„Kominn tími til að starta sumrinu“ Máni Snær Þorláksson skrifar 25. maí 2023 19:26 Sigurður Þ. Ragnarsson segir að búast megi við góðu veðri hér á landi um mánaðarmótin. Fólk megi þó ekki fagna alltof snemma. Vísir/Vilhelm Mohammed Emin Kizilkaya veðurfræðiáhugamaður spáði því í vikunni að Íslendingar mættu eiga von á góðu veðri í kringum næstu mánaðarmót. Sumarið væri á leiðinni til landsins. Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur segir að Mohammed hafi ýmislegt til síns máls. „Það verður að viðurkennast að það sem hann er að segja er alveg sjáanlegt í kortunum,“ segir Sigurður, sem er gjarnan kallaður Siggi Stormur, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Mohammed sagði að búast mætti við allt að tuttugu og fimm gráðu hita á Austurlandi þann 28. maí næstkomandi. „Hann er líka að segja nokkuð rétt frá að Austurlandið fer örugglega yfir tuttugu stigin. Ekki endilega á 28. en vel má það vera,“ segir Siggi við því. „Það er kannski líka rétt að taka fram að þetta er það sem við, bæði ég, Einar Sveinbjörnsson og fleiri, erum búnir að vera að tala um. Við eigum von á góðu sumri og það sem er að gerast er að þessi hæð þarna suður í höfum, hún er að senda til okkar mjög rakt suðrænt loft. Þá fáum við inn svona vestlægar áttir á meðan hún er fyrir sunnan landið og þar með er austurlandið alveg í prímaveðri.“ Siggi varar þó fólk við því að fagna alltof snemma. „Því við eigum eftir að þola laugardaginn sem er leiðindadagur, kaldur og leiðinlegur, og svo fer ýmislegt að gerast. Þessi hæð stefnir yfir landið og þá erum við komin með sólskin í flestum, ef ekki öllum, landshlutum.“ Siggi segir að austanvert og sunnanvert landið sé að koma best út í spánni, það er að segja fyrir síðustu dagana í maí. „En þetta eru afskaplega hagstæðar horfur og þetta er í anda þess sem við höfum verið að tala um. Það kemur mér svosem ekki á óvart að nú sé kominn tími til að starta sumrinu og gera það af fullum krafti.“ Siggi bendir þó á að ekki sé um að ræða endalaust hlýtt og gott veður. Það megi jafnvel búast við kuldakasti í fimm til sex daga bylgju en svo breytist veðrið aftur. „Ég myndi alveg vilja eiga sumarhús á Austurlandi eins og þetta lítur út núna.“ Veður Reykjavík síðdegis Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Sjá meira
„Það verður að viðurkennast að það sem hann er að segja er alveg sjáanlegt í kortunum,“ segir Sigurður, sem er gjarnan kallaður Siggi Stormur, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Mohammed sagði að búast mætti við allt að tuttugu og fimm gráðu hita á Austurlandi þann 28. maí næstkomandi. „Hann er líka að segja nokkuð rétt frá að Austurlandið fer örugglega yfir tuttugu stigin. Ekki endilega á 28. en vel má það vera,“ segir Siggi við því. „Það er kannski líka rétt að taka fram að þetta er það sem við, bæði ég, Einar Sveinbjörnsson og fleiri, erum búnir að vera að tala um. Við eigum von á góðu sumri og það sem er að gerast er að þessi hæð þarna suður í höfum, hún er að senda til okkar mjög rakt suðrænt loft. Þá fáum við inn svona vestlægar áttir á meðan hún er fyrir sunnan landið og þar með er austurlandið alveg í prímaveðri.“ Siggi varar þó fólk við því að fagna alltof snemma. „Því við eigum eftir að þola laugardaginn sem er leiðindadagur, kaldur og leiðinlegur, og svo fer ýmislegt að gerast. Þessi hæð stefnir yfir landið og þá erum við komin með sólskin í flestum, ef ekki öllum, landshlutum.“ Siggi segir að austanvert og sunnanvert landið sé að koma best út í spánni, það er að segja fyrir síðustu dagana í maí. „En þetta eru afskaplega hagstæðar horfur og þetta er í anda þess sem við höfum verið að tala um. Það kemur mér svosem ekki á óvart að nú sé kominn tími til að starta sumrinu og gera það af fullum krafti.“ Siggi bendir þó á að ekki sé um að ræða endalaust hlýtt og gott veður. Það megi jafnvel búast við kuldakasti í fimm til sex daga bylgju en svo breytist veðrið aftur. „Ég myndi alveg vilja eiga sumarhús á Austurlandi eins og þetta lítur út núna.“
Veður Reykjavík síðdegis Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Sjá meira