Enski boltinn

Gæti farið frá Liverpool til Real Madrid

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Firmino skoraði á siðasta leiknum sínum á Anfield sem leikmaður Liverpool en átta ár hans hjá félaginu eru á enda.
Roberto Firmino skoraði á siðasta leiknum sínum á Anfield sem leikmaður Liverpool en átta ár hans hjá félaginu eru á enda. Getty/Peter Byrne

Roberto Firmino hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool en kannski ekki síðasta leikinn fyrir stórlið.

Nýjustu fréttir frá Fabrizio Romano eru að spænska stórliðið Real Madrid hafi áhuga á því að semja við Brasilíumanninn.

Samkvæmt heimildum skúbbarans þá hefur Firmino áhuga á að ganga til liðs við Madridarliðið.

Firmino er enn bara 31 árs gamall en hann hafði spilað með Liverpool frá árinu 2015.

Liverpool keypti hann á sínum tíma frá þýska liðinu 1899 Hoffenheim. Hann ákvað að framlengja ekki samning sinn við liðið.

Það er mikil samkeppni í framlínu Liverpool þar sem yngri menn eins og Darwin Nunez, Luis Diaz, Diogo Jota og Cody Gakpo virtust vera fyrir framan hann í goggunarröðinni.

Hjá Liverpool skoraði Firmino 82 mörk í 256 deildarleikjum þar af 11 mörk í 25 deildarleikjum á nýloknu tímabili. Firmino skoraði í tveimur síðustu leikjum Liverpool liðsins á leiktíðinni.

Það er mikill áhugi á Firmino enda kemur hann til næsta liðs á frjálsri sölu.

Real Madrid gæti verið að leita að nýjum framherja þar sem framtíð Karim Benzema er óráðin. Þá er enn óvissa um hvort félagið geti keypt mann eins og Kylian Mbappé frá Paris Saint Germain.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×