„Menn velta því fyrir sér hvort gullskip hafi strandað í fjörunni við Álftanes“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2023 10:01 Landsliðsmennirnir streyma til 1. deildarmeistara Álftanes. Hörður Axel Vilhjálmsson og Haukur Helgi Pálsson hafa báðir samið við nýliðana. Samsett/Álftanes körfubolti Nýliðar Álftanes í Subway deild karla í körfubolta hafa látið til sín taka á leikmannamarkaðnum og eru þegar búnir að semja við tvo íslenska landsliðsmenn fyrir fyrsta tímabilið í efstu deild í sögu félagsins. Hörður Axel Vilhjálmsson, lengi fyrirliði íslenska landsliðsins, kom fyrst frá Keflavík og nú síðasta kom Haukur Helgi Pálsson frá Njarðvík. Báðir hafa þeir verið í hópi bestu körfuboltamanna Íslands og fóru með landsliðinu á bæði Eurobasket mótin. Guðjón Guðmundsson hitti Hugin Frey Þorsteinsson, formann Körfuknattleiksdeildar Álftanes, og forvitnaðist um stöðu mála fyrir þetta sögulega tímabil. Álftanes er ekki hætt á markaðnum þrátt fyrir þessa rosalegu byrjun. „Menn velta því fyrir sér hvort gullskip hafi strandað í fjörunni við Álftanes,“ sagði Guðjón í inngangi sínum fyrir viðtalið. „Það hefur gert það að því leiti að við erum að fá til okkar frábæra leikmenn. Við erum að fá til okkar tvo landsliðsmenn, Hörð Axel og Hauk Helga núna, sem eru að koma inn í þennan sterka kjarna sem við höfum fyrir og vann fyrstu deildina í fyrra,“ sagði Huginn Freyr Þorsteinsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Álftanes. „Við erum ansi ánægð með okkur núna með að fá þennan hvalreka svo maður haldi myndlíkingunum áfram. Að fá þessa tvo sterku aðila til liðs við okkur og svo ætlum við líka að ná okkur í fleiri leikmenn,“ sagði Huginn Freyr. Íþróttir snúast um það að sameina fólk „Hvað gerir það að verkum að þið farið út í þessa vegferð?“ spurði Gaupi. „Í upphafi, fyrir nokkrum árum, þá förum við í þessa vegferð til að byggja upp eitthvað skemmtilegt í okkar samfélagi. Íþróttir snúast um það að sameina fólk. Það er hugsjónin sem við göngum út frá í okkar starfi. Síðan hefur bara gengið vel að byggja upp körfubolta á Álftanesi. Það hentar vel að spila körfubolta út á Álftanesi því við erum með glæsilegt hús og við erum með góða umgjörð,“ sagði Huginn. „Við höfum verið heppin með þjálfara því við vorum með Hrafn Kristjánsson áður en Kjartan Atli tók við. Það hefur líka gengið vel að laða til okkar leikmenn, núna en líka áður þegar við vorum í öðrum deildum en Subway deildinni. Þá gekk vel að fá til okkar leikmenn og við höfum bara verið lánsöm og notið mikillar gæfu,“ sagði Huginn. Reyna að búa til skemmtun „Við höfum líka verið mjög ákveðin í því að við séum að reyna að búa til skemmtun fyrir okkar nærsamfélag og það að vekja athygli á körfubolta sem er bara að blómstra um þessar mundir,“ sagði Huginn. Þeir ætla sér lengra en bara að vera með í Subway deildinni. „Við erum alla vega ekki hætt. Við erum bara rétt að byrja enda að stíga okkar fyrstu skref upp í efstu deild. Við viljum fá til okkar leikmenn. Við höfum ekki reynslu af því að vera í Subway og við viljum fá til okkar leikmenn sem koma með reynslu, sem koma með þekkingu og geta virkilega stutt við þann kjarna sem við höfum verið með til þessa í okkar liði,“ sagði Huginn. Erfitt að sækja þá heim í Forsetahöllina „Þá teljum við að við munum spila skemmtilegan körfubolta. Ég held að Álftanes muni koma á óvart í efstu deild og það verður erfitt að sækja okkur heim í Forsetahöllina,“ sagði Huginn. Það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Huginn Freyr: Íþróttir snúast um það að sameina fólk Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ármann - Hamar/Þór | Spennandi bikarslagur í Höllinni Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Sjá meira
Hörður Axel Vilhjálmsson, lengi fyrirliði íslenska landsliðsins, kom fyrst frá Keflavík og nú síðasta kom Haukur Helgi Pálsson frá Njarðvík. Báðir hafa þeir verið í hópi bestu körfuboltamanna Íslands og fóru með landsliðinu á bæði Eurobasket mótin. Guðjón Guðmundsson hitti Hugin Frey Þorsteinsson, formann Körfuknattleiksdeildar Álftanes, og forvitnaðist um stöðu mála fyrir þetta sögulega tímabil. Álftanes er ekki hætt á markaðnum þrátt fyrir þessa rosalegu byrjun. „Menn velta því fyrir sér hvort gullskip hafi strandað í fjörunni við Álftanes,“ sagði Guðjón í inngangi sínum fyrir viðtalið. „Það hefur gert það að því leiti að við erum að fá til okkar frábæra leikmenn. Við erum að fá til okkar tvo landsliðsmenn, Hörð Axel og Hauk Helga núna, sem eru að koma inn í þennan sterka kjarna sem við höfum fyrir og vann fyrstu deildina í fyrra,“ sagði Huginn Freyr Þorsteinsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Álftanes. „Við erum ansi ánægð með okkur núna með að fá þennan hvalreka svo maður haldi myndlíkingunum áfram. Að fá þessa tvo sterku aðila til liðs við okkur og svo ætlum við líka að ná okkur í fleiri leikmenn,“ sagði Huginn Freyr. Íþróttir snúast um það að sameina fólk „Hvað gerir það að verkum að þið farið út í þessa vegferð?“ spurði Gaupi. „Í upphafi, fyrir nokkrum árum, þá förum við í þessa vegferð til að byggja upp eitthvað skemmtilegt í okkar samfélagi. Íþróttir snúast um það að sameina fólk. Það er hugsjónin sem við göngum út frá í okkar starfi. Síðan hefur bara gengið vel að byggja upp körfubolta á Álftanesi. Það hentar vel að spila körfubolta út á Álftanesi því við erum með glæsilegt hús og við erum með góða umgjörð,“ sagði Huginn. „Við höfum verið heppin með þjálfara því við vorum með Hrafn Kristjánsson áður en Kjartan Atli tók við. Það hefur líka gengið vel að laða til okkar leikmenn, núna en líka áður þegar við vorum í öðrum deildum en Subway deildinni. Þá gekk vel að fá til okkar leikmenn og við höfum bara verið lánsöm og notið mikillar gæfu,“ sagði Huginn. Reyna að búa til skemmtun „Við höfum líka verið mjög ákveðin í því að við séum að reyna að búa til skemmtun fyrir okkar nærsamfélag og það að vekja athygli á körfubolta sem er bara að blómstra um þessar mundir,“ sagði Huginn. Þeir ætla sér lengra en bara að vera með í Subway deildinni. „Við erum alla vega ekki hætt. Við erum bara rétt að byrja enda að stíga okkar fyrstu skref upp í efstu deild. Við viljum fá til okkar leikmenn. Við höfum ekki reynslu af því að vera í Subway og við viljum fá til okkar leikmenn sem koma með reynslu, sem koma með þekkingu og geta virkilega stutt við þann kjarna sem við höfum verið með til þessa í okkar liði,“ sagði Huginn. Erfitt að sækja þá heim í Forsetahöllina „Þá teljum við að við munum spila skemmtilegan körfubolta. Ég held að Álftanes muni koma á óvart í efstu deild og það verður erfitt að sækja okkur heim í Forsetahöllina,“ sagði Huginn. Það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Huginn Freyr: Íþróttir snúast um það að sameina fólk
Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ármann - Hamar/Þór | Spennandi bikarslagur í Höllinni Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Sjá meira