Fréttastofan Reuters greinir frá þessu.
Aðeins 26,54 prósent kínverskra þingmanna eru konur. Þetta er aukning frá fyrri tíð en ekki nægilegt að mati höfunda nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Eru stjórnvöld í Kína hvött til þess að fjölga konum í valdastöðum, ekki aðeins á þinginu heldur einnig í dómskerfinu, utanríkisþjónustunni og víðar.
Bent er á að frá því í október síðastliðnum hafa engar konur verið í 24 manna stjórn Kínverska kommúnistaflokksins og heldur engin í sjö manna fastanefnd. Þetta er í fyrsta sinn í 20 ár sem þetta gerist.
Baráttufólk fyrir áreitni
Þá lýstu skýrsluhöfundar einnig yfir áhyggjum yfir því að það fólk sem berst fyrir kvenréttindum í Kína verður ítrekað fyrir áreitni og hótunum. Einnig væru óhóflegar takmarkanir á skráningu frjálsra félagasamtaka, svo sem kvenréttindasamtaka. Voru stjórnvöld hvött til að liðka fyrir skráningunni og beita sér fyrir vernd fólks sem stæði í þessari baráttu.
Samkvæmt baráttu fólki fyrir kvenréttindum hefur staðan í Kína versnað til muna síðan Xi Jinping, aðalræðismaður tók við völdum árið 2012. Bæði hefur kynjahallinn aukist í æðstu stjórn ríkisins og á vinnumarkaðinum. Í staðinn hefur stjórn Jinping lagt áherslu á hefðbundin hlutverk kvenna sem mæðra og umönnunaraðila.
Kínversk stjórnvöld hafa enn þá ekki brugðist við skýrslunni.