Markmið ráðstefnunnar er að miðla þekkingu og breytingum sem hafa átt sér stað í samgöngumálum undanfarna áratugi og hvernig hægt er að læra af reynslunni, bæði innanlands og erlendis.
Meðal þeirra sem taka til máls eru Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri og Bergur Ebbi Benediktsson, rithöfundur og fyrirlesari.
Ráðstefnan er til heiðurs Ragnhildi Hjaltadóttur, fyrrum ráðuneytisstjóra innviðaráðuneytisins sem lét nýverið störfum eftir fjörtíu ára langan starfsferil hjá Stjórnarráðinu.
Streymi af ráðstefnunni má nálgast hér.