar allir misst æfingahúsnæðið sitt, þar á meðal þær Rakel og Agnes. „Við vitum ekkert hvar við munum vera í næstu viku eða á morgun. Þannig við erum bara að reyna að finna einhverja sali til þess að æfa,“ segir Rakel Ósk Arnórsdóttir. Þannig þetta setur undirbúning fyrir mótið í smá uppnám? „Já, þetta er mjög erfitt.“ View this post on Instagram A post shared by Rakel Ósk (@rakel_dancer) Á mánudaginn hittust nemendur skólans fyrir utan húsnæðið til að kveðja skólann, sem hefur nú verið tekinn til gjaldþrotaskipta. „Við vorum að knúsast og kveðja Plié allar saman,“ segir Agnes Elín Davíðsdóttir. Stelpurnar kvöddu skólann saman. „Það var mjög erfitt því þetta er seinna heimilið okkar. Við erum margar hér að æfa í 20 tíma í viku. Við erum alltaf hérna á hverjum einasta degi í hverri einustu viku. Það er erfitt að vita að við erum aldrei að fara að koma hingað aftur,“ bætir Rakel við. Þær leita nú að húsnæði til að geta æft sig fyrir heimsmeistaramótið og er leitin ekki einföld. „Við getum ekki verið bara hvar sem er. Við þurfum að hafa almennilegt gólf og hátt upp til lofts því við erum með „acrobat“-nemendur sem eru að gera hættuleg „tricks“ og lyftur. Þá getum við ekki verið alls staðar. Það væri æðislegt ef einhver gæti hjálpað okkur með það,“ segir Rakel en hægt er að hafa samband við þær í gegnum netfangið foreldrafelag@plie.is. Dans Íþróttir barna Kópavogur Tengdar fréttir Njóta ekki sömu stöðu og íþróttafélög og skila lyklunum Listdansskólinn Plié, sem staðsettur er í Víkurhvarfi í Kópavogi, mun hætta starfsemi og leita nýs húsnæðis. Ástæðan er hátt leiguverð en einnig sú staðreynd að hvorki ríki né sveitarfélög komi að rekstrinum með nokkrum hætti. 3. júní 2023 23:09 Allir listdansskólar landsins eigi í erfiðleikum með rekstur Elva Rut Guðlaugsdóttir, annar eiganda Plié listdansskóla segir útlitið hjá listdansskólum á Íslandi hræðilegt. Hún segir framtíð danslistarinnar á Íslandi klárlega í hættu og að um þúsund nemendur séu hræddir um að missa dansskólann sinn. 4. júní 2023 14:37 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Sjá meira
Listdansskólinn Plie hefur verið starfræktur síðan árið 2014. Þar geta nemendur æft margar tegundir dans, til að mynda „acrobat“, stepp og ballett. Á mánudaginn var greint frá því að skólinn hafi neyðst til að skila lyklunum að húsnæði sínu í Víkurhvarfi í Kópavogi. Var í yfirlýsingu frá stjórnendum skólans sagt að bæði væri það vegna hækkandi leigu og vegna skorts á opinberum styrkjum, líkt og aðrar tómstundir hljóta. Nemendur skólans skrifuðu saman á rúðurnar áður en þær sögðu bless.Vísir/Arnar Nokkrir nemendur skólans eru skráðir til leiks á heimsmeistaramótinu í dansi sem fer fram í Portúgal í lok þessa mánaðar. Þeir hafa hins vegar allir misst æfingahúsnæðið sitt, þar á meðal þær Rakel og Agnes. „Við vitum ekkert hvar við munum vera í næstu viku eða á morgun. Þannig við erum bara að reyna að finna einhverja sali til þess að æfa,“ segir Rakel Ósk Arnórsdóttir. Þannig þetta setur undirbúning fyrir mótið í smá uppnám? „Já, þetta er mjög erfitt.“ View this post on Instagram A post shared by Rakel Ósk (@rakel_dancer) Á mánudaginn hittust nemendur skólans fyrir utan húsnæðið til að kveðja skólann, sem hefur nú verið tekinn til gjaldþrotaskipta. „Við vorum að knúsast og kveðja Plié allar saman,“ segir Agnes Elín Davíðsdóttir. Stelpurnar kvöddu skólann saman. „Það var mjög erfitt því þetta er seinna heimilið okkar. Við erum margar hér að æfa í 20 tíma í viku. Við erum alltaf hérna á hverjum einasta degi í hverri einustu viku. Það er erfitt að vita að við erum aldrei að fara að koma hingað aftur,“ bætir Rakel við. Þær leita nú að húsnæði til að geta æft sig fyrir heimsmeistaramótið og er leitin ekki einföld. „Við getum ekki verið bara hvar sem er. Við þurfum að hafa almennilegt gólf og hátt upp til lofts því við erum með „acrobat“-nemendur sem eru að gera hættuleg „tricks“ og lyftur. Þá getum við ekki verið alls staðar. Það væri æðislegt ef einhver gæti hjálpað okkur með það,“ segir Rakel en hægt er að hafa samband við þær í gegnum netfangið foreldrafelag@plie.is.
Dans Íþróttir barna Kópavogur Tengdar fréttir Njóta ekki sömu stöðu og íþróttafélög og skila lyklunum Listdansskólinn Plié, sem staðsettur er í Víkurhvarfi í Kópavogi, mun hætta starfsemi og leita nýs húsnæðis. Ástæðan er hátt leiguverð en einnig sú staðreynd að hvorki ríki né sveitarfélög komi að rekstrinum með nokkrum hætti. 3. júní 2023 23:09 Allir listdansskólar landsins eigi í erfiðleikum með rekstur Elva Rut Guðlaugsdóttir, annar eiganda Plié listdansskóla segir útlitið hjá listdansskólum á Íslandi hræðilegt. Hún segir framtíð danslistarinnar á Íslandi klárlega í hættu og að um þúsund nemendur séu hræddir um að missa dansskólann sinn. 4. júní 2023 14:37 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Sjá meira
Njóta ekki sömu stöðu og íþróttafélög og skila lyklunum Listdansskólinn Plié, sem staðsettur er í Víkurhvarfi í Kópavogi, mun hætta starfsemi og leita nýs húsnæðis. Ástæðan er hátt leiguverð en einnig sú staðreynd að hvorki ríki né sveitarfélög komi að rekstrinum með nokkrum hætti. 3. júní 2023 23:09
Allir listdansskólar landsins eigi í erfiðleikum með rekstur Elva Rut Guðlaugsdóttir, annar eiganda Plié listdansskóla segir útlitið hjá listdansskólum á Íslandi hræðilegt. Hún segir framtíð danslistarinnar á Íslandi klárlega í hættu og að um þúsund nemendur séu hræddir um að missa dansskólann sinn. 4. júní 2023 14:37
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“