Bjart framundan í Hafnarfirði Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. júní 2023 11:56 Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur í Hafnarfirði næstkomandi sunnudag. Vísir/Vilhelm Það verður líf og fjör í Hafnarfirði allan júnímánuð, en þar eru að hefjast Bjartir dagar. Þriðju bekkingar settu hátíðina í morgun með söng en þétt dagskrá er framundan í bænum. Bjartir dagar er menningarhátíð sem endurspeglar allt það fjölbreytta menningarstarf sem á sér stað í Hafnarfirði. Andri Ómarsson, verkefnastjóri segir fjölmarga taka þátt í að skapa viðburði um allan bæ, og á þar við stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga. „Við vorum að setja hátíðina í morgun með því að þriðju bekkingar komu hingað á Thorsplan og sungu inn sumarið, við erum svolítið búin að vera að bíða eftir því núna síðustu daga í maí. Nú er ég viss um að það eru bjartir dagar fram undan,“ segir Andri. Og þessi dagskrá stendur út allan júní ekki satt? „Jú það er rétt, þetta er svona hattur yfir fjölmarga viðburði sem standa út júní. Til dæmis núna um helgina þá erum við að fara opna nýja sýningu í byggðasafni, annað kvöld verður opið í vinnustofum, söfnum og verslunum fram á kvöld þannig það verður hægt að rúlla við og heimsækja ýmsa skemmtilega staði. Svo um helgina verður pólski barnadagurinn og sjómannadagurinn er svo á sunnudaginn. Þá erum við nú bara rétt að byrja, svo heldur þetta áfram út júní.“ Það verður líf og fjör í Hafnarfirði næstu daga og viku.Vísir/Vilhelm Sjálfur segist Andri spenntastur fyrir sjómannadeginum en einnig fjölmörgum spennandi íþróttaviðburðum. „Til dæmis SUP jóga. Svo verður Hafnarfjarðarhlaupið haldið í fyrsta sinn í næstu viku, eitt af fáum götuhlaupum á landinu. Götum í bænum verður lokað og hlauparar taka yfir, það verður spennandi. Svo verða fjölmargir hjóla- og þríþrautadagar. Seinnipartinn i dag ætlar Keilir að leyfa fólki að prófa golf. Þannig það er um að gera að koma og prófa skemmtilegar íþróttir í heilsubænum Hafnafirði,“ segir Andri Ómarsson, verkefnastjóri í Hafnarfjarðarbæ. Hér er hægt að kynna sér viðburði og dagskrá hátíðarinnar. Hafnarfjörður Menning Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Bjartir dagar er menningarhátíð sem endurspeglar allt það fjölbreytta menningarstarf sem á sér stað í Hafnarfirði. Andri Ómarsson, verkefnastjóri segir fjölmarga taka þátt í að skapa viðburði um allan bæ, og á þar við stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga. „Við vorum að setja hátíðina í morgun með því að þriðju bekkingar komu hingað á Thorsplan og sungu inn sumarið, við erum svolítið búin að vera að bíða eftir því núna síðustu daga í maí. Nú er ég viss um að það eru bjartir dagar fram undan,“ segir Andri. Og þessi dagskrá stendur út allan júní ekki satt? „Jú það er rétt, þetta er svona hattur yfir fjölmarga viðburði sem standa út júní. Til dæmis núna um helgina þá erum við að fara opna nýja sýningu í byggðasafni, annað kvöld verður opið í vinnustofum, söfnum og verslunum fram á kvöld þannig það verður hægt að rúlla við og heimsækja ýmsa skemmtilega staði. Svo um helgina verður pólski barnadagurinn og sjómannadagurinn er svo á sunnudaginn. Þá erum við nú bara rétt að byrja, svo heldur þetta áfram út júní.“ Það verður líf og fjör í Hafnarfirði næstu daga og viku.Vísir/Vilhelm Sjálfur segist Andri spenntastur fyrir sjómannadeginum en einnig fjölmörgum spennandi íþróttaviðburðum. „Til dæmis SUP jóga. Svo verður Hafnarfjarðarhlaupið haldið í fyrsta sinn í næstu viku, eitt af fáum götuhlaupum á landinu. Götum í bænum verður lokað og hlauparar taka yfir, það verður spennandi. Svo verða fjölmargir hjóla- og þríþrautadagar. Seinnipartinn i dag ætlar Keilir að leyfa fólki að prófa golf. Þannig það er um að gera að koma og prófa skemmtilegar íþróttir í heilsubænum Hafnafirði,“ segir Andri Ómarsson, verkefnastjóri í Hafnarfjarðarbæ. Hér er hægt að kynna sér viðburði og dagskrá hátíðarinnar.
Hafnarfjörður Menning Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“