Sátu eftir á Alicante eftir að fluginu var flýtt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. maí 2023 21:05 Víðir og Perla höfðu ekki ætlað sér að dvelja lengur á Alicante en til dagsins í dag. Víðir Sigvaldason Íslenskt par varð eftir á Alicante á Spáni í dag eftir að flugi þeirra með flugfélaginu Play var flýtt um fimm klukkustundir vegna óveðurs. Þau sakna þess að hafa fengið tilkynningu frá flugfélaginu. Flugfélagið segir slíkt því miður geta komið fyrir þegar flugmiðar séu bókaðir í gegnum þriðja aðila. Komið verði til móts við fólkið og því boðin frí breyting á flugi. „Þetta er hundleiðinlegt,“ segir hinn 24 ára gamli Víðir Sigvaldason í samtali við Vísi. Hann var í fríi ásamt kærustunni sinni Perlu Vilbergsdóttur úti á Alicante og áttu þau flug heim í kvöld kl. 22:45 að þau héldu. Þau áttuðu sig hins vegar á því þegar út á flugvöll var komið að fluginu hafði verið flýtt til kl. 17:35 að staðartíma og var vélin því löngu farin. „Við skráðum okkur inn í flug í morgun og þá var allt óbreytt. Ég hefði alveg örugglega átt að skoða flugmiðann betur, en staðreyndin er einfaldlega sú að maður nær bara í hann á símann og skoðar hann svo ekki fyrr en á vellinum,“ segir Víðir. Eins og fram hefur komið hafa gular veðurviðvaranir á landinu haft mikil áhrif á flugferðir til og frá landsins í dag. Þá hefur Isavia gefið út tilkynningu þar sem flugfarþegar eru beðnir um að fylgjast vel með flugáætlunum á morgun. Fáar vélar hafa flogið til og frá landinu í dag en vél Play frá Alicante lenti á landinu um áttaleytið í kvöld. „Ég skil alveg að þetta sé út af veðrinu en það á samt að láta okkur vita,“ segir Víðir sem bætir því við að hann óttist mest að verða af vaktavinnu vegna tafanna og verða þannig fyrir tekjumissi. Gerist þegar bókað er í gegnum þriðja aðila Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, segir í samtali við Vísi að afar leitt sé að heyra af máli strandaglópanna í Alicante. Bókun þeirra hafi verið gerð í gegnum þriðja aðila og þá fari tölvupóstar fyrirtækisins þangað. „Þá fá farþegar ekki tölvupóstinn sem við sendum þegar ljóst er að af seinka þarf flugi eða flýta því,“ segir Birgir. Hann segir að komið verði til móts við parið og þeim gert kleyft að breyta flugi sínu fríkeypis. „Að sama skapi ef að einhver lendir í þessu þá viljum við hvetja þau til þess að hafa samband við þjónustuteymið okkar,“ segir Birgir. Play Fréttir af flugi Spánn Veður Mest lesið „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Neytendur Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Neytendur Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu Atvinnulíf Hægt að borga með korti í strætó Neytendur Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar Viðskipti innlent Loka verslun í Smáralind Neytendur „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Sjá meira
„Þetta er hundleiðinlegt,“ segir hinn 24 ára gamli Víðir Sigvaldason í samtali við Vísi. Hann var í fríi ásamt kærustunni sinni Perlu Vilbergsdóttur úti á Alicante og áttu þau flug heim í kvöld kl. 22:45 að þau héldu. Þau áttuðu sig hins vegar á því þegar út á flugvöll var komið að fluginu hafði verið flýtt til kl. 17:35 að staðartíma og var vélin því löngu farin. „Við skráðum okkur inn í flug í morgun og þá var allt óbreytt. Ég hefði alveg örugglega átt að skoða flugmiðann betur, en staðreyndin er einfaldlega sú að maður nær bara í hann á símann og skoðar hann svo ekki fyrr en á vellinum,“ segir Víðir. Eins og fram hefur komið hafa gular veðurviðvaranir á landinu haft mikil áhrif á flugferðir til og frá landsins í dag. Þá hefur Isavia gefið út tilkynningu þar sem flugfarþegar eru beðnir um að fylgjast vel með flugáætlunum á morgun. Fáar vélar hafa flogið til og frá landinu í dag en vél Play frá Alicante lenti á landinu um áttaleytið í kvöld. „Ég skil alveg að þetta sé út af veðrinu en það á samt að láta okkur vita,“ segir Víðir sem bætir því við að hann óttist mest að verða af vaktavinnu vegna tafanna og verða þannig fyrir tekjumissi. Gerist þegar bókað er í gegnum þriðja aðila Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, segir í samtali við Vísi að afar leitt sé að heyra af máli strandaglópanna í Alicante. Bókun þeirra hafi verið gerð í gegnum þriðja aðila og þá fari tölvupóstar fyrirtækisins þangað. „Þá fá farþegar ekki tölvupóstinn sem við sendum þegar ljóst er að af seinka þarf flugi eða flýta því,“ segir Birgir. Hann segir að komið verði til móts við parið og þeim gert kleyft að breyta flugi sínu fríkeypis. „Að sama skapi ef að einhver lendir í þessu þá viljum við hvetja þau til þess að hafa samband við þjónustuteymið okkar,“ segir Birgir.
Play Fréttir af flugi Spánn Veður Mest lesið „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Neytendur Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Neytendur Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu Atvinnulíf Hægt að borga með korti í strætó Neytendur Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar Viðskipti innlent Loka verslun í Smáralind Neytendur „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Sjá meira