Þú ert ekki bara óábyrgur, eins og þú segir sjálfur réttilega, Guðlaugur Þór Ole Anton Bieltvedt skrifar 5. júní 2023 11:00 Guðlaugur Þór Þórðarson varð umhverfisráðherra seint á árinu 2021. Er því búinn að gegna því embætti vel á annað ár. Hann ber aðal ábyrgð á dýra-, náttúru- og umhverfisvernd í landinu, eins og menn vita. Undirritaður hefur mikið beitt sér á því sviði, m.a. í gegnum Jarðarvini, eins og margir vita. Hefur byggt upp verulega þekkingu á því sviði, umfram flesta aðra hér. 10. desember 2021 óskaði ég eftir fundi með þessum nýja ráðherra til að ræða stöðu villtra dýra á Íslandi við hann. Leggja honum til mína vitneskju og gögn, sem ég hafði notað mikinn tíma til að safna. Stytta honum leið að nauðsynlegri þekkingu. Þrátt fyrir nokkra eftirgangsmuni, færðist hann alltaf undan því að hitta mig. Nú í eitt og hálft ár. Útskýringin mun hafa verið sú, að ég hefði móðgað hann með blaðaskrifum, þar sem ég m.a. gagnrýndi hann fyrir það hobbí hans og skemmtun, að elta uppi og drepa hreindýr, og grobba sig svo að því, að hafa drepið saklaust og varnarlaust dýrið, kannske kú frá ungum og hjálparlitlum kálfi, með myndum af sér glaðhlakkalegum og skælbrosandi, yfir dauðu dýrinu, á netinu. Maður, sem lætur stjórnast af persónulegum tilfinningum, móðgunargirni og ólund, og setur slíkt í forgang, tekur það fram fyrir málefnið, upplýsingar og skynsemi, á ekkert erindi í hátt embætti. Þann 2. júní sl. skrifaði Guðlaugur Þór pistil hér, undir fyrirsögninni „Ég er óábyrgur“, þar sem hann lagðist gegn uppbyggingu í Nýja-Skerjafirði. „Græn svæði eru verðmæt“, sagði þessi skyndilega orðni græningi. Síðan voru megin rökin gegn þessari uppbyggingu þau, að í fjörunni haldi sig ýmsar fuglategundir; æðarfugl, sendlingar, tildrur, stelkar og tjaldar. Þar væri líka eini staðurinn innan Reykjavíkurborgar þar sem finna má margæs. Reyndar er mál til komið, að ráðherrann hugsi til stöðu dýra- og fuglalífs á Íslandi, en það hefði farið betur á því, að hann hefði kunnað og skilið, hvernig raða á þeirri vá, sem að fuglalífi landsmanna stafar, betur og skynsamlegar upp, þegar hann loks lætur í sér heyra með þessi mál, sennilega þó ekki af grænum sjónarmiðum, heldur, miklu fremur, til að reyna að hressa upp á sinn pólitíska status og fylgi í Reykjavík. Náttúrufræðistofnun Íslands gefur út „Válista fugla“. Er vástöðu tegunda raðað eftir þeirri vá, sem talið er, að að þeim steðji. Útdauð tegund: Geirfugl Tegundir útdauðar á Íslandi: Gráspör, haftyrðill, keldusvín Tegundir í bráðri hættu: Fjöruspói, lundi, skúmur Tegundir í hættu: Blesgæs, duggönd, fýll, haförn, kjói, sendlingur, stuttnefja, svartbakur, teista, þórshani. Tegundir í nokkurri hættu Tegundir í yfirvofandi hættu Tegundir metnar en ekki í hættu. Ráðherrann hefur ekkert gert fyrir þá fugla, sem eru í hæstu áhættuflokkunum, standa efst á válista, í flokkum 3 og 4, en þar er verndarátak auðvitað bráðbrýnt, en svo er hann með þessari gagnrýni á Nýja-Skerjafjörð, að reyna að setja sig í stellingar með sex tegundir, sem allar eru í flokkum 4 til 7. Aðeins Sendlingur er í áhættuflokki 4, hinir eru í 5, 6 og 7. Auðvitað er gott að vernda alla fugla, en, þegar ekki er hægt að gera allt í einu, þarf að búa til forgangsröð og byrja þar, sem þörfin er mest. Hitt er bara sýndarmennska. Menn skyldu líka ætla, að það væri ansi víðfemt starnd- og fjörusvæði við og um Ísland. Það, að þykjast vera að berjast fyrir velferð þeirra fugla, sem lítil vá steðjar að, en láta hina, eins og lundann, skúm og fjöruspóa, sem allir eru í flokki 3 („Tegund í bráðri hættu“), eða t.a.m. blesgæs, duggönd, fýl, haförn, hvítmáf, kjóa, stuttnefju, svartbak, teistu og þórshana, sem eru í váflokki 4 („Tegund í hættu“), eiga sig, getur auðvitað ekki flokkast undir annað en látalæti. Talandi um lundann, þá stóð ég í stífum viðræðum við sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) um veiðar á lundanum í fyrra vor, þar sem Guðlaugur Þór var með, en þar gagnrýndi ég harðlega veiðarnar, og benti m.a. á, að, annars vegar, væri lundinn (og öll villt dýr) friðuð skv. lögum nr. 64/1994, grein 6, og, að ekki mætti veiða, nema með sérstakri undanþágu ráðherra, og, hins vegar, að lundinn væri „Tegund í bráðri hættu“, skv. þeirra eigin válista. Hvernig gæti það þá staðizt, að enn væri ráðherra að veita undanþágu til veiða og NÍ/Umhverfisstofnun (UST) að veita leyfi til þeirra. Með þetta gerði Guðlaugur Þór ekkert. Lundinn var áfram veiddur í fyrra, en nú er ástand stofnsins orðið enn verra, bráðalvarlegt, án þess að bofs heyrist frá ráðherra. Svipað samtal átti ég við NÍ í fyrrahaust, þar sem Guðlaugur Þór var líka með, en þar benti ég á, að varpstofn rjúpu hefði í raun hrunið næstu 5 árin þar á undan, eða úr 293 þús. fuglum 2018 í 69 þús. 2021, og, að í fyrra, 2022, hafi hann verið enn veikari, þannig, að það hefði átt að hafa verið skilyrðislaust skylduverk ráðherra og NÍ, að vernda fuglinn, með friðun, eins og Sif Friðleifsdóttir, þá umhverfisráðherra, gerði árið 2002. Með þetta gerði Guðlaugur Þór heldur ekkert, kannske hefur hann sjálfur verið við rjúpnaveiðar í fyrra, hver veit. Þá skal þetta rifjað upp: Fagráð um velferð dýra, sem hefur það hlutverk skv. lögum, að vera stjórnvöldum „til ráðuneytis um stefnumótun og einstök álitaefni er varða málefni á sviði velferðar dýra“, hafði vaxandi áhyggjur af veiðum á hreinkúm frá allt niður í 6-8 vikna gömlum kálfum, og beindi þeim tilmælum til UST og ráðhera 3. september 2019, „að kýr verði ekki skotnar frá kálfum yngri en þriggja mánaða...“. Skv. því hefði ekki mátt byrja að veiða hreinkýr fyrr en 1. september, ár hvert, þegar meðalaldur kálfa er 3 mánuðir. Nú er byrjað að veiða kýr, þegar yngstu kálfar eru 6-8 vikna. Fagráðið bætti svo um betur með ráðgjöf sína og sín tilmæli í janúar 2020, þegar það beindi þeim tilmælumtil UST og ráðherra, að mylkar kýr yrðu ekki felldar frá kálfum sínum. Í reyndi þýddi það, að ekki mætti hefja veiðar á hreinkúm fyrr en 1. nóvember, og hefðu því kálfarnir með þessum hætti fengið frið með mæðrum sínum og grið í 5 mánuði, í stað 2ja mánaða nú. Með þessi skýru og ítrekuðu tilmæli Fagráðs, um aukna vernd og grið lítilla og hjálparvana hreinkálfa, hefur Guðlaugur Þór ekkert gert, þrátt fyrir það, að líka hafi legið fyrir, að 600 hreinkálfar hafi farizt veturinn 2018-2019, augljóslega mikið vegna móðurleysis; umkomuleysis, hungurs og vosbúðar. Um kosti Nýja-Skerjafjarðar fjallar ráðherrann ekki, en þessi byggð mun m.a. koma stúdentum við Háskóla Íslands mjög til góða, en biðlisti eftir stúdentaíbúðum telur nú 900 manns. Nýi-Skejafjörður er í göngufæri við HÍ. Í Nýja-Skejafirði munu líka rísa íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Lokapunktur: Það, að Gulaugur Þór gefi sig nú allt í einu út fyrir að vera mikill og öflugur umhverfissinni, græningi, hljómar því eins og falskur tónn. Rammfalskur. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Umhverfismál Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson varð umhverfisráðherra seint á árinu 2021. Er því búinn að gegna því embætti vel á annað ár. Hann ber aðal ábyrgð á dýra-, náttúru- og umhverfisvernd í landinu, eins og menn vita. Undirritaður hefur mikið beitt sér á því sviði, m.a. í gegnum Jarðarvini, eins og margir vita. Hefur byggt upp verulega þekkingu á því sviði, umfram flesta aðra hér. 10. desember 2021 óskaði ég eftir fundi með þessum nýja ráðherra til að ræða stöðu villtra dýra á Íslandi við hann. Leggja honum til mína vitneskju og gögn, sem ég hafði notað mikinn tíma til að safna. Stytta honum leið að nauðsynlegri þekkingu. Þrátt fyrir nokkra eftirgangsmuni, færðist hann alltaf undan því að hitta mig. Nú í eitt og hálft ár. Útskýringin mun hafa verið sú, að ég hefði móðgað hann með blaðaskrifum, þar sem ég m.a. gagnrýndi hann fyrir það hobbí hans og skemmtun, að elta uppi og drepa hreindýr, og grobba sig svo að því, að hafa drepið saklaust og varnarlaust dýrið, kannske kú frá ungum og hjálparlitlum kálfi, með myndum af sér glaðhlakkalegum og skælbrosandi, yfir dauðu dýrinu, á netinu. Maður, sem lætur stjórnast af persónulegum tilfinningum, móðgunargirni og ólund, og setur slíkt í forgang, tekur það fram fyrir málefnið, upplýsingar og skynsemi, á ekkert erindi í hátt embætti. Þann 2. júní sl. skrifaði Guðlaugur Þór pistil hér, undir fyrirsögninni „Ég er óábyrgur“, þar sem hann lagðist gegn uppbyggingu í Nýja-Skerjafirði. „Græn svæði eru verðmæt“, sagði þessi skyndilega orðni græningi. Síðan voru megin rökin gegn þessari uppbyggingu þau, að í fjörunni haldi sig ýmsar fuglategundir; æðarfugl, sendlingar, tildrur, stelkar og tjaldar. Þar væri líka eini staðurinn innan Reykjavíkurborgar þar sem finna má margæs. Reyndar er mál til komið, að ráðherrann hugsi til stöðu dýra- og fuglalífs á Íslandi, en það hefði farið betur á því, að hann hefði kunnað og skilið, hvernig raða á þeirri vá, sem að fuglalífi landsmanna stafar, betur og skynsamlegar upp, þegar hann loks lætur í sér heyra með þessi mál, sennilega þó ekki af grænum sjónarmiðum, heldur, miklu fremur, til að reyna að hressa upp á sinn pólitíska status og fylgi í Reykjavík. Náttúrufræðistofnun Íslands gefur út „Válista fugla“. Er vástöðu tegunda raðað eftir þeirri vá, sem talið er, að að þeim steðji. Útdauð tegund: Geirfugl Tegundir útdauðar á Íslandi: Gráspör, haftyrðill, keldusvín Tegundir í bráðri hættu: Fjöruspói, lundi, skúmur Tegundir í hættu: Blesgæs, duggönd, fýll, haförn, kjói, sendlingur, stuttnefja, svartbakur, teista, þórshani. Tegundir í nokkurri hættu Tegundir í yfirvofandi hættu Tegundir metnar en ekki í hættu. Ráðherrann hefur ekkert gert fyrir þá fugla, sem eru í hæstu áhættuflokkunum, standa efst á válista, í flokkum 3 og 4, en þar er verndarátak auðvitað bráðbrýnt, en svo er hann með þessari gagnrýni á Nýja-Skerjafjörð, að reyna að setja sig í stellingar með sex tegundir, sem allar eru í flokkum 4 til 7. Aðeins Sendlingur er í áhættuflokki 4, hinir eru í 5, 6 og 7. Auðvitað er gott að vernda alla fugla, en, þegar ekki er hægt að gera allt í einu, þarf að búa til forgangsröð og byrja þar, sem þörfin er mest. Hitt er bara sýndarmennska. Menn skyldu líka ætla, að það væri ansi víðfemt starnd- og fjörusvæði við og um Ísland. Það, að þykjast vera að berjast fyrir velferð þeirra fugla, sem lítil vá steðjar að, en láta hina, eins og lundann, skúm og fjöruspóa, sem allir eru í flokki 3 („Tegund í bráðri hættu“), eða t.a.m. blesgæs, duggönd, fýl, haförn, hvítmáf, kjóa, stuttnefju, svartbak, teistu og þórshana, sem eru í váflokki 4 („Tegund í hættu“), eiga sig, getur auðvitað ekki flokkast undir annað en látalæti. Talandi um lundann, þá stóð ég í stífum viðræðum við sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) um veiðar á lundanum í fyrra vor, þar sem Guðlaugur Þór var með, en þar gagnrýndi ég harðlega veiðarnar, og benti m.a. á, að, annars vegar, væri lundinn (og öll villt dýr) friðuð skv. lögum nr. 64/1994, grein 6, og, að ekki mætti veiða, nema með sérstakri undanþágu ráðherra, og, hins vegar, að lundinn væri „Tegund í bráðri hættu“, skv. þeirra eigin válista. Hvernig gæti það þá staðizt, að enn væri ráðherra að veita undanþágu til veiða og NÍ/Umhverfisstofnun (UST) að veita leyfi til þeirra. Með þetta gerði Guðlaugur Þór ekkert. Lundinn var áfram veiddur í fyrra, en nú er ástand stofnsins orðið enn verra, bráðalvarlegt, án þess að bofs heyrist frá ráðherra. Svipað samtal átti ég við NÍ í fyrrahaust, þar sem Guðlaugur Þór var líka með, en þar benti ég á, að varpstofn rjúpu hefði í raun hrunið næstu 5 árin þar á undan, eða úr 293 þús. fuglum 2018 í 69 þús. 2021, og, að í fyrra, 2022, hafi hann verið enn veikari, þannig, að það hefði átt að hafa verið skilyrðislaust skylduverk ráðherra og NÍ, að vernda fuglinn, með friðun, eins og Sif Friðleifsdóttir, þá umhverfisráðherra, gerði árið 2002. Með þetta gerði Guðlaugur Þór heldur ekkert, kannske hefur hann sjálfur verið við rjúpnaveiðar í fyrra, hver veit. Þá skal þetta rifjað upp: Fagráð um velferð dýra, sem hefur það hlutverk skv. lögum, að vera stjórnvöldum „til ráðuneytis um stefnumótun og einstök álitaefni er varða málefni á sviði velferðar dýra“, hafði vaxandi áhyggjur af veiðum á hreinkúm frá allt niður í 6-8 vikna gömlum kálfum, og beindi þeim tilmælum til UST og ráðhera 3. september 2019, „að kýr verði ekki skotnar frá kálfum yngri en þriggja mánaða...“. Skv. því hefði ekki mátt byrja að veiða hreinkýr fyrr en 1. september, ár hvert, þegar meðalaldur kálfa er 3 mánuðir. Nú er byrjað að veiða kýr, þegar yngstu kálfar eru 6-8 vikna. Fagráðið bætti svo um betur með ráðgjöf sína og sín tilmæli í janúar 2020, þegar það beindi þeim tilmælumtil UST og ráðherra, að mylkar kýr yrðu ekki felldar frá kálfum sínum. Í reyndi þýddi það, að ekki mætti hefja veiðar á hreinkúm fyrr en 1. nóvember, og hefðu því kálfarnir með þessum hætti fengið frið með mæðrum sínum og grið í 5 mánuði, í stað 2ja mánaða nú. Með þessi skýru og ítrekuðu tilmæli Fagráðs, um aukna vernd og grið lítilla og hjálparvana hreinkálfa, hefur Guðlaugur Þór ekkert gert, þrátt fyrir það, að líka hafi legið fyrir, að 600 hreinkálfar hafi farizt veturinn 2018-2019, augljóslega mikið vegna móðurleysis; umkomuleysis, hungurs og vosbúðar. Um kosti Nýja-Skerjafjarðar fjallar ráðherrann ekki, en þessi byggð mun m.a. koma stúdentum við Háskóla Íslands mjög til góða, en biðlisti eftir stúdentaíbúðum telur nú 900 manns. Nýi-Skejafjörður er í göngufæri við HÍ. Í Nýja-Skejafirði munu líka rísa íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Lokapunktur: Það, að Gulaugur Þór gefi sig nú allt í einu út fyrir að vera mikill og öflugur umhverfissinni, græningi, hljómar því eins og falskur tónn. Rammfalskur. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun