„Nálægt því að verða eitt af þessum gömlu goðsagnakenndum liðum” Árni Gísli Magnússon skrifar 5. júní 2023 20:30 Arnar Gunnlaugsson hefur unnið þrjá bikarmeistaratitla sem þjálfari Víkings. Vísir/Hulda Margrét Víkingur frá Reykjavík vann 2-1 sigur á Þór Akureyri á Þórsvellinum í dag. Víkingar skoruðu mörkin snemma í sitthvorum hálfleiknum en Þórsurum tókst að jafna í fyrri hálfleik. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var nokkuð brattur eftir leik og fannst gaman að koma í Þorpið. „Mér fannst það bara hrikalega gaman. Þeir eru með geggjaða stuðningsmenn og frískt lið og það síðasta sem maður vildi fá eftir leikinn á föstudaginn að spila á móti svona baráttuglöðu liði. Þeir bara gáfu okkur leik, það var ekkert flóknara en það, og við vorum bara í tómu basli. Ég man ekki eftir einu færi hjá okkur fyrir utan þessi mörk þannig bara virkilega stoltur að vera kominn í undanúrslit í fjórða skiptið í röð.” Víkingur skoraði strax í upphafi beggja hálfleika sem reyndist dýrt fyrir Þórsara. Er það munurinn á Lengjudeildinni og Bestu deildinni að lið úr deild þeirra bestu refsa fyrir flest mistök? „Já ég held það sko, þeir sofnuðu aðeins á verðinum og við refsuðum en fyrir utan það, eins og ég sagði áðan, ég man ekki eftir einu færi sem við fengum í leiknum og vorum bara að ströggla í lokin við að þrauka þessu fram yfir línuna.” Þórsvöllur er með náttúrulegu grasi sem er ekki upp á sitt besta frekar en aðrir grasvellir landsins. Hvernig fannst Arnari að koma að spila á grasinu? „Þetta er bara áskorun. Við orðnir svo svakalegt gervigraslið og erum stundum eins og beljur á svelli á þessum grasvöllum en það var ekkert út á þennan völl að setja og það var ekkert því að kenna, heldur voru Þórsarar bara grimmir og sterkir og góðir. Við vorum bara í veseni.” Mikið fjaðrafok myndaðist eftir leik Breiðablik og Víkings á föstudagskvöld þar sem Blikar jöfnuðu með tveimur mörkum í uppbótartíma og Arnar fór mikinn í viðtali eftir leik vegna dómgæslunnar. Fylgdi þessi hasar liðinu áfram inn í helgina eða var strax hægt að einbeita sér að bikarleiknum í dag? „Þið fjölmiðlamenn leyfðuð okkur ekkert að gleyma þessu alveg nógu snemma eftir leikinn,” sagði Arnar og hló áður en hann hélt áfram: „Þetta er bara búið að vera gaman þannig séð og þeir sem tóku þátt í leiknum og umræðan eftir leikinn. Ég held að við höfum misst svona 30 ár í þroska og farið aðeins í verða smá smábörn, bæði eftir leik, strax eftir leik en þjóðin er búin að skemmta sér vel á okkar kostnað. Eigum við ekki bara að segja áfram gakk núna og láta þessum kafla lokið þangað til næsta viðureign gegn Blikum fer fram.” Víkingur hefur orðið bikarmeistari þrisvar sinnum í röð, 2019, 2020 og 2021 en keppnin var ekki kláruð 2020 vegna kórónuveirunnar. Víkingur hefur því ekki tapað bikarleik síðan í ágúst 2020 eða í tæp þrjú ár. Hvers vegna er Víkingur með svona rosalegt tak á þessari keppni? „Ef þú ert orðið svona mikið bikarlið þá segir það ýmislegt um karakter leikmanna. Við erum búnir að mæta allskonar mótherjum; bestu liðum landsins, deild fyrir neðan, tveimur deildum fyrir neðan og við erum bara búnir að taka hvern einasta leik alvarlega.” „Þannig þetta er fyrst og fremst bara karakter og hugarfar strákanna að vanmeta ekki neinn og núna erum við nálægt því að verða eitt af þessum old time legendary [í. gömlu goðsagnakenndum] liðum sem geta unnið þetta fjögur ár í röð þannig það er gulrót fyrir okkur þannig okkur líður bara vel í þessari keppni,” sagð Arnar að lokum. Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Þór Akureyri Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira
„Mér fannst það bara hrikalega gaman. Þeir eru með geggjaða stuðningsmenn og frískt lið og það síðasta sem maður vildi fá eftir leikinn á föstudaginn að spila á móti svona baráttuglöðu liði. Þeir bara gáfu okkur leik, það var ekkert flóknara en það, og við vorum bara í tómu basli. Ég man ekki eftir einu færi hjá okkur fyrir utan þessi mörk þannig bara virkilega stoltur að vera kominn í undanúrslit í fjórða skiptið í röð.” Víkingur skoraði strax í upphafi beggja hálfleika sem reyndist dýrt fyrir Þórsara. Er það munurinn á Lengjudeildinni og Bestu deildinni að lið úr deild þeirra bestu refsa fyrir flest mistök? „Já ég held það sko, þeir sofnuðu aðeins á verðinum og við refsuðum en fyrir utan það, eins og ég sagði áðan, ég man ekki eftir einu færi sem við fengum í leiknum og vorum bara að ströggla í lokin við að þrauka þessu fram yfir línuna.” Þórsvöllur er með náttúrulegu grasi sem er ekki upp á sitt besta frekar en aðrir grasvellir landsins. Hvernig fannst Arnari að koma að spila á grasinu? „Þetta er bara áskorun. Við orðnir svo svakalegt gervigraslið og erum stundum eins og beljur á svelli á þessum grasvöllum en það var ekkert út á þennan völl að setja og það var ekkert því að kenna, heldur voru Þórsarar bara grimmir og sterkir og góðir. Við vorum bara í veseni.” Mikið fjaðrafok myndaðist eftir leik Breiðablik og Víkings á föstudagskvöld þar sem Blikar jöfnuðu með tveimur mörkum í uppbótartíma og Arnar fór mikinn í viðtali eftir leik vegna dómgæslunnar. Fylgdi þessi hasar liðinu áfram inn í helgina eða var strax hægt að einbeita sér að bikarleiknum í dag? „Þið fjölmiðlamenn leyfðuð okkur ekkert að gleyma þessu alveg nógu snemma eftir leikinn,” sagði Arnar og hló áður en hann hélt áfram: „Þetta er bara búið að vera gaman þannig séð og þeir sem tóku þátt í leiknum og umræðan eftir leikinn. Ég held að við höfum misst svona 30 ár í þroska og farið aðeins í verða smá smábörn, bæði eftir leik, strax eftir leik en þjóðin er búin að skemmta sér vel á okkar kostnað. Eigum við ekki bara að segja áfram gakk núna og láta þessum kafla lokið þangað til næsta viðureign gegn Blikum fer fram.” Víkingur hefur orðið bikarmeistari þrisvar sinnum í röð, 2019, 2020 og 2021 en keppnin var ekki kláruð 2020 vegna kórónuveirunnar. Víkingur hefur því ekki tapað bikarleik síðan í ágúst 2020 eða í tæp þrjú ár. Hvers vegna er Víkingur með svona rosalegt tak á þessari keppni? „Ef þú ert orðið svona mikið bikarlið þá segir það ýmislegt um karakter leikmanna. Við erum búnir að mæta allskonar mótherjum; bestu liðum landsins, deild fyrir neðan, tveimur deildum fyrir neðan og við erum bara búnir að taka hvern einasta leik alvarlega.” „Þannig þetta er fyrst og fremst bara karakter og hugarfar strákanna að vanmeta ekki neinn og núna erum við nálægt því að verða eitt af þessum old time legendary [í. gömlu goðsagnakenndum] liðum sem geta unnið þetta fjögur ár í röð þannig það er gulrót fyrir okkur þannig okkur líður bara vel í þessari keppni,” sagð Arnar að lokum.
Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Þór Akureyri Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira