Frétti fyrst af bónorði ástmannsins hjá systur sinni Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 2. júní 2023 15:29 Parið og verðandi hjón eiga skemmtilega tíma fyrir höndum við að plana brúðkaupsgleðina. Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir sagði já við einu óvæntasta og skrýtnasta bónorði ársins. Eiginmaðurinn verðandi bar um bónina í fréttatilkynningu til fjölmiðla og Kolbrún fékk því spurninguna stóru í fjölmiðlum, í gegnum systur sína. „Hann spyr mig aftur í símann og ég segi já,“ segir Kolbrún Ýr, flugumferðarstjóri í Reykjavík, um bónorðið frá unnustanum Helga Andra Jónssyni forstjóra SalesCloud. „Þetta kom mér svo sem á óvart en þeir sem þekkja Helga vita að hann gerir allt öðruvísi,“ segir Kolbrún sem átti þó von á tilkynningu um uppsögn Helga í fjölmiðlum en ekki með þessu sniði. „Við vorum að búast við að það kæmu upplýsingar um uppsögnina á morgun en ég fæ svo símtal í gærkvöldi frá systur minni um bónorðið,“ segir Kolbrún sem hringdi í kjölfarið í Helga sem var staddur í Svíþjóð. Hugmyndin að bónorðinu rómantísk Helgi sagði upp störfum hjá fyrirtækinu SalesCloud eftir rúman áratug en hann er stofnandi og forstjóri fyrirtækisins. Hann kveðst setja fjölskylduna í fyrsta sæti og vona að sonur hans lesi fréttatilkynninguna einn daginn og verði stoltur af honum og ákvörðuninni. Að sögn Kolbrúnar er Helgi afar rómantískur og telur að honum hafi þótt rómantískt að biðja hennar fyrir framan alþjóð. „Fyrir mér er þetta skemmtilegt og skil af hverju hann fór þessa leið. Hann er náttúrulega fréttasjúkur og les mikið fréttir,“ segir hún og hlær. Fékkstu hring sendan eftir bónorðið þar sem hann var staddur erlendis? „Nei en hann kemur heim í dag svo það er forvitnilegt að sjá,“ segir Kolbrún. Þá telur Kolbrún að systur hennar séu byrjaðar að plana gæsun en dagsetningin fyrir brúðkaupið er enn óráðin. Parið á eins árs dreng saman en fyrir á Kolbrún eina stúlku. Tímamót Ástin og lífið Tengdar fréttir Helgi Andri segir upp og biður konunnar Helgi Andri Jónsson, stofnandi og forstjóri SalesCloud, hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Í yfirlýsingu segist hann ætla að setja fjölskylduna í fyrsta sætið en yfirlýsingin endar á: „Takk fyrir allt elskan mín. Og þig langar mig að spyrja – Viltu giftast mér?“ 1. júní 2023 22:04 Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira
„Hann spyr mig aftur í símann og ég segi já,“ segir Kolbrún Ýr, flugumferðarstjóri í Reykjavík, um bónorðið frá unnustanum Helga Andra Jónssyni forstjóra SalesCloud. „Þetta kom mér svo sem á óvart en þeir sem þekkja Helga vita að hann gerir allt öðruvísi,“ segir Kolbrún sem átti þó von á tilkynningu um uppsögn Helga í fjölmiðlum en ekki með þessu sniði. „Við vorum að búast við að það kæmu upplýsingar um uppsögnina á morgun en ég fæ svo símtal í gærkvöldi frá systur minni um bónorðið,“ segir Kolbrún sem hringdi í kjölfarið í Helga sem var staddur í Svíþjóð. Hugmyndin að bónorðinu rómantísk Helgi sagði upp störfum hjá fyrirtækinu SalesCloud eftir rúman áratug en hann er stofnandi og forstjóri fyrirtækisins. Hann kveðst setja fjölskylduna í fyrsta sæti og vona að sonur hans lesi fréttatilkynninguna einn daginn og verði stoltur af honum og ákvörðuninni. Að sögn Kolbrúnar er Helgi afar rómantískur og telur að honum hafi þótt rómantískt að biðja hennar fyrir framan alþjóð. „Fyrir mér er þetta skemmtilegt og skil af hverju hann fór þessa leið. Hann er náttúrulega fréttasjúkur og les mikið fréttir,“ segir hún og hlær. Fékkstu hring sendan eftir bónorðið þar sem hann var staddur erlendis? „Nei en hann kemur heim í dag svo það er forvitnilegt að sjá,“ segir Kolbrún. Þá telur Kolbrún að systur hennar séu byrjaðar að plana gæsun en dagsetningin fyrir brúðkaupið er enn óráðin. Parið á eins árs dreng saman en fyrir á Kolbrún eina stúlku.
Tímamót Ástin og lífið Tengdar fréttir Helgi Andri segir upp og biður konunnar Helgi Andri Jónsson, stofnandi og forstjóri SalesCloud, hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Í yfirlýsingu segist hann ætla að setja fjölskylduna í fyrsta sætið en yfirlýsingin endar á: „Takk fyrir allt elskan mín. Og þig langar mig að spyrja – Viltu giftast mér?“ 1. júní 2023 22:04 Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira
Helgi Andri segir upp og biður konunnar Helgi Andri Jónsson, stofnandi og forstjóri SalesCloud, hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Í yfirlýsingu segist hann ætla að setja fjölskylduna í fyrsta sætið en yfirlýsingin endar á: „Takk fyrir allt elskan mín. Og þig langar mig að spyrja – Viltu giftast mér?“ 1. júní 2023 22:04