Greiningarprófi að þakka að Fentanýl fannst í kristölum sem sagðir voru hreinir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. maí 2023 21:23 Kristinn Ingvarsson og Andri Einarsson stofnuðu Varlega í janúar. einar árnason Fentanýl fannst nýlega í MDMA kristölum sem voru í umferð hér á landi og sagðir hreinir. Þetta kom í ljós þegar notandi gerði greiningu á efninu og hætti af þeim sökum við að nota það. Stofnendur fyrirtækis sem flytur inn greiningarpróf vonast til að stjórnvöld hafi áhuga á samstarfi til að tryggja betur öryggi notenda. Fyrirtækið Varlega sér um innflutning og sölu á prófum sem gerir notendum vímuefna kleift að athuga hvort efni eru hrein eða menguð með öðrum skaðlegum efnum. Hugmyndin kviknaði fyrir um ári síðan þegar stofnendur fyrirtækisins unnu saman í Gistiskýlinu á Granda og sáu þörfina á slíkum prófum svo notendur gætu tryggt öryggi sitt. Alls konar próf eru í boði en vinsælastir eru strimlar sem greina hvort fentanýl sé í vímuefni - sem er gríðar sterkur ópíóði. „Bara míkrógrömm til eða frá af skammti af fentanýl getur ráðið úrslitum um hvort þú hljótir alvarlegan skaða af eða jafnvel látir lífið,“segir Kristinn Ingvarsson, stofnandi Varlega. Fentanýl sé eitthvað sem þeir segja enga vilja taka óafvitandi. Prófin séu öryggisskref sem hafi vantað á Íslandi. Nýlega keypti notandi vímuefna fentanýlpróf af fyrirtækinu og í ljós kom að efnið var mengað. „Það voru sem sagt MDMA kristallar sem áttu að vera hreint MDMA en var mengað af fentanýl sem er bara mjög alvarlegt mál að sé raunveruleikinn á Íslandi.“ Hætti viðkomandi þá við að taka þetta efni? „Já og skilaði því.“ Strákarnir muldu fyrir okkur eina töflu af Íbúfen og var örlitlu magni blandað við vatn í þeim tilgangi að skima fyrir Fentanýl í töflunni. Fentanýl strimlinum var síðan dýft ofan í vatnið og eftir tvær mínútur er niðurstaðan ljós. „Þarna eru komnar tvær línur, þannig það er ekkert Fentanýl í þessari Íbúfen-pillu.“ Notendur þurfi sjálfir að sjá um eftirlit Þeir segja að víða í löndunum í kringum okkur séu ríkisreknar rannsóknarstofur sem efnagreina ólögleg vímuefni keypt á svörtum markaði. „Fyrst að við erum ekki með rannsóknarstofu á Íslandi sem sér um þetta þá er þetta svona skásta lausnin, að bjóða fólki að taka gæðaeftirlitið í eigin hendur.“ Þá vonast þeir til að stjórnvöld hafi áhuga á samstarfi til að tryggja betur öryggi notenda. „Einn daginn mun það kannski gerast að fullu að ríkið taki þátt og þetta verði viðurkennt,“ segir Andri Einarsson, stofnandi Varlega. Prófin má nálgast á heimasíðu fyrirtækisins. Í næstu viku fara fram svokallaðir neyðartónleikar í Eldborg í Hörpu sem er ætlað að vekja athygli á alvarlegri stöðu ópíóðaneyslu á Íslandi. „Við verðum þar með bás að kynna og selja okkar vöru,“ segja þeir og lofa stuði. Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Fyrirtækið Varlega sér um innflutning og sölu á prófum sem gerir notendum vímuefna kleift að athuga hvort efni eru hrein eða menguð með öðrum skaðlegum efnum. Hugmyndin kviknaði fyrir um ári síðan þegar stofnendur fyrirtækisins unnu saman í Gistiskýlinu á Granda og sáu þörfina á slíkum prófum svo notendur gætu tryggt öryggi sitt. Alls konar próf eru í boði en vinsælastir eru strimlar sem greina hvort fentanýl sé í vímuefni - sem er gríðar sterkur ópíóði. „Bara míkrógrömm til eða frá af skammti af fentanýl getur ráðið úrslitum um hvort þú hljótir alvarlegan skaða af eða jafnvel látir lífið,“segir Kristinn Ingvarsson, stofnandi Varlega. Fentanýl sé eitthvað sem þeir segja enga vilja taka óafvitandi. Prófin séu öryggisskref sem hafi vantað á Íslandi. Nýlega keypti notandi vímuefna fentanýlpróf af fyrirtækinu og í ljós kom að efnið var mengað. „Það voru sem sagt MDMA kristallar sem áttu að vera hreint MDMA en var mengað af fentanýl sem er bara mjög alvarlegt mál að sé raunveruleikinn á Íslandi.“ Hætti viðkomandi þá við að taka þetta efni? „Já og skilaði því.“ Strákarnir muldu fyrir okkur eina töflu af Íbúfen og var örlitlu magni blandað við vatn í þeim tilgangi að skima fyrir Fentanýl í töflunni. Fentanýl strimlinum var síðan dýft ofan í vatnið og eftir tvær mínútur er niðurstaðan ljós. „Þarna eru komnar tvær línur, þannig það er ekkert Fentanýl í þessari Íbúfen-pillu.“ Notendur þurfi sjálfir að sjá um eftirlit Þeir segja að víða í löndunum í kringum okkur séu ríkisreknar rannsóknarstofur sem efnagreina ólögleg vímuefni keypt á svörtum markaði. „Fyrst að við erum ekki með rannsóknarstofu á Íslandi sem sér um þetta þá er þetta svona skásta lausnin, að bjóða fólki að taka gæðaeftirlitið í eigin hendur.“ Þá vonast þeir til að stjórnvöld hafi áhuga á samstarfi til að tryggja betur öryggi notenda. „Einn daginn mun það kannski gerast að fullu að ríkið taki þátt og þetta verði viðurkennt,“ segir Andri Einarsson, stofnandi Varlega. Prófin má nálgast á heimasíðu fyrirtækisins. Í næstu viku fara fram svokallaðir neyðartónleikar í Eldborg í Hörpu sem er ætlað að vekja athygli á alvarlegri stöðu ópíóðaneyslu á Íslandi. „Við verðum þar með bás að kynna og selja okkar vöru,“ segja þeir og lofa stuði.
Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira