Fagna sumarblíðunni en bíða eftir ferðamönnunum Árni Sæberg skrifar 1. júní 2023 16:00 Hallormsstaðaskógur er góður áfangastaður þessa dagana. Vísir/Vilhelm Sumarið virðist vera gengið í garð á Austurlandi, hiti mældist hæstur 21 gráða við Egilsstaðaflugvöll í vikunni og veður verður milt og gott víða fyrir austan út vikuna hið minnsta. Ferðaþjónustuaðilar eru spenntir fyrir sumrinu. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að vorið hefur verið með versta móti á stærstum hluta landsins. Mikil vætutíð hefur verið og hiti hefur sjaldan farið í tveggja stafa tölur. Austfirðingar hafa hins vegar fengið að njóta ágætisvors og sumarið er skollið á með krafti fyrir austan. Tuttugu og einnar gráðu hiti mældist á Egilsstöðum á dögunum og fimmtán til nítján gráðu hita og hægviðri er spáð út vikuna. Aðstoðarskógarvörður á Hallormsstað og umsjónarmaður tjaldstæðanna í Atlavík og Höfðavík segir þó að ferðasumarið sé ekki alveg hafið. „Það er svona að byrja. Þó að það komi hitatölur oft í maí, þá er ekkert mikill fjöldi sem kemur. Við rekum þetta tjaldstæði sem fær sjötíu til áttatíu prósent Íslendinga og Íslendingarnir eru auðvitað ekkert komnir í sumarfrí, ekki nema einn og einn. Svo helgarnar eru stærri á þessum tíma og virku dagarnir eru í rauninni minni,“ segir Bergrún Arna Þorsteinsdóttir. Skógurinn orðinn fagurgrænn Bergrún Arna segir vorið hafa verið gott fyrir austan og að Hallormsstaðaskógur komi vel undan vetri. „Við erum auðvitað búin að vera með mjög gott vor og tjaldstæðið kemur mjög vel undan vetri og skógurinn er að verða mjög fallegur. Birkið fer að verða fullútsprungið og hann er orðinn grænn og fallegur skógurinn. Mikil gróska í honum,“ segir hún. Þá segir hún að mikil sókn hafi verið í markaðssetningu Austurlands sem áfangastaðar fyrir erlenda ferðamenn. Þeir hafi hingað til síður lagt leið sína alla leið austur en nú sé það að breytast. Svæðið sé þó enn sem áður kjörinn áfangastaður fyrir Íslendinga sem vilja ferðast innanlands. „Á Austurlandi er mjög fjölbreytt náttúra. Við erum með skóg, við erum með jökla, við erum með þvílíkt magn af fossum. Í Covid-árunum þá fengum við mjög mikið af Íslendingum á Austurland og þeir voru að uppgötva að þetta svæði hefur marga kosti, bæði til að fara í gönguferðir og að njóta náttúrunnar á margvíslegan hátt. Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að vorið hefur verið með versta móti á stærstum hluta landsins. Mikil vætutíð hefur verið og hiti hefur sjaldan farið í tveggja stafa tölur. Austfirðingar hafa hins vegar fengið að njóta ágætisvors og sumarið er skollið á með krafti fyrir austan. Tuttugu og einnar gráðu hiti mældist á Egilsstöðum á dögunum og fimmtán til nítján gráðu hita og hægviðri er spáð út vikuna. Aðstoðarskógarvörður á Hallormsstað og umsjónarmaður tjaldstæðanna í Atlavík og Höfðavík segir þó að ferðasumarið sé ekki alveg hafið. „Það er svona að byrja. Þó að það komi hitatölur oft í maí, þá er ekkert mikill fjöldi sem kemur. Við rekum þetta tjaldstæði sem fær sjötíu til áttatíu prósent Íslendinga og Íslendingarnir eru auðvitað ekkert komnir í sumarfrí, ekki nema einn og einn. Svo helgarnar eru stærri á þessum tíma og virku dagarnir eru í rauninni minni,“ segir Bergrún Arna Þorsteinsdóttir. Skógurinn orðinn fagurgrænn Bergrún Arna segir vorið hafa verið gott fyrir austan og að Hallormsstaðaskógur komi vel undan vetri. „Við erum auðvitað búin að vera með mjög gott vor og tjaldstæðið kemur mjög vel undan vetri og skógurinn er að verða mjög fallegur. Birkið fer að verða fullútsprungið og hann er orðinn grænn og fallegur skógurinn. Mikil gróska í honum,“ segir hún. Þá segir hún að mikil sókn hafi verið í markaðssetningu Austurlands sem áfangastaðar fyrir erlenda ferðamenn. Þeir hafi hingað til síður lagt leið sína alla leið austur en nú sé það að breytast. Svæðið sé þó enn sem áður kjörinn áfangastaður fyrir Íslendinga sem vilja ferðast innanlands. „Á Austurlandi er mjög fjölbreytt náttúra. Við erum með skóg, við erum með jökla, við erum með þvílíkt magn af fossum. Í Covid-árunum þá fengum við mjög mikið af Íslendingum á Austurland og þeir voru að uppgötva að þetta svæði hefur marga kosti, bæði til að fara í gönguferðir og að njóta náttúrunnar á margvíslegan hátt.
Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira