„Setur fleiri parsambönd úr skorðum en framhjáhald“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. maí 2023 21:51 Theodór Francis Birgisson félags- og fjölskylduráðgjafi Skjáskot/Stöð 2 „Streita í fjármálum setur fleiri parsambönd úr skorðum heldur en framhjáhald,“ segir Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi. Hann segist oftast hitta pör sem hafi áhyggjur af fjármálum. Lykilatriði sé samskipti. Verðbólga, stýrivaxtahækkanir, verkföll og húsnæðisvandi herja á landann þessi misserin. Í mörg horn er að líta þegar kreppir að og eru parsambönd þar ekki undanskilin. „Við heyrum mikið af þessum áhyggjum hjá þeim sem koma í viðtöl til okkar,“ segir Theodór sem var til viðtals um þessi mál á Reykjavík síðdegis. Hann segir að bæta þurfi samskipti para og foreldra, sem og samskipti foreldra og barna. „Þar koma snjalltæki og þessi dásamlega tækni inn, sem getur bitið okkur í rassinn á ýmsum stöðum.“ Theodór segir fjármál eitt af helstu sex atriðum sem helst komi parsamböndum í vandamál. „Streita í fjármálum setur fleiri parsambönd úr skorðum heldur en framhjáhald,“ segir Theódór. Önnur atriði séu samskipti, kynlíf, verkaskipting heima fyrir, samskipti við fjölskyldur og vinnustaðir. Ofan á fjármálaáhyggjur koma verkföll. Er þetta eitruð blanda? „Þetta er uppskrift að vandræðum. Því miður eru ótrúlega margir sem taka vitlausar ákvarðanir í þessu öngstræti, oft á tíðum er ákvörðunin sem er tekin eingöngu til þess fallin að auka á vandann. Til dæmis þegar við reynum að búa til ótrúlega flottar ferðir til að bæta upp tjónið,“ segir hann. Lykilatriði sé að átta sig á því hvað fólk vilji fá út úr því að vera fjölskylda. „Þar flaskar fólk ótrúlega oft.“ Theodór segist oftast hitta pör sem hafi áhyggjur af fjármálum. „Það eru óuppfylltar væntingar sem fólk er í vandræðum með. Væntingar verða óuppfylltar þegar annar aðilinn veit ekki ekki væntingar hins aðilans af því að það er ekki búið að tala um það,“ segir Theodór. Samskipti sé því lykilatriði. Ætti að vera skýr verkaskipting hjá pörum? „Já. Ég spyr oft hversu marga stjórnarfundi heldur fjölskyldan? Hversu oft sest fjölskyldan niður til að athuga hvað er að gerast í þessari viku, þessum mánuði? Hvaða framtíðarsýn höfum við? Ég hef á öllum mínum ferli komið með tvö slagorð. Annað er svona: Ef ég veit ekki hvert ég er að fara, þá er ólíklegt að ég komist þangað. Þetta á líka við um rekstur fjölskyldunnar. Ef ég veit ekki hvers er vænst af mér og ég veit ekki hvers ég vænti af maka mínum, þá náum við aldrei saman um það,“ segir Theodór. Viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni í spilaranum að ofan. Ástin og lífið Fjármál heimilisins Reykjavík síðdegis Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira
Verðbólga, stýrivaxtahækkanir, verkföll og húsnæðisvandi herja á landann þessi misserin. Í mörg horn er að líta þegar kreppir að og eru parsambönd þar ekki undanskilin. „Við heyrum mikið af þessum áhyggjum hjá þeim sem koma í viðtöl til okkar,“ segir Theodór sem var til viðtals um þessi mál á Reykjavík síðdegis. Hann segir að bæta þurfi samskipti para og foreldra, sem og samskipti foreldra og barna. „Þar koma snjalltæki og þessi dásamlega tækni inn, sem getur bitið okkur í rassinn á ýmsum stöðum.“ Theodór segir fjármál eitt af helstu sex atriðum sem helst komi parsamböndum í vandamál. „Streita í fjármálum setur fleiri parsambönd úr skorðum heldur en framhjáhald,“ segir Theódór. Önnur atriði séu samskipti, kynlíf, verkaskipting heima fyrir, samskipti við fjölskyldur og vinnustaðir. Ofan á fjármálaáhyggjur koma verkföll. Er þetta eitruð blanda? „Þetta er uppskrift að vandræðum. Því miður eru ótrúlega margir sem taka vitlausar ákvarðanir í þessu öngstræti, oft á tíðum er ákvörðunin sem er tekin eingöngu til þess fallin að auka á vandann. Til dæmis þegar við reynum að búa til ótrúlega flottar ferðir til að bæta upp tjónið,“ segir hann. Lykilatriði sé að átta sig á því hvað fólk vilji fá út úr því að vera fjölskylda. „Þar flaskar fólk ótrúlega oft.“ Theodór segist oftast hitta pör sem hafi áhyggjur af fjármálum. „Það eru óuppfylltar væntingar sem fólk er í vandræðum með. Væntingar verða óuppfylltar þegar annar aðilinn veit ekki ekki væntingar hins aðilans af því að það er ekki búið að tala um það,“ segir Theodór. Samskipti sé því lykilatriði. Ætti að vera skýr verkaskipting hjá pörum? „Já. Ég spyr oft hversu marga stjórnarfundi heldur fjölskyldan? Hversu oft sest fjölskyldan niður til að athuga hvað er að gerast í þessari viku, þessum mánuði? Hvaða framtíðarsýn höfum við? Ég hef á öllum mínum ferli komið með tvö slagorð. Annað er svona: Ef ég veit ekki hvert ég er að fara, þá er ólíklegt að ég komist þangað. Þetta á líka við um rekstur fjölskyldunnar. Ef ég veit ekki hvers er vænst af mér og ég veit ekki hvers ég vænti af maka mínum, þá náum við aldrei saman um það,“ segir Theodór. Viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni í spilaranum að ofan.
Ástin og lífið Fjármál heimilisins Reykjavík síðdegis Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira