Annie Mist tryggði sér sæti á heimsleikunum Aron Guðmundsson skrifar 4. júní 2023 12:44 Annie Mist eftir að sætið á heimsleikunum var tryggt. Vísir/Getty Annie Mist Þórisdóttir tryggði sér í dag sæti á heimsleikunum í CrossFit með frábærum árangri á undanúrslitamóti í Berlín. Þegar að allar greinar mótsins voru frá var ljóst að Annie myndi enda í 2. sæti mótsins en ellefu efstu keppendurnir í kvennaflokki tryggðu sér farmiða á heimsleikana. Þetta verður í tólfta skipti sem Annie Mist tekur þátt á heimsleikum CrossFit í einstaklingsflokki, leikum sem hún hefur í tvígang unnið. „Ég skil í fullri hreinskilni ekki hvernig ég er enn að taka þátt í CrossFit á þessu gæðastigi,“ sagði Annie í viðtali eftir að sætið á heimsleikunum var tryggt. „Ég hélt í upphafi að ferill minn myndi aðeins endast í þrjú til fjögur ár en ég hef alltaf bara tekið eitt ár í einu og einhvern veginn er ég enn hérna.“ Hún segir CrossFit vera ástríðu sína. „Ég elska að æfa en verð alltaf mjög stressuð þegar kemur að keppni. En um leið og ég heyri í fólkinu mínu í stúkunni breytist allt. Ég heyri í ykkur og finn þá fyrir miklu þakklæti yfir því að ég fái tækifæri til þess að upplifa þetta.“ Þá segist hún leggja í þessa vegferð á þessu ári fyrir fjölskyldu sína, sér í lagi unga dóttur sína. „Ég vil reyna að brjóta niður þá múra setta af öðrum, þess efnis að okkar tími sé liðinn á einhverjum ákveðnum tímapunkti. Það er undir okkur sjálfum komið að taka þá ákvörðun.“ Á heimsleikunum mun Annie hitta fyrir fjóra íslenska kollega sína. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Breki Þórðarson og Bergrós Björnsdóttir hafa öll tryggt sér sæti á leikunum sem fara fram í Madison, Wisconsin í Bandaríkjunum dagana 3.-6. ágúst næstkomandi. Þuríður, Sara og Sólveig sitja eftir Þuríður Erla Helgadóttir var 24 stigum frá sæti sem myndi tryggja henni farmiða á heimsleikana í ágúst fyrir lokagrein dagsins. Þuríður var á flottu skriði, endaði í fimmta sæti síns riðils og endaði yfir heildina litið í 15. sæti á undanúrslitamótinu. Hún mun því ekki taka þátt á heimsleikunum í ágúst Ragnheiður Sara 40 stigum frá sæti sem myndi tryggja henni farmiða á heimsleikana í ágúst fyrir lokagrein dagsins og hún ætlaði ekki að enda mótið á rólegu nótunum. Sara var virkilega öflug í lokagreininni allt fyrir lokaumferð hennar en þar fataðist henni flugið. Þegar allir riðlar voru frá var ljóst að Sara myndi enda í 19.sæti mótsins. Hún verður því ekki á meðal keppenda á heimsleikum Crossfit í ágúst en hún hefur í tvígang unnið bronsverðlaun á leikunum, árin 2015 og 2016 Sólveig Sigurðardóttir, sem tryggði sér sæti á heimsleikunum í fyrra í fyrsta skipti, tókst því miður ekki að tryggja sér farmiða á leikana þetta árið. Sólveig getur þó verið stolt af sinni framgöngu um helgina en best náði hún að enda í níunda sæti og var það í fjórðu grein mótsins. Þá endaði hún, í heildina litið, í 24. sæti á mótinu. Seinna í dag verður það síðan ljóst hvort að Björgvin Karl Guðmundsson sláist í för með Annie Mist og tryggi sér sæti á heimsleikunum. CrossFit Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Sjá meira
Þegar að allar greinar mótsins voru frá var ljóst að Annie myndi enda í 2. sæti mótsins en ellefu efstu keppendurnir í kvennaflokki tryggðu sér farmiða á heimsleikana. Þetta verður í tólfta skipti sem Annie Mist tekur þátt á heimsleikum CrossFit í einstaklingsflokki, leikum sem hún hefur í tvígang unnið. „Ég skil í fullri hreinskilni ekki hvernig ég er enn að taka þátt í CrossFit á þessu gæðastigi,“ sagði Annie í viðtali eftir að sætið á heimsleikunum var tryggt. „Ég hélt í upphafi að ferill minn myndi aðeins endast í þrjú til fjögur ár en ég hef alltaf bara tekið eitt ár í einu og einhvern veginn er ég enn hérna.“ Hún segir CrossFit vera ástríðu sína. „Ég elska að æfa en verð alltaf mjög stressuð þegar kemur að keppni. En um leið og ég heyri í fólkinu mínu í stúkunni breytist allt. Ég heyri í ykkur og finn þá fyrir miklu þakklæti yfir því að ég fái tækifæri til þess að upplifa þetta.“ Þá segist hún leggja í þessa vegferð á þessu ári fyrir fjölskyldu sína, sér í lagi unga dóttur sína. „Ég vil reyna að brjóta niður þá múra setta af öðrum, þess efnis að okkar tími sé liðinn á einhverjum ákveðnum tímapunkti. Það er undir okkur sjálfum komið að taka þá ákvörðun.“ Á heimsleikunum mun Annie hitta fyrir fjóra íslenska kollega sína. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Breki Þórðarson og Bergrós Björnsdóttir hafa öll tryggt sér sæti á leikunum sem fara fram í Madison, Wisconsin í Bandaríkjunum dagana 3.-6. ágúst næstkomandi. Þuríður, Sara og Sólveig sitja eftir Þuríður Erla Helgadóttir var 24 stigum frá sæti sem myndi tryggja henni farmiða á heimsleikana í ágúst fyrir lokagrein dagsins. Þuríður var á flottu skriði, endaði í fimmta sæti síns riðils og endaði yfir heildina litið í 15. sæti á undanúrslitamótinu. Hún mun því ekki taka þátt á heimsleikunum í ágúst Ragnheiður Sara 40 stigum frá sæti sem myndi tryggja henni farmiða á heimsleikana í ágúst fyrir lokagrein dagsins og hún ætlaði ekki að enda mótið á rólegu nótunum. Sara var virkilega öflug í lokagreininni allt fyrir lokaumferð hennar en þar fataðist henni flugið. Þegar allir riðlar voru frá var ljóst að Sara myndi enda í 19.sæti mótsins. Hún verður því ekki á meðal keppenda á heimsleikum Crossfit í ágúst en hún hefur í tvígang unnið bronsverðlaun á leikunum, árin 2015 og 2016 Sólveig Sigurðardóttir, sem tryggði sér sæti á heimsleikunum í fyrra í fyrsta skipti, tókst því miður ekki að tryggja sér farmiða á leikana þetta árið. Sólveig getur þó verið stolt af sinni framgöngu um helgina en best náði hún að enda í níunda sæti og var það í fjórðu grein mótsins. Þá endaði hún, í heildina litið, í 24. sæti á mótinu. Seinna í dag verður það síðan ljóst hvort að Björgvin Karl Guðmundsson sláist í för með Annie Mist og tryggi sér sæti á heimsleikunum.
CrossFit Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn