Tólf sinnum skrifað upp á ormalyf gegn Covid-19 Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2023 07:00 Ivermectin Medical Valley var fyrsta ivermectin-lyfið sem fékk markaðsleyfi á Íslandi árið 2021. Síðan þá hefur að minnsta kosti tæplega ein af hverjum tíu ávísunum á það verið vegna Covid-19 jafnvel þó að ekkert bendi til þess að lyfið gagnist gegn sjúkdómnum. Vísir/Vilhelm Læknar hafa tólf sinnum skrifað upp á lyf sem er ætlað gegn þráðormum í mönnum gegn Covid-19 frá því að heimsfaraldur kórónuveirunnar hófst árið 2020. Ávísanirnar kunna að hafa verið fleiri þar sem upplýsingar skortir um ástæður þess að vísað var á lyfið og innflutning einstaklinga. Fljótlega eftir að kórónuveiruheimsfaraldurinn hófst snemma árs 2020 og heimsbyggðin leitaði í örvæntingu að meðferð við Covid-19 bárust fregnir af því að lyfið ivermectin dræpi veiruna í ræktunarskál á tilraunastofu. Þrátt fyrir að framhaldsrannsóknir leiddu ekki í ljós að ivermectin hefði nokkra virkni gegn Covid-19 hömpuðu efasemdamenn um faraldurinn og bóluefnin, sem komu síðar fram, lyfinu sem fyrirbyggjandi meðferð við veikinni. Fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins var á meðal þeirra sem mærðu lyfið sem vörn gegn Covid-19 hér á landi. Sums staðar erlendis voru jafnvel brögð að því að fólk neytti ivermectin-lyfja sem eru ætluð hestum. Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna sá meðal annars ástæðu til þess að gefa út sérstaka viðvörun á samfélagsmiðlum um að þau væru ekki ætluð mönnum. Ein af hverjum tíu ávísunum vegna Covid-19 Aðeins eitt lyf fyrir menn sem inniheldur virka efnið ivermectin og er á töfluformi er með markaðsleyfi á Íslandi, Ivermectin Medical Valley sem heildsalan Parlogis flytur inn. Lyfið fékk markaðsleyfi hér á landi 1. október árið 2021. Í fylgiseðli þess er það sagt notað gegn sýkingum af völdum ákveðinna sníkjudýra. Fyrsta árið voru 88 pakkningar af lyfinu seldar frá heildsölunni. Þær voru 155 í fyrra og 112 fyrstu þrjá mánuði þessa árs samkvæmt tölum Lyfjastofnunar. Sá fyrirvari er á tölum stofnunarinnar að þær séu heildsölutölur og ekki sé víst að þær séu þær sömu og tölur um ávísaðar pakkningar. Frá því að Ivermectin Medical Valley fékk markaðsleyfi hafa að minnsta kosti 9,5 prósent af ávísunum á lyfið verið vegna Covid-19, tíu af 105 samkvæmt tölum embættis landlæknis. Í sautján tilfellum hefur verið vísað á lyfið án ábendingar um notkun. Tæpur helmingur ávísananna var vegna kláðamaurs, ætlaðrar notkunar lyfsins. Hafnað um undanþágu fyrir tveimur árum Vísað hefur verið á tvö önnur lyf sem innihalda ivermectin en eru ekki skráð á Íslandi frá 2018. Hægt er að fá lyf sem eru ekki skráð með undanþágu frá Lyfjastofnun. Þetta eru lyfin Ivermectin og Stromectol. Undaþágur fengust meðal annars fyrir ávísunum vegna húðsýkinga og kláðamaurs þegar önnur lyfjameðferð bar ekki árangur, að því er segir á vefsíðu Lyfjastofnunar. Tvisvar var skrifað upp á Ivermectin sérstaklega gegn Covid-19 frá 2020 til 2021. Í átta skiptum af 33 voru engar upplýsingar um ábendingu. Í ríflega helmingi tilfella var skrifað upp á Ivermectin gegn kláðamaur. Aldrei var skrifað sérstaklega upp á Stromectol gegn Covid-19 en hins vegar vantaði upplýsingar um ábendingu í tuttugu af þeim 28 skiptum sem skrifað var upp á það á árunum 2018 til 2021. Frá 2020 var skrifað átta sinnum upp á Stromectol. Lyfjastofnun bendir á í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að fjöldi ávísana gefi ekki endilega rétta mynd af notkun lyfs þar sem ávísun leiði ekki alltaf til afgreiðslu lyfs. Þannig gætu læknar hafa sótt um undanþágu fyrir notkun lyfs án þess að fá það samþykkt eða afgreitt. Stofnunin synjaði lækni um undanþáguheimild til þess að vísa sjúklingi á Ivermectin árið 2021. Vísaði hún til neikvæðrar umsagnar sóttvarnalæknis og lækna á smitsjúkdómadeild Landspítala. Læknirinn kærði ákvörðunina til heilbrigðisráðuneytisins sem staðfesti hana. Niðurstaða ráðuneytisins var að læknirinn hefði ekki vísað til neinna áreiðanlegra gagna máli síni til stuðnings. Hafa ekki upplýsingar um innflutning einstaklinga Samtals hefur þannig verið skrifað tólf sinnum upp á ivermectin-lyf sérstaklega vegna Covid-19 frá 2020 til dagsins í dag. Það eru rúm átta prósent ávísananna á tímabilinu. Engar upplýsingar voru um ábendingu um notkun í 45 tilvikum þegar vísað var á lyfin þrjú, meira en fjórðung ávísananna á árunum 2018 til 2023. Samkvæmt upplýsingum embættis landslæknis var ekki skylda að fylla út ábendingu um notkun í rafrænni lyfjaávísanagátt fyrr en í fyrra. Lyfseðlar sem eru gefnir út á pappír eru yfirleitt ekki með ábendingu um notkun. Notkun á ivermectin gegn Covid-19 gæti verið enn meiri á Íslandi í ljósi þess Lyfjastofnun hefur ekki yfirsýn yfir hversu mikið einstaklingar kunna að hafa flutt inn með sér til einkanota af lyfjum sem innihalda virka efnið. Erna Milunka Kojic, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.Vísir/Arnar Á ekki að gefa ivermectin gegn Covid-19 Vandinn við ivermectin er að góðar rannsóknir hafa ekki sýnt fram á það hafi áhrif á Covid-19, að sögn Ernu Milunka Kojic, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Þegar faraldurinn blossaði fyrst upp var veiran ný og menn vissu ekki hvað virkaði og hvað ekki. Ýmislegt var þá reynt sem virkaði ekki, þar á meðal ivermectin. „Núna vitum við betur. Það virkar bara hreinlega ekki og það á ekki að gefa þetta fyrir Covid,“ segir hún við Vísi. Þrátt fyrir að einhverjar vísbendingar hafi sést um að lyfið kynni að hafa einhvers konar andveiruáhrif í tilraunaglasi á rannsóknarstofu þá hafi það verið í skömmtum sem væru ekki mögulegir í mönnum. Þrátt fyrir þetta segir Erna að ákveðinn hópur fólks hafi óbilandi trú á gagnsemi ivermectin gegn Covid-19 og haldi því enn á lofti. „Það er erfitt að segja til um hvað vakir fyrir þeim sem skrifa upp á þetta en staðreyndin er að í rannsóknum sem eru vel uppsettar og gerðar hefur þetta lyf ekki áhrif á veiruna. Satt að segja skil ég ekki almennilega af hverju fólk væri að gefa út lyf sem ekki virkar,“ segir Erna. Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Fljótlega eftir að kórónuveiruheimsfaraldurinn hófst snemma árs 2020 og heimsbyggðin leitaði í örvæntingu að meðferð við Covid-19 bárust fregnir af því að lyfið ivermectin dræpi veiruna í ræktunarskál á tilraunastofu. Þrátt fyrir að framhaldsrannsóknir leiddu ekki í ljós að ivermectin hefði nokkra virkni gegn Covid-19 hömpuðu efasemdamenn um faraldurinn og bóluefnin, sem komu síðar fram, lyfinu sem fyrirbyggjandi meðferð við veikinni. Fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins var á meðal þeirra sem mærðu lyfið sem vörn gegn Covid-19 hér á landi. Sums staðar erlendis voru jafnvel brögð að því að fólk neytti ivermectin-lyfja sem eru ætluð hestum. Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna sá meðal annars ástæðu til þess að gefa út sérstaka viðvörun á samfélagsmiðlum um að þau væru ekki ætluð mönnum. Ein af hverjum tíu ávísunum vegna Covid-19 Aðeins eitt lyf fyrir menn sem inniheldur virka efnið ivermectin og er á töfluformi er með markaðsleyfi á Íslandi, Ivermectin Medical Valley sem heildsalan Parlogis flytur inn. Lyfið fékk markaðsleyfi hér á landi 1. október árið 2021. Í fylgiseðli þess er það sagt notað gegn sýkingum af völdum ákveðinna sníkjudýra. Fyrsta árið voru 88 pakkningar af lyfinu seldar frá heildsölunni. Þær voru 155 í fyrra og 112 fyrstu þrjá mánuði þessa árs samkvæmt tölum Lyfjastofnunar. Sá fyrirvari er á tölum stofnunarinnar að þær séu heildsölutölur og ekki sé víst að þær séu þær sömu og tölur um ávísaðar pakkningar. Frá því að Ivermectin Medical Valley fékk markaðsleyfi hafa að minnsta kosti 9,5 prósent af ávísunum á lyfið verið vegna Covid-19, tíu af 105 samkvæmt tölum embættis landlæknis. Í sautján tilfellum hefur verið vísað á lyfið án ábendingar um notkun. Tæpur helmingur ávísananna var vegna kláðamaurs, ætlaðrar notkunar lyfsins. Hafnað um undanþágu fyrir tveimur árum Vísað hefur verið á tvö önnur lyf sem innihalda ivermectin en eru ekki skráð á Íslandi frá 2018. Hægt er að fá lyf sem eru ekki skráð með undanþágu frá Lyfjastofnun. Þetta eru lyfin Ivermectin og Stromectol. Undaþágur fengust meðal annars fyrir ávísunum vegna húðsýkinga og kláðamaurs þegar önnur lyfjameðferð bar ekki árangur, að því er segir á vefsíðu Lyfjastofnunar. Tvisvar var skrifað upp á Ivermectin sérstaklega gegn Covid-19 frá 2020 til 2021. Í átta skiptum af 33 voru engar upplýsingar um ábendingu. Í ríflega helmingi tilfella var skrifað upp á Ivermectin gegn kláðamaur. Aldrei var skrifað sérstaklega upp á Stromectol gegn Covid-19 en hins vegar vantaði upplýsingar um ábendingu í tuttugu af þeim 28 skiptum sem skrifað var upp á það á árunum 2018 til 2021. Frá 2020 var skrifað átta sinnum upp á Stromectol. Lyfjastofnun bendir á í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að fjöldi ávísana gefi ekki endilega rétta mynd af notkun lyfs þar sem ávísun leiði ekki alltaf til afgreiðslu lyfs. Þannig gætu læknar hafa sótt um undanþágu fyrir notkun lyfs án þess að fá það samþykkt eða afgreitt. Stofnunin synjaði lækni um undanþáguheimild til þess að vísa sjúklingi á Ivermectin árið 2021. Vísaði hún til neikvæðrar umsagnar sóttvarnalæknis og lækna á smitsjúkdómadeild Landspítala. Læknirinn kærði ákvörðunina til heilbrigðisráðuneytisins sem staðfesti hana. Niðurstaða ráðuneytisins var að læknirinn hefði ekki vísað til neinna áreiðanlegra gagna máli síni til stuðnings. Hafa ekki upplýsingar um innflutning einstaklinga Samtals hefur þannig verið skrifað tólf sinnum upp á ivermectin-lyf sérstaklega vegna Covid-19 frá 2020 til dagsins í dag. Það eru rúm átta prósent ávísananna á tímabilinu. Engar upplýsingar voru um ábendingu um notkun í 45 tilvikum þegar vísað var á lyfin þrjú, meira en fjórðung ávísananna á árunum 2018 til 2023. Samkvæmt upplýsingum embættis landslæknis var ekki skylda að fylla út ábendingu um notkun í rafrænni lyfjaávísanagátt fyrr en í fyrra. Lyfseðlar sem eru gefnir út á pappír eru yfirleitt ekki með ábendingu um notkun. Notkun á ivermectin gegn Covid-19 gæti verið enn meiri á Íslandi í ljósi þess Lyfjastofnun hefur ekki yfirsýn yfir hversu mikið einstaklingar kunna að hafa flutt inn með sér til einkanota af lyfjum sem innihalda virka efnið. Erna Milunka Kojic, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.Vísir/Arnar Á ekki að gefa ivermectin gegn Covid-19 Vandinn við ivermectin er að góðar rannsóknir hafa ekki sýnt fram á það hafi áhrif á Covid-19, að sögn Ernu Milunka Kojic, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Þegar faraldurinn blossaði fyrst upp var veiran ný og menn vissu ekki hvað virkaði og hvað ekki. Ýmislegt var þá reynt sem virkaði ekki, þar á meðal ivermectin. „Núna vitum við betur. Það virkar bara hreinlega ekki og það á ekki að gefa þetta fyrir Covid,“ segir hún við Vísi. Þrátt fyrir að einhverjar vísbendingar hafi sést um að lyfið kynni að hafa einhvers konar andveiruáhrif í tilraunaglasi á rannsóknarstofu þá hafi það verið í skömmtum sem væru ekki mögulegir í mönnum. Þrátt fyrir þetta segir Erna að ákveðinn hópur fólks hafi óbilandi trú á gagnsemi ivermectin gegn Covid-19 og haldi því enn á lofti. „Það er erfitt að segja til um hvað vakir fyrir þeim sem skrifa upp á þetta en staðreyndin er að í rannsóknum sem eru vel uppsettar og gerðar hefur þetta lyf ekki áhrif á veiruna. Satt að segja skil ég ekki almennilega af hverju fólk væri að gefa út lyf sem ekki virkar,“ segir Erna.
Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira