Örlygsbörn gengu úr stjórn Njarðvíkur Aron Guðmundsson skrifar 23. maí 2023 14:01 Systkinin Gunnar, Kristín og Teitur Vísir/Samsett mynd Systkinin Kristín, Teitur og Gunnar, afkomendur Örlygs Þorvaldssonar og Ernu Agnarsdóttur, gengu öll úr stjórn körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur á aukaaðalfundi deildarinnar í gærkvöldi. Frá þessu er greint í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Njarðvíkur á heimasíðu félagsins en Halldór Rúnar Karlsson er nýr formaður deildarinnar. Ljóst er að Örlyggssyni og dóttur verður því ekki að finna í stjórn félagsins næstu árin en ásamt þeim gengu þeir Agnar Mar Gunnarsson, Brenton Birmingham og Einar Jónsson einnig úr stjórn deildarinnar. Agnar Mar er einnig afkomandi Örlygsættarinnar en móðir hans er Hulda Örlygsdóttir, systir Teits, Gunnars og Kristínar. Þó er Eyrún Ósk Elvarsdóttir, dóttir Huldu Örlygsdóttur, ný í stjórn deildarinnar. Kristín Örlygsdóttir varð árið 2019 fyrsta og eina konan til þessa til þess að gegna embætti formanns körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Á þeim tíma tók hún við formannskeflinu af Friðriki Ragnarssyni en hún var síðan endurkjörin formaður deildarinnar í mars árið 2021. Bræður Kristínar, þeir Gunnar- og Teitur Örlygssynir eiga sér ríka sögu með körfuknattleiksdeild Njarðvíkur. Þeir léku saman á sínum tíma með liði félagsins, hafa setið í stjórn þess og þá hefur Teitur áður starfað sem þjálfari karlaliðs félagsins í körfubolta. Enn fremur er Teitur sigursælasti leikmaður íslensk körfubolta frá upphafi en á sínum leikmannaferli varð hann tíu sinnum Íslandsmeistari með Njarðvík. Nýja stjórn körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur skipa: Halldór Karlsson – formaður Meðstjórnendur:Vala Rún VilhjálmsdóttirHafsteinn SveinssonGeirný GeirsdóttirJón Haukur HafsteinssonEyrún Ósk ElvarsdóttirÓlafur Bergur Ólafsson Varastjórn:Emma Hanna EinarsdóttirÁrni EinarssonMargrét SörensenRagnar ÞórHilmar Þór ÆvarssonÍsak Ragnarsson Er nýrri stjórn óskað velfarnaðar í komandi verkefnum í tilkynningu sem birtist á heimasíðu Njarðvíkur. „Ljóst er að talsverðar breytingar eru að verða hjá liðunum okkar í Subway-deildinni og því forvitnilegt að fylgjast með framhaldinu. *Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um Eyrúnu Ósk Subway-deild karla UMF Njarðvík Reykjanesbær Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Njarðvíkur á heimasíðu félagsins en Halldór Rúnar Karlsson er nýr formaður deildarinnar. Ljóst er að Örlyggssyni og dóttur verður því ekki að finna í stjórn félagsins næstu árin en ásamt þeim gengu þeir Agnar Mar Gunnarsson, Brenton Birmingham og Einar Jónsson einnig úr stjórn deildarinnar. Agnar Mar er einnig afkomandi Örlygsættarinnar en móðir hans er Hulda Örlygsdóttir, systir Teits, Gunnars og Kristínar. Þó er Eyrún Ósk Elvarsdóttir, dóttir Huldu Örlygsdóttur, ný í stjórn deildarinnar. Kristín Örlygsdóttir varð árið 2019 fyrsta og eina konan til þessa til þess að gegna embætti formanns körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Á þeim tíma tók hún við formannskeflinu af Friðriki Ragnarssyni en hún var síðan endurkjörin formaður deildarinnar í mars árið 2021. Bræður Kristínar, þeir Gunnar- og Teitur Örlygssynir eiga sér ríka sögu með körfuknattleiksdeild Njarðvíkur. Þeir léku saman á sínum tíma með liði félagsins, hafa setið í stjórn þess og þá hefur Teitur áður starfað sem þjálfari karlaliðs félagsins í körfubolta. Enn fremur er Teitur sigursælasti leikmaður íslensk körfubolta frá upphafi en á sínum leikmannaferli varð hann tíu sinnum Íslandsmeistari með Njarðvík. Nýja stjórn körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur skipa: Halldór Karlsson – formaður Meðstjórnendur:Vala Rún VilhjálmsdóttirHafsteinn SveinssonGeirný GeirsdóttirJón Haukur HafsteinssonEyrún Ósk ElvarsdóttirÓlafur Bergur Ólafsson Varastjórn:Emma Hanna EinarsdóttirÁrni EinarssonMargrét SörensenRagnar ÞórHilmar Þór ÆvarssonÍsak Ragnarsson Er nýrri stjórn óskað velfarnaðar í komandi verkefnum í tilkynningu sem birtist á heimasíðu Njarðvíkur. „Ljóst er að talsverðar breytingar eru að verða hjá liðunum okkar í Subway-deildinni og því forvitnilegt að fylgjast með framhaldinu. *Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um Eyrúnu Ósk
Subway-deild karla UMF Njarðvík Reykjanesbær Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira