Ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar á lífeyrisréttindum Helena Rós Sturludóttir skrifar 5. júní 2023 21:31 Gísli B. Árnason hefur greitt í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins í 25 ár og sér nú fram á skert lífeyrisréttindi. Aðsend samsett mynd Lífeyrisþegi ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar á lífeyrisréttindum sjóðfélaga Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins sem kemur til framkvæmda um næstu mánaðarmót. Formaður Kennarasambands Íslands segir nauðsynlegt að kanna hvort skerðingin standist lög. Skerðingin nemur um tíu prósent og á það við um þau sem fá greitt úr sjóðnum í framtíðinni. Réttindi þeirra sem nú þegar þiggja greiðslur úr sjóðnum dragast saman um rúm fjögur prósent. Lífeyrisþegi sem greitt hefur í sjóðinn í 25 ár fór á eftirlaun í lok árs í fyrra sér fram á 4,1 prósent skerðingu. „Þetta er náttúrulega hlutur sem ég hefði aldrei trúað upp á neina ríkisstjórn á Íslandi að þeir skyldu leggjast svo lágt að þeir skyldu skerða lífeyri fólks sem er komið út af vinnumarkaði. Mér finnst það með ólíkindum,“ segir Gísli B. Árnason, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður og lífeyrisþegi.Gísli fékk tilkynningu frá LSR um breytinguna þann 31. maí síðastliðinn. „Ég fór á eftirlaun í desember 2022. Ég er búin að greiða í 25 ár í þennan lífeyrissjóð og ég á inneign, 25 ára inneign. Minn reikningur sem ég er búinn að borga inn á sem er mín trygging til efri áranna. Að leggjast svo lágt að ætla fara skerða þetta er alveg með ólíkindum. Það mun ég ekki láta líðast það er alveg klárt,“ segir Gísli. Málið er að fólk er ábyggilega ekkert farið að kynna sér þetta. Maður fer að gera það þegar það fer að líða að starfslokum og það var hjá mér í haust og þá uppgötvaði ég þetta Fyrirhuguð skerðing hefur sætt gagnrýni enda tekist á um háar fjárhæðir. Þá hefur komið fram að vafi leiki á því hvort skerðingin standist lög. Framkvæmdastjóri LSR sagði í dag sjóðinn fylgja lögum en að hún ætti allt eins von á því að einhverjir myndu leita réttar síns. „Við munum stefna ríkinu fyrir héraðsdóm og bara keyra á það að fá þessi ósköp leiðrétt,“ segir Gísli og bætir við: „Þetta þarf að vera byrjað að skerða og skerðingin mun taka í gildi núna 1. Júlí næstkomandi og við fyrstu skerðingu þá er ég komin með mál í hendurnar.“ Magnús Þór Jónsson, formaður kennarasambands Íslands, segir nauðsynlegt að allur vafi verði tekinn af því hvort að skerðingin standist stjórnarskrárlög. Sambandið hafi stefnt ríkinu vegna lagabreytinga um lífeyrisjóði opinberra starfsmanna 2017 sem var vísað frá þar sem ekki hafði hlotist skaði af skerðingum. Staðan sé önnur núna og að málið verði skoðað. „Og við stöndum klár á því að við séum með öflugan lífeyrissjóð sem stendur undir því hlutverki sem við ætlum honum. En skiljiði gremju félagsfólks ykkar? Við erum félagsfólk, þetta snertir mig,“ segir Magnús Þór Jónsson. Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldri borgarar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Skerðingin nemur um tíu prósent og á það við um þau sem fá greitt úr sjóðnum í framtíðinni. Réttindi þeirra sem nú þegar þiggja greiðslur úr sjóðnum dragast saman um rúm fjögur prósent. Lífeyrisþegi sem greitt hefur í sjóðinn í 25 ár fór á eftirlaun í lok árs í fyrra sér fram á 4,1 prósent skerðingu. „Þetta er náttúrulega hlutur sem ég hefði aldrei trúað upp á neina ríkisstjórn á Íslandi að þeir skyldu leggjast svo lágt að þeir skyldu skerða lífeyri fólks sem er komið út af vinnumarkaði. Mér finnst það með ólíkindum,“ segir Gísli B. Árnason, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður og lífeyrisþegi.Gísli fékk tilkynningu frá LSR um breytinguna þann 31. maí síðastliðinn. „Ég fór á eftirlaun í desember 2022. Ég er búin að greiða í 25 ár í þennan lífeyrissjóð og ég á inneign, 25 ára inneign. Minn reikningur sem ég er búinn að borga inn á sem er mín trygging til efri áranna. Að leggjast svo lágt að ætla fara skerða þetta er alveg með ólíkindum. Það mun ég ekki láta líðast það er alveg klárt,“ segir Gísli. Málið er að fólk er ábyggilega ekkert farið að kynna sér þetta. Maður fer að gera það þegar það fer að líða að starfslokum og það var hjá mér í haust og þá uppgötvaði ég þetta Fyrirhuguð skerðing hefur sætt gagnrýni enda tekist á um háar fjárhæðir. Þá hefur komið fram að vafi leiki á því hvort skerðingin standist lög. Framkvæmdastjóri LSR sagði í dag sjóðinn fylgja lögum en að hún ætti allt eins von á því að einhverjir myndu leita réttar síns. „Við munum stefna ríkinu fyrir héraðsdóm og bara keyra á það að fá þessi ósköp leiðrétt,“ segir Gísli og bætir við: „Þetta þarf að vera byrjað að skerða og skerðingin mun taka í gildi núna 1. Júlí næstkomandi og við fyrstu skerðingu þá er ég komin með mál í hendurnar.“ Magnús Þór Jónsson, formaður kennarasambands Íslands, segir nauðsynlegt að allur vafi verði tekinn af því hvort að skerðingin standist stjórnarskrárlög. Sambandið hafi stefnt ríkinu vegna lagabreytinga um lífeyrisjóði opinberra starfsmanna 2017 sem var vísað frá þar sem ekki hafði hlotist skaði af skerðingum. Staðan sé önnur núna og að málið verði skoðað. „Og við stöndum klár á því að við séum með öflugan lífeyrissjóð sem stendur undir því hlutverki sem við ætlum honum. En skiljiði gremju félagsfólks ykkar? Við erum félagsfólk, þetta snertir mig,“ segir Magnús Þór Jónsson.
Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldri borgarar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira