Fékk Katrínu Tönju til að gráta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2023 08:31 Þessi frábæra frammistaða um helgina skiptin Katrínu Tönju Davíðsdóttur miklu máli eins og sjá mátti í viðtalinu. Skjámynd/@talkingelitefitness Katrín Tanja Davíðsdóttir stimplaði sig aftur í hóp þeirra bestu í CrossFit íþróttinni með frábærri frammistöðu sinni á undanúrslitamóti Vesturhluta Norður-Ameríku. Katrín Tanja átti frábæra helgi og tryggði sér farseðilinn á heimsleikana í CrossFit með sannfærandi hætti. Hún endaði í öðru sæti á mjög sterku móti. Katrín missti af heimsleikunum í fyrra í fyrsta sinn í mjög langan tíma og þurfti að sanna fyrir öllum að hún væri enn í hópi þeirra bestu. Það gerði hún heldur betur. Eftir keppnina fór Katrín í viðtal hjá Talking Elite Fitness og þar fór ekkert á milli mála hvað þetta skipti hana miklu máli. Spyrillinn nefndi það að Katrín hafi verið að tala sjálf um að leita uppi galdrana aftur og vildi fá að vita hvort Katrín hafi fundið aftur þá tilfinningu þegar hún kom í mark í lokagreininni og heimsleikasætið var í höfn. „Þú færð mig til að gráta því það var virkilega þannig,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir í byrjun viðtalsins við Talking Elite Fitness og þurrkaði tárin úr augunum. „Það skemmtilegasta sem ég geri er að keppa og mér finnst ég hafa verið í basli í mörg ár. Ég hef verið vonsvikin með mig sjálfa og hef ekki verið að njóta þess að keppa. Mér finnst ég ekki hafa verið að ná mínu besta fram í keppnum,“ sagði Katrín Tanja. „Þetta er mjög erfitt sport og ég legg of mikið á mig til að verða svo vonsvikin í lok tímabilsins. Loksins var gaman hjá mér aftur og ég er stolt af sjálfri mér. Ég elska svo að keppa og ég er því þakklát fyrir það,“ sagði Katrín eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Talking Elite Fitness (@talkingelitefitness) CrossFit Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira
Katrín Tanja átti frábæra helgi og tryggði sér farseðilinn á heimsleikana í CrossFit með sannfærandi hætti. Hún endaði í öðru sæti á mjög sterku móti. Katrín missti af heimsleikunum í fyrra í fyrsta sinn í mjög langan tíma og þurfti að sanna fyrir öllum að hún væri enn í hópi þeirra bestu. Það gerði hún heldur betur. Eftir keppnina fór Katrín í viðtal hjá Talking Elite Fitness og þar fór ekkert á milli mála hvað þetta skipti hana miklu máli. Spyrillinn nefndi það að Katrín hafi verið að tala sjálf um að leita uppi galdrana aftur og vildi fá að vita hvort Katrín hafi fundið aftur þá tilfinningu þegar hún kom í mark í lokagreininni og heimsleikasætið var í höfn. „Þú færð mig til að gráta því það var virkilega þannig,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir í byrjun viðtalsins við Talking Elite Fitness og þurrkaði tárin úr augunum. „Það skemmtilegasta sem ég geri er að keppa og mér finnst ég hafa verið í basli í mörg ár. Ég hef verið vonsvikin með mig sjálfa og hef ekki verið að njóta þess að keppa. Mér finnst ég ekki hafa verið að ná mínu besta fram í keppnum,“ sagði Katrín Tanja. „Þetta er mjög erfitt sport og ég legg of mikið á mig til að verða svo vonsvikin í lok tímabilsins. Loksins var gaman hjá mér aftur og ég er stolt af sjálfri mér. Ég elska svo að keppa og ég er því þakklát fyrir það,“ sagði Katrín eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Talking Elite Fitness (@talkingelitefitness)
CrossFit Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira