Senda fernur nú til Svíþjóðar í von um betri nýtingu Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2023 14:46 Svonefndar Tetra Pak-umbóðir, fernur sem eru samsettar úr pappír og plasti, torvelda endurvinnslu á pappír. Sorpa ætlar nú að láta flokka fernurnar sérstaklega frá öðrum pappír í Svíþjóð. Vísir/Getty Stjórn Sorpu hefur ákveðið að láta flokka fernur sem ekki hefur verið hægt að endurvinna sérstaklega úr pappírsúrgangi í Svíþjóð. Kostnaður við flokkunina er metinn um 75 milljónir króna á ári. Leiðbeiningar til almennings um flokkun á fernum verða óbreyttar. Mikil umræða hefur skapast um endurvinnslu á pappír eftir að dagblaðið Heimildin upplýsti að fernur sem flokkaðar eru með pappír til endurvinnslu séu ekki endurunnar heldur brenndar sem orkugjafi í sementverksmiðjum í Hollandi. Þær raddir hafa heyrst að almenningur hafi verið á einhvern hátt blekktur með fullyrðingum um að fernurnar yrðu endurunnar. Sorpa segir að fyrirtækið hafi nú fengið staðfest frá hollenska fyrirtækinu Smurfit Kappa, endurvinnsluaðila sínum á pappír, að fernurnar séu ekki endurunnar heldur endurnýttar í orkuvinnslu. Í tilkynningu biðst Sorpa afsökunar á sínum þætti í að miðla ekki skýrar til fólks hver afdrif drykkjarferna sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu flokka eru. Þrátt fyrir þetta segir fyrirtækið að það nái að endurvinna um 92 prósent af pappír sem er flokkaður. Fernur skulu áfram flokkaðar með pappír Svonefndar Tetra Pak-umbúðir eru samsettar úr pappa og plasti. Smurfit Kappa segir Sorpu að enginn árangur hafi náðst í að endurvinna fernurnar og að þær rýri endurvinnslumöguleika pappírs sem er flokkaður með þeim. Mikilvægt sé því að ná fernunum úr pappírsstraumnum. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu.Vísir/Sigurjón Því hefur stjórn Sorpu ákveðið að senda pappír fyrst í flokkun hjá Stena Recycling, móttökuaðila Sorpu í Svíþjóð á endurvinnsluefnum, þar sem Tetra Pak-umbóðir verða flokkaðar frá öðrum pappír og pappa. Umbúðunum verði komið í betri farveg í Svíþjóð en afgangurinn af pappírs- og papparuslinu verði svo fluttur áfram til Hollands. Reiknað er með því að kostnaðurinn við útúrdúrinn til Svíþjóðar nema um 75 milljónum króna á ári. Breytingin hefur ekki áhrif á leiðbeiningar til íbúa á höfuðborgarsvæðinu um flokkun á fernum. Þær skal áfram flokka með öðrum pappír. Annars verða þær urðaðar á urðunarstað Sorpu í Álfsnesi. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, segir í samtali við Vísi að ekki liggi nákvæmlega fyrir hvað verði um fernurnar í Svíþjóð. Þjóðhátíðardagur Svíþjóðar er í dag og því hafa nánari upplýsingar ekki fengist strax. Fyrirtækið Fiskeby Board AB haldi því fram að það geti endurunnið Tetra Pak-umbúðir. Umhverfismál Sorpa Tengdar fréttir Neytendur ekki blekktir þó fernur hafi verið brenndar Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur kallað forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóð á fund til að skýra þær fréttir sem bárust í dag um að fernur sem neytendum hafi verið talin trú um að yrðu endurnýttar væru í raun brenndar. Hann lítur málið alvarlegum augum. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir of langt gengið að tala um blekkingar í þessu samhengi. 2. júní 2023 22:23 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast um endurvinnslu á pappír eftir að dagblaðið Heimildin upplýsti að fernur sem flokkaðar eru með pappír til endurvinnslu séu ekki endurunnar heldur brenndar sem orkugjafi í sementverksmiðjum í Hollandi. Þær raddir hafa heyrst að almenningur hafi verið á einhvern hátt blekktur með fullyrðingum um að fernurnar yrðu endurunnar. Sorpa segir að fyrirtækið hafi nú fengið staðfest frá hollenska fyrirtækinu Smurfit Kappa, endurvinnsluaðila sínum á pappír, að fernurnar séu ekki endurunnar heldur endurnýttar í orkuvinnslu. Í tilkynningu biðst Sorpa afsökunar á sínum þætti í að miðla ekki skýrar til fólks hver afdrif drykkjarferna sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu flokka eru. Þrátt fyrir þetta segir fyrirtækið að það nái að endurvinna um 92 prósent af pappír sem er flokkaður. Fernur skulu áfram flokkaðar með pappír Svonefndar Tetra Pak-umbúðir eru samsettar úr pappa og plasti. Smurfit Kappa segir Sorpu að enginn árangur hafi náðst í að endurvinna fernurnar og að þær rýri endurvinnslumöguleika pappírs sem er flokkaður með þeim. Mikilvægt sé því að ná fernunum úr pappírsstraumnum. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu.Vísir/Sigurjón Því hefur stjórn Sorpu ákveðið að senda pappír fyrst í flokkun hjá Stena Recycling, móttökuaðila Sorpu í Svíþjóð á endurvinnsluefnum, þar sem Tetra Pak-umbóðir verða flokkaðar frá öðrum pappír og pappa. Umbúðunum verði komið í betri farveg í Svíþjóð en afgangurinn af pappírs- og papparuslinu verði svo fluttur áfram til Hollands. Reiknað er með því að kostnaðurinn við útúrdúrinn til Svíþjóðar nema um 75 milljónum króna á ári. Breytingin hefur ekki áhrif á leiðbeiningar til íbúa á höfuðborgarsvæðinu um flokkun á fernum. Þær skal áfram flokka með öðrum pappír. Annars verða þær urðaðar á urðunarstað Sorpu í Álfsnesi. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, segir í samtali við Vísi að ekki liggi nákvæmlega fyrir hvað verði um fernurnar í Svíþjóð. Þjóðhátíðardagur Svíþjóðar er í dag og því hafa nánari upplýsingar ekki fengist strax. Fyrirtækið Fiskeby Board AB haldi því fram að það geti endurunnið Tetra Pak-umbúðir.
Umhverfismál Sorpa Tengdar fréttir Neytendur ekki blekktir þó fernur hafi verið brenndar Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur kallað forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóð á fund til að skýra þær fréttir sem bárust í dag um að fernur sem neytendum hafi verið talin trú um að yrðu endurnýttar væru í raun brenndar. Hann lítur málið alvarlegum augum. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir of langt gengið að tala um blekkingar í þessu samhengi. 2. júní 2023 22:23 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Neytendur ekki blekktir þó fernur hafi verið brenndar Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur kallað forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóð á fund til að skýra þær fréttir sem bárust í dag um að fernur sem neytendum hafi verið talin trú um að yrðu endurnýttar væru í raun brenndar. Hann lítur málið alvarlegum augum. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir of langt gengið að tala um blekkingar í þessu samhengi. 2. júní 2023 22:23