Arsenal stórhuga í sumar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. maí 2023 23:00 Tveir plús tveir eru fjórir og það er sá fjöldi miðjumanna sem Arteta vill í sumar. Julian Finney/Getty Images Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal er stórhuga í sumar eftir að hafa misst enska meistaratitilinn í knattspyrnu úr greipum sér. Liðið stefnir á að bæta við sig nokkrum þekktum stærðum til að það gerist ekki aftur. Lærisveinar Mikel Arteta voru á toppi ensku úrvalsdeildarinnar nær allt tímabilið en það er hins vegar hans gamli lærifaðir, Pep Guardiola, sem trónir enn á toppi enskrar knattspyrnu. Eftir að hafa elt Skytturnar nær allt tímabilið tók Manchester City öll völd nú undir lok tímabils og tryggði sér sigur þó enn séu tvær umferðir eftir. Til að tryggja að slíkt gerist ekki aftur ætlar Arsenal að styrkja lið sitt til muna í sumar. Virðist aðaláherslan vera á miðsvæðið. Arsenal mun einnig spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og þarf að bæta við sig leikmönnum til að vera samkeppnishæft. Fyrstur á óskalistanum er Declan Rice, fyrirliði West Ham United. Hann á aðeins ár eftir af samningi sínum við Hamrana en félagið getur þó framlengt samninginn um ár. Eru allar líkur að Hamrarnir geri það til að auka virði Rice. Hann mun kosta drjúgan skilding en þjálfari liðsins, David Moyes, hefur sagt leikmanninn vera rúmlega 100 milljón punda virði. Arteta virðist vilja bæta við sig Englendingum en Mason Mount, miðjumaður Chelsea, er einnig á óskalistanum. Samningur hans í Lundúnum rennur út 2024 og virðist sem hann yfirgefi Chelsea í sumar. Bæði Liverpool og Manchester United hafa borið víurnar í Mount til þessa. Arsenal trying to sign Man City captain Ilkay Gundogan. Arteta wants 32yo if Xhaka goes. Fresh attempts will be made to keep him at #MCFC + other options. #AFC additionally pushing hard for Rice & Mount + renewed efforts to secure Nwaneri @TheAthleticFC https://t.co/HHJY2QRmsF— David Ornstein (@David_Ornstein) May 22, 2023 Samningur İlkay Gündoğan við Englandsmeistara Manchester City rennur út í sumar. Arteta hefur áður leitað til síns fyrrum félags í leit að leikmönnum og gæti gert slíkt hið sama í sumar. Gündoğan virðist ekkert vera að flýta sér þó samningur hans renni út eftir nokkrar vikur. Hann hefur verið orðaður við Barcelona en fjárhagsvandræði þar á bæ gætu hjálpað Arsenal. Að lokum hefur Arsenal áhuga á Mohammed Kudus, sóknarþenkjandi miðjumanni hollenska félagsins Ajax. Sá hefur skorað 22 mörk í 48 leikjum fyrir Ajax og Ghana. Samningur hans rennur ekki út fyrr en 2025 en Ajax vill frekar selja menn þegar það getur fengið gott verð heldur en að leyfa samningum þeirra að renna út. Þar sem Man United og Newcastle United hafa bæði horft hýru auga til Kudus að undanförnu ætti Ajax að geta sótt ágætis summu fyrir leikmenn sem félagið keypti frá Nordsjælland í Danmörku árið 2020. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Sjá meira
Lærisveinar Mikel Arteta voru á toppi ensku úrvalsdeildarinnar nær allt tímabilið en það er hins vegar hans gamli lærifaðir, Pep Guardiola, sem trónir enn á toppi enskrar knattspyrnu. Eftir að hafa elt Skytturnar nær allt tímabilið tók Manchester City öll völd nú undir lok tímabils og tryggði sér sigur þó enn séu tvær umferðir eftir. Til að tryggja að slíkt gerist ekki aftur ætlar Arsenal að styrkja lið sitt til muna í sumar. Virðist aðaláherslan vera á miðsvæðið. Arsenal mun einnig spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og þarf að bæta við sig leikmönnum til að vera samkeppnishæft. Fyrstur á óskalistanum er Declan Rice, fyrirliði West Ham United. Hann á aðeins ár eftir af samningi sínum við Hamrana en félagið getur þó framlengt samninginn um ár. Eru allar líkur að Hamrarnir geri það til að auka virði Rice. Hann mun kosta drjúgan skilding en þjálfari liðsins, David Moyes, hefur sagt leikmanninn vera rúmlega 100 milljón punda virði. Arteta virðist vilja bæta við sig Englendingum en Mason Mount, miðjumaður Chelsea, er einnig á óskalistanum. Samningur hans í Lundúnum rennur út 2024 og virðist sem hann yfirgefi Chelsea í sumar. Bæði Liverpool og Manchester United hafa borið víurnar í Mount til þessa. Arsenal trying to sign Man City captain Ilkay Gundogan. Arteta wants 32yo if Xhaka goes. Fresh attempts will be made to keep him at #MCFC + other options. #AFC additionally pushing hard for Rice & Mount + renewed efforts to secure Nwaneri @TheAthleticFC https://t.co/HHJY2QRmsF— David Ornstein (@David_Ornstein) May 22, 2023 Samningur İlkay Gündoğan við Englandsmeistara Manchester City rennur út í sumar. Arteta hefur áður leitað til síns fyrrum félags í leit að leikmönnum og gæti gert slíkt hið sama í sumar. Gündoğan virðist ekkert vera að flýta sér þó samningur hans renni út eftir nokkrar vikur. Hann hefur verið orðaður við Barcelona en fjárhagsvandræði þar á bæ gætu hjálpað Arsenal. Að lokum hefur Arsenal áhuga á Mohammed Kudus, sóknarþenkjandi miðjumanni hollenska félagsins Ajax. Sá hefur skorað 22 mörk í 48 leikjum fyrir Ajax og Ghana. Samningur hans rennur ekki út fyrr en 2025 en Ajax vill frekar selja menn þegar það getur fengið gott verð heldur en að leyfa samningum þeirra að renna út. Þar sem Man United og Newcastle United hafa bæði horft hýru auga til Kudus að undanförnu ætti Ajax að geta sótt ágætis summu fyrir leikmenn sem félagið keypti frá Nordsjælland í Danmörku árið 2020.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Sjá meira