Meirihluti gerenda og þolenda heimilisofbeldis yngri en 36 ára Kjartan Kjartansson skrifar 22. maí 2023 15:38 Hlutfallslega oftar var tilkynnt um ágreining en heimilisofbeldi á fyrstu þremur mánuðum ársins en undanfarin ár. Myndin er úr safni og er sviðsett. Vísir/Getty Rúmlega helmingur þeirra sem beitti og varð fyrir heimilisofbeldi á fyrsta fjórðungi ársins var yngri en 36 ára samkvæmt tölum lögreglunnar. Afgerandi meirihluti gerenda var karlar og konur yfirleitt þolendur. Alls bárust 598 tilkynningar um heimilisofbeldi og ágreining á milli skyldra eða tengdra aðila fyrstu þrjá mánuði ársins samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Það jafngildir tæplega sjö tilkynningum á hverjum degi. Óverulegar breytingar voru á milli ára. Tilkynningunum fækkaði um tvö prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Tilvikum heimilisofbeldis fækkaði þó um fimm prósent frá meðaltali tímabilsins undanfarin þrjú ár. Á sama tíma fjölgaði tilkynningum um ágreining um tæplega 27 prósent. Í um 78 prósent tilvika heimilisofbeldis var árásaraðili karl og í tæplega 70 prósent tilvika var árásarþoli kona. Um 40 prósent árásaraðila var á aldrinum 26-35 ára. Þegar horft er til tilvika heimilisofbeldis þegar um er að ræða ofbeldi milli maka eða fyrrum maka eru um 81 prósent árásaraðila karlar og 77 prósent brotaþola konur. Þar af var rúmlega helmingur árásarþola undir 36 ára. Lögreglan skilgreinir heimilisofbeldi sem brot sem einstaklingur verður fyrir af hendi nákomins, það er að segja þegar árásaraðili og árásarþoli eru skyldir, tengdir eða hafa sögu um tengsl og eru tilvikin ekki bundin við heimili fólks. Grunur getur þá verið um brot á borð við líkamsárásir, hótanir, eignaspjöll og fleira. Þá virkjast verklag ríkislögreglustjóra um meðferð og skráningu heimilisofbeldismála. Útköll lögreglu þar sem ekki er grunur um brot eru skráð sem ágreiningur á milli skyldra og tengdra. Mikilvægt þykir að skrá bæði ágreining og heimilisofbeldi til að fá heildstæða mynd af tilvikum og hvort tilvik leiði til ítrekaðra og alvarlegri atvika. Heimilisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Alls bárust 598 tilkynningar um heimilisofbeldi og ágreining á milli skyldra eða tengdra aðila fyrstu þrjá mánuði ársins samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Það jafngildir tæplega sjö tilkynningum á hverjum degi. Óverulegar breytingar voru á milli ára. Tilkynningunum fækkaði um tvö prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Tilvikum heimilisofbeldis fækkaði þó um fimm prósent frá meðaltali tímabilsins undanfarin þrjú ár. Á sama tíma fjölgaði tilkynningum um ágreining um tæplega 27 prósent. Í um 78 prósent tilvika heimilisofbeldis var árásaraðili karl og í tæplega 70 prósent tilvika var árásarþoli kona. Um 40 prósent árásaraðila var á aldrinum 26-35 ára. Þegar horft er til tilvika heimilisofbeldis þegar um er að ræða ofbeldi milli maka eða fyrrum maka eru um 81 prósent árásaraðila karlar og 77 prósent brotaþola konur. Þar af var rúmlega helmingur árásarþola undir 36 ára. Lögreglan skilgreinir heimilisofbeldi sem brot sem einstaklingur verður fyrir af hendi nákomins, það er að segja þegar árásaraðili og árásarþoli eru skyldir, tengdir eða hafa sögu um tengsl og eru tilvikin ekki bundin við heimili fólks. Grunur getur þá verið um brot á borð við líkamsárásir, hótanir, eignaspjöll og fleira. Þá virkjast verklag ríkislögreglustjóra um meðferð og skráningu heimilisofbeldismála. Útköll lögreglu þar sem ekki er grunur um brot eru skráð sem ágreiningur á milli skyldra og tengdra. Mikilvægt þykir að skrá bæði ágreining og heimilisofbeldi til að fá heildstæða mynd af tilvikum og hvort tilvik leiði til ítrekaðra og alvarlegri atvika.
Heimilisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira